RÁÐHERRANN FER NÚ EKKI AÐ BREGÐAST "FLOKKSFÉLAGANUM" Í ÞESSU MÁLI

Enda verður ekki séð að NEIN HALDBÆR RÖK séu fyrir neitun Samgöngustofu.  Forstjóri Samgöngustofu nefnir öryggissjónarmið, farþegum getur ekki stafað neitt meiri hætta af þessari leið.  Hvað getur eiginlega verið frábrugðið með leiðinni á milli Eyja og Landeyjahafnar (Siglingatími er milli 15 og 20 mínútur) og svo aftur á móti milli Reykjavíkur og Akraness (En þar á milli er siglingatíminn svipaður, ívið lengri ef eitthvað er).  Eru menn ekki að láta skriffinnskukjaftæðið stjórna sér of mikið í þessu máli??????


mbl.is Kallar eftir gögnum og rökstuðningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er ekki mögulegt að einhver pappírspúki í einhverju ráðuneyti fékk ekki borgað undir borðið, þess vegna var ekki skrifað og stimplað á leyfisbrefið? Það er engin önnur réttlætanleg skýring á þessu.

Spyr sá sem ekki veit?

Kveðja frá Seltjarnarnesi 

Jóhann Kristinsson, 1.8.2017 kl. 09:34

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég vona nú að ástandið sé ekki svo slæmt, nafni en ég held að þetta sé "pólitík" í þessu.

Hvað verður þú lengi hér á landi nafni?

Kveðja af Suðurnesjunum

Jóhann Elíasson, 1.8.2017 kl. 12:35

3 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Eru bílbeltislausir farþegar í strætisvögnum Reykjavíkur á ferð um höfuðborgina og út á land ekki í meiri hættu en farþegar Herjólfs og Akraness?

Ragna Birgisdóttir, 1.8.2017 kl. 15:03

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er kannski ekki alveg hægt að bera saman fólksflutninga á landi og sjó en spurningin er alveg réttmæt.  Hvað getur komið svona alvarlegt fyrir í 15 til tuttugu mínútna siglingu, um hásumar?  Og það skal tekið fram að báturinn siglir ekki ef ölduhæð er meiri en 2 metrar........

Jóhann Elíasson, 1.8.2017 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband