AÐ VERA MEÐ TVEGGJA ÞINGMANNA MEIRIHLUTA ER OF LÍTIÐ Í SAMSTARFI ÞESSARA FLOKKA...

Eins gott að slíta þessum viðræðum strax og gera það sem blasti við í upphafi FARA Í VIÐRÆÐUR BDFM.  Sigurður Ingi verður að brjóta odd af oflæti sínu og ef hann getur það ekki þá verður hann bara að HÆTTA sem formaður Framsóknarfokksins og lilja Alfreðsdóttir tekur við formennskunni enda sjá það allir að Sigurður Ingi var ekkert annað en neyðarástand (eða millibilsástand).  Það er ansi skítt þegar menn taka persónulegar erjur framyfir þjóðarhag..................


mbl.is Ekki gott veganesti inn í viðræðurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Og heldurðu að það sé einhver þjóðarhagur að vera með þessa flokka sem þú nefnir í ríkisstjórn?

Hjörtur Herbertsson, 13.11.2017 kl. 17:26

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, Hjörtur það er ekki nokkur vafi á því.  Það yrðu algjör RAGNARÖK ef "Vinstri Hjörðin" kæmist að stjórn landsins..

Jóhann Elíasson, 13.11.2017 kl. 17:48

3 identicon

Jæja hvað segja Moggabloggarar núna. Er SJ og skatta Kata orðin ykkar eina von. Var þá rantið á móti vinstrinu þetta árið bara fagurgali. Nú brosa menn út í annað með ríkistjórn þar sem V og D eru í kossaflansi.

Margret (IP-tala skráð) 13.11.2017 kl. 17:51

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hélt að 33 þingmenn gegn 30 væri þriggja þingmanna meirihluti þótt tvo andstöðuþingmen þurfi í viðbót við þá tvo sem nú hafa komið fram til að fella meirihlutann. 

Ef þessir tveir þingmenn, sem nú vilja ekki skoða þetta stjórnarsamstarf frekar, eru tölurnar 33 þingmenn gegn 28.  

Ómar Ragnarsson, 13.11.2017 kl. 18:45

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ómar, það er von þú segir að það væri þriggja manna meiihluti, sem er rétt miðað við þingmannafjöldann sem kom út ú kosningunum.  En mér láðist að geta þess í færslunni að ég treysti einum þingmanni ekki fyrir horn í þessu, svo lýt bara svo á að "öruggir" þingmenn séu einungis 32.  En mistökin eru alfarið mín og biðst ég afsökunar á að hafa ekki nefnt þetta í blogginu.

Jóhann Elíasson, 13.11.2017 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband