"RAUNVERULEGIR" GERENDUR Í HRUNMÁLUNUM LEIKA LAUSUM HALA.......

Hvernig er þessu eiginlega háttað með ÁBYRGÐ STJÓRNAR??  Nokkur mál hafa komið til vegna HRUNSINS en í ENGU ÞEIRRA HEFUR KOMIÐ TIL TALS AÐ STJÓRNIR VIÐKOMANDI, yfirleitt banka, BERI NOKKRA ÁBYRGÐ Í MÁLINU.  Í öllum tilfellum er um að ræða þannig upphæði, AÐ EKKI ER FRÆÐILEGUR MÖGULEIKI Á ÞVÍ AÐ STJÓRN HAFI EKKI VERIÐ KUNNUGT UM VIÐSKIPTIN.  EN SAMT SEM ÁÐUR VIRÐIST ALDREI VERA ÁSTÆÐA TIL AÐ ÁKÆRA STJÓRNINA.  Samkvæmt þessu er ekki ástæða fyrir stjórnarmenn að hafa nokkrar áhyggjur þó svo að málefni fari fyrir dómstóla, STJÓRNENDUR FYRIRTÆKISINS (BANKANS) TAKA SKELLINN........


mbl.is Sér eftir að hafa tekið að sér starfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Er þetta ekki vaninn, skjóta sendiboðann?

Hrossabrestur, 16.11.2017 kl. 12:31

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það hlýtur að verð að teljast athyglisvert að enginn hefur þurft að sæta persónulegri ábyrgð fyrir þá glæpi sem voru framdir gegn heimilum landsins á vettvangi bankanna. Til að mynda var í byrjun árs 2012 borin fram kæra á hendur stjórnendum allra fjármálafyrirtækja sem höfðu, gegn betri vitund (skjalfest), staðið fyrir því að veita tugþúsundir ólöglegra lána sem margfölduðust í hruninu og ollu gríðarlegum búsifjum þar sem margar fjölskyldur lentu hreinlega á götunni eftir nauðungarsölur á grundvelli hinna ólöglegu lána. Viðbrögð sérstaks saksóknara voru þau að vísa kærunni frá og það staðfesti ríkissaksóknari, með þeim rökum að ekkert lægi fyrir um brotavilja, þrátt fyrir að skjalfest lægi fyrir að bankarnir voru í vondri trú í þessum viðskiptum. Jafnframt hefur enginn þurft að sæta ábyrgð fyrir ólöglega dóma og lagasetningu um uppgjör ólöglegra lána, sem brjóta gegn stjórnarskrá, EES-samningnum, samningsfrelsi og vaxtafrelsi. Svo hafa síðari tíma valdhafar dirfst að láta þau svívirðilegu orð falla að uppgjörinu við hrunið sé lokið, þó svo að tugþúsundir einstaklinga standi enn óbættir hjá garði. Með hliðsjón af þessu verður að taka undir með JSG en bara á allt öðrum forsendum. Skítt með það þó að einhverjir banksterar hafi verið dregnir til ábyrgðar fyrir brot sem höfðu fyrst og fremst neikvæðar afleiðingar fyrir fjármagnseigendur. Hin raunverulegu dómsmorð voru framin gegn neytendum og heimilum landsmanna sem voru þannig rænd í þágu bankanna, bæði fyrir og eftir hrun.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2017 kl. 12:36

3 identicon

Og aðalmaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson baðar sig á Tortóla....

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 16.11.2017 kl. 12:39

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Birgir. Hvernig var Jón Ásgeir "aðalmaður" í því að gera þúsundir fjölskyldna heimilislausar á grundvelli ólöglegra lána? Hann hafði vissulega aðkomu að og viðskipti við bankana, en það eru sýslumenn sem bjóða upp heimilin, dómstólarnir sem blessa ólögmætið og stjórnmálamenn sem renna stoðum undir svívirðuna með lögum sem brjóta í bága við þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands. Ég kannast ekki við að Jón Ásgeir hafi starfað hjá sýslumanni, sem dómari, né setið á Alþingi. Geturðu útskýrt betur hvað þú ert eiginlega að meina með því að nefna hann sérstaklega?

Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2017 kl. 12:48

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég tók þetta sem dæmi, af því að það lá beint við en dæmin um þetta liggja víða.  Þessir menn eru með svona há laun vegna þess að ábyrgðin er svo mikil en þegar til kastanna kemur er ábyrgðin EKKI til staðar.  Hvað með ábyrgð endurskoðenda og fleiri aðila?  Mér finnst það bera vott um þekkingarleysi að fara að draga einhvern einn einstakling út úr dæminu og gera hann eitthvað sérstaklega ábyrgan.  Hrunið verður ekki skrifað á einn einstakling eð hreyfingu, eins og sumir hafa viljað gera......

Jóhann Elíasson, 16.11.2017 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband