"KOLLSPYRNA" - ERU ENGIN TAKMÖRK FYRIR BULLINU, SEM MENN LÁTA FRÁ SÉR FARA???

Alveg var kostulegt að heyra frásögn Guðjóns Guðmundssonar (GAUPA),íþróttafréttamanns á stöð 2 af knattspyrnuleik Southampton og Everton, þar sem mark Gylfa Þórs var aðalfréttin.  En GAUPI fór alveg með það þegar hann sagði frá því að Southampton hefði komist yfir með marki úr "KOLLSPYRNU".  KANNSKI ER FULL ÁSTÆÐA TIL AÐ FRÆÐA GAUPA UM ÞAÐ AÐ MENN SPYRNA BOLTA MEÐ FÓTUNUM EN ALLS EKKI MEÐ HAUSNUM.ÞAÐ ER BRÚKAÐ ANNAÐ ORÐ ÞEGAR HÖFUÐIÐ ER NOTAÐ Í KNATTSPYRNULEIK...... wink


mbl.is Gylfi fékk hæstu einkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nákvæmlega sama merkingin og Gaupi langt í frá sá eini sem notar þetta orð....Ef þetta fer svona í þínar fínustu þá ráðlegg ég þér að streame frekar leikjunum með enskumælandi þulum...

Valur Björn (IP-tala skráð) 27.11.2017 kl. 01:10

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef ekki heyrt neinn annan nota þessa vitleysu, þú ættir að nefna dæmi máli þínu tilæ stuðnings.....

Jóhann Elíasson, 27.11.2017 kl. 08:25

3 identicon

https://www.google.is/search?q=kollspyrna&oq=kollspyrna&aqs=chrome.0.69i59j35i39j69i61l2.9021j0j8&sourceid=chrome&ie=UTF-8

Hér eru nokkur dæmi.....

Valur Björn (IP-tala skráð) 28.11.2017 kl. 03:38

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þegar þú nefnir dæmi, þá áttu að koma með einhver ALMENNILEG DÆMI UM AÐ EINHVERJIR NOTI ÞETTA ORÐSKRÍPI EN EKKI AÐ VÍSA Í EINHVERJA ÓMERKILEGA ORÐABÓK.  En þú ert eins og svo margir aðrir þegar þú verður rökþrota grípur þú í hvert hálmstrá sem þú "heldur" að geti hjálpað þér og heldur þig svo við upphaflegu vitleysuna.  Þeir sem svona haga sér eiga virkilega bágt.....

Jóhann Elíasson, 28.11.2017 kl. 08:05

5 identicon

Þetta orð, eða orðskrýpi, hefur birst áður.  Það kemur m.a. fram í Æskunni 1978 og er notað yfir það, sem við hin köllum að skalla bolta.

Jóhannes (IP-tala skráð) 28.11.2017 kl. 11:05

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jóhannes, þó svo að þetta orð hafi komið fyrir í Æskunni 1978, finnst þér þetta vera "raunhæft" miðað við það sem það á að lýsa?

Jóhann Elíasson, 28.11.2017 kl. 11:46

7 identicon

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/670979/

http://www.ruv.is/frett/chelsea-og-southampton-gerdu-jafntefli

http://umfa.is/2015-04-29-12-04-55/meistaraflokkur-kvenna/1805-alftanes-fjoelnir-stutt-umfjoellun-2.html

http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=39432

http://www.keflavik.is/knattspyrna/deildin/frettir/godur-utisigur-i-nagrannaslagnum/8164/

http://www.visir.is/g/2015150339834

Valur Björn (IP-tala skráð) 28.11.2017 kl. 12:15

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er orðin einhver þráhyggja hjá þér Valur, sá sem lýsir á öllum þessum "linkum", sem þú sendir er GAUPI...coolwink  Þú verður nú að gera betur en þetta.....wink

Jóhann Elíasson, 28.11.2017 kl. 12:27

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kollspyrna er fullgilt orð í málinu og hefur verið áratugum saman.

Skalli er svo annað lýsingarorð sem ekki er eins lýsandi.

 

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.11.2017 kl. 12:45

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvernig stendur þá á því Heimir að þessi sérvitringur er eini íþróttafréttamaðurinn sem notar þetta?????

Jóhann Elíasson, 28.11.2017 kl. 13:25

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Bjarni Fel notað kollspyrnuna iðulega. Hann var bakvörður í KR og landsliðinu eins og þú veist og hann minnist þess gjarnan þegar hann setti mark með kollspyrnu með blautum knettinum á Melavellinum í aurnum þar og þvoði ekki hárið í marga daga.

 

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.11.2017 kl. 13:44

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hann "skallaði" boltann, í það minnsta þegar aðrir íþróttafréttamenn sögðu frá.  Og finnst þér það virkilega betra að nota orðið KOLLSPYRNA. Finnst þér virkilega ekkert athugavert við að að menn SPYRNI BOLTANUM MEÐ HÖFÐINU??? laughing

Jóhann Elíasson, 28.11.2017 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband