SAMKVÆMT ÞESSU LÍKAR REYKVÍKINGUM BARA ÁGÆTLEG VIÐ ÓREIÐUNA Í BORGARMÁLUNUM

Og vilja bara áframhald á óreiðunni - ekkert viðhald á götunum eða þær þrifnar, fleiri þrengingar á götum, meiri skuldasöfnun í góðæri nema nú er allt útlit fyrir að góðærið sé á enda og hvað verður þá gert? Áframhaldandi lóðaskortur. Áframhaldandi þétting byggðar í miðborginni þar sem reistar verða lúxusíbúðir, þar sem einungis íbúðirnar á efstu hæðunum seljast og ekki gert ráð fyrir neinum bílastæðum  eða geymslum fyrir hjól við þær því íbúarnir eiga að nota strætó.......


mbl.is Áfram í meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Og ég kalla nú nauman meirihluta engan stórsigur, og er varla stjórntækur meirihluti, enda sást það líka í alþingiskosningunum, að Sigurði Inga fannst þeir Bjarni ekki hafa nógu stóran hóp á bak við sig til þess að geta stjórnað landinu tveir einir. Ég á heldur ekki von á því, að Dagur og kó bæti miklu við sig úr þessu, og líklegast er þetta mest persónufylgi hans, sem hér er um að ræða hjá Samfó. Ég á alveg von á því að Sjálfstæðisflokkurinn vinni stórsigur í vor með Eyþór í broddi fylkingar, og ég vona, að flokkurinn sá verði með svo mikið fylgi að kosningum loknum, að það verði ekki hægt að ganga framhjá honum, þegar verður farið að reyna að klambra saman meirihluta. Ef líka fimm flokkar eru óhæfir til að stjórna landinu, þá eru fimm flokkar ekki síður óhæfir til að stjórna borginni. Skiptir heldur ekki máli, hvort heldur er. Mér sýnist Dagur og kó vera á niðurleið frekar en hitt, sem betur fer. Ég segi eins og Styrmir í sínu bloggi, að þetta verður harður slagur hérna í borginni. Bíðum svo eftir næstu skoðanakönnun, og sjáum, hvað þar kemur fram, því að ég trúi, að þetta eigi eftir að breytast töluvert eftir því sem á líður og nær dregur kosningunum, og tölurnar eigi eftir að snúast við til sigurs fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það er líka ómögulegt að segja á þessarri stundu, hversu margir flokkar eiga eftir að koma fram með lista, og ég á erfitt með að trúa því, að bæði Framsókn og Miðflokkurinn nái ekki meiru af atkvæðum heldur en hér er lýst. Ég vildi sjá eins og eina Gallupkönnun núna, því að mér finnst hún eiginlega áreiðanlegust. Hitt er allt svo hlutdrægt, að það er varla hægt að treysta á það. Við bíðum bara og sjáum til.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2018 kl. 15:15

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er algjörlega sammála þér Guðbjörg Snót.  Ég held að Miðflokkurinn eigi mikið inni og Sjálfstæðisflokkurinn endar með yfir 40%, Dagur og félagar fá frí og Reykvíkingar verða hvíldinni fegnir.  Svo er slagurinn bara rétt að byrja og það á margt eftir að gerast.....

Jóhann Elíasson, 28.2.2018 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband