Í TILEFNI AÐ BARÁTTUDEGI VERKALÝÐSINS 1. MAÍ.........

Í tilefni dagsins ákvað ég að setja hugrenningar mínar á blað.  En ég tel að með því að ríkisstjórnin myndi fara út í eftirtaldar aðgerðir yrðu meiri líkur á því að friður yrði á vinnumarkaði og að einhver sátt yrði til skamms tíma í þjóðfélaginu.

PERSÓNUAFSLÁTTURINN:  Eins og flestum er kunnugt um þá var persónuafsláttur settur á 1. janúar 1988 og var þá ákveðinn 15.524 krónur.  Frá því að persónuafslátturinn var fyrst ákveðinn hafa orðið miklar breytingar á innihaldi hans en mestu breytingarnar varða lífeyrismál í gegnum tíðina.  En það virðist vera að eini tilgangurinn með þessum breytingum á þeim grunni, sem persónuafslátturinn samanstendur af, hafi verið að rugla almenning.  Þessi grunnur hefur verið að mestu óbreyttur síðan 1997.  En ef ekki er tekið tillit til breytinga á grunni persónuafsláttarins, hefði hann átt að vera 68.290 krónur 1. janúar 2018.

SKATTUR OG PERSÓNUAFSLÁTTUR:  Persónulega finnst mér að ekki ætti að greiða skatt af launum sem eru undir 310.000 krónum á mánuði.  Ég gaf mér nokkrar forsendur, eins og til dæmis þær að viðkomandi greiddi 12.400 krónur í lífeyrissjóð og að persónuafslátturinn væri 68.290 krónur.  Til þess að ekki væri greddur tekjuskattur af 310.000 krónu launum þyrfti skattprósentan að vera 22,95%.  Þegar þetta er skoðað kemur upp í hugann að þetta hljóti að kosta alveg óhemju mikið að framkvæma þetta, en svo þarf ekki að vera kostnaðurinn myndi að miklu leiti jafnast út ef efra þrep tekjuskattsins myndi taka við þegar launatekjur yrðu hærri en 450.000 krónur á mánuði, þannig að þegar upp væri staðið væri engin ástæða til að vera með þrepaskiptan persónuafslátt aðallega fyrir það að ég tel að það standist ekki jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. En kostnaðarauki stjórnvalda af þessari aðgerð yrði í algjöru lágmarki (mér hefur ekki tekist að reikna það út vegna skorts á áreiðanlegum gögnum en það sem ég hef notast við er að megninu til byggt á tilgátum).

Yfir einu atriði var ég nokkuð hugsi.   Nokkrum dögum áður en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar var splundrað, þá varð ég vitni að ótrúlegu Kastljóssviðtali við þáverandi Félagsmálaráðherra, Þorstein Víglundsson.  Þar sagði hann fullum fetum, án þess að blikna "AÐ EKKI VÆRI RÁÐLEGT AÐ HÆKKA PERSÓNUAFSLÁTTINN VEGNA ÞESS AÐ ÞAÐ KÆMI ÞEIM TEKJUHÆRRI LÍKA TIL GÓÐA".  Og það sem kom mér einna mest á óvart var að stjórnandi Kastljóssins, Einar Þorsteinsson, bað hann ekki um að útskýra þessi orð sín.  Eftir þetta viðtal missti ég ALLT álit á Þorsteini Víglundssyni, sem reyndar var ekki mikið fyrir.


mbl.is Skipulögð dagskrá á yfir 30 stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband