Föstudagsgrín

Þennan sendi mér dyggur lesandi og sendi ég honum bestu þakkir fyrir.

Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að efnið getur verið varasamt fyrir viðkvæma einstaklinga og sært blygðunarkennd þeirra verulega. Þeim einstaklingum er ráðlagt að hætta lestrinum ekki seinna en núna.

Baldur er mjög graður og veit ekki hvað hann á að gera í þessu. Hann fer í vasa sinn og finnur fimmhundruðkrónaseðil. Hann fer því inn á næsta vændishús. Konan í afgreiðslunni opnar fyrir honum og spyr hvað hún geti gert fyrir hann.

„Ég er mjög graður“ segir Baldur, „En ég á bara 500 kall. Hvað get ég fengið fyrir það?“

Afgreiðslukonan fylgir honum inn í herbergi og þar inni í einu horninu er hæna. Baldur hugsar sig um í dálítinn tíma og hugsar með sér að þetta geti ekki verið svo slæmt. Hann réttir konunni peninginn og hún lokar hurðinni. Baldur klæðir sig úr og tekur hænuna og hefur ekki skemmt sér svona vel í langan tíma.

Einni viku síðar kemur Baldur aftur og er aftur orðinn graður. Núna er hann með 1000 kall á sér og spyr hvað hann geti fengið fyrir hann.

„Við erum með sérstaka sýningu sem kostar einmitt 1000 krónur.“ segir konan og fer með Baldur í sal þar sem fólk situr á bekkjum. Stuttu síðar slökkna ljósin og tjöld fara frá sviði sem er þarna inni. Á sviðinu er spegill og í speglinum sjást tvær konur. Eftir stutta stund byrja þær að afklæða hvor aðra og hefja svo eldheitan ástarleik.

Enn einu sinni finnst Baldri að hann hafi fengið peninganna virði. Hann snýr sér að sessunaut sínum og segir: „Þetta er nú býsna góð sýning fyrir 1000 kall.“

Maðurinn svarar Baldri: „Þetta er nú ekkert. Í síðustu viku sáum við mann sem gerði það með hænu.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Jóhann.

Þessi var góður á föstudagsmorgni.

Það væri kannski hugmynd að gera svona (stráka)brandara að föstum lið, svona til mótvægis við þessa nánast daglegu píku umfjöllun og reynslusögur kvenna hér á mbl.is

Það væri auðvitað hægt að merkja skrítlurnar rækilega, svo viðkvæmir feministar gætu einfaldlega sniðgengið þær.

Jónatan Karlsson, 12.10.2018 kl. 07:50

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ætli feministar geri ekki kröfu um að þú verði rekinn af blogginu fyrir svona dónaskap!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 12.10.2018 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband