Föstudagsgrín

Þennan sendi mér dyggur lesandi og sendi ég honum bestu þakkir fyrir.

Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að efnið getur verið varasamt fyrir viðkvæma einstaklinga og sært blygðunarkennd þeirra verulega. Þeim einstaklingum er ráðlagt að hætta lestrinum ekki seinna en núna.

Þetta var á litlu hóteli við sjóinn. Ung stúlka sem þar var í fríi lá ein í sólbaði á flötu hótelþakinu, klædd í pínulítið bikiní. Hana langaði til að vera brún allsstaðar og þegar hún hafði gengið úr skugga um að enginn gæti séð yfir þakið frá öðrum húsum fór hún úr baðfötunum og lagðist á magann. Þegar hún hafði legið þar nokkra stund birtist hótelstjórinn og sagði: „Við getum ekki leyft fólki að liggja hér nakið, ungfrú!“

Stúlkan þreif slopp í skyndi og sagði: „En það sér ekki nokkur maður til mín hér uppi!“

„Þú heldur það,“ sagði hótelstjórinn. „En þú liggur á glerþakinu yfir borðsalnum!“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband