Á HVERJU ÆTTI HÚN AÐ BIÐJAST AFSÖKUNAR????????

Hvenær byrjaði það að menn gætu höfðað mál vegna þess að þeir fengu ekki þá vinnu sem þeir sóttust  eftir???????


mbl.is Mun ekki biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Leiðrétting: "... fengu ekki opinbert starf sem þeir sóttust eftir..." - það er nefninlega grundvallarmunur á hinum opinbera, og almenna vinnumarkaðnum.

Stjórnsýslulög, þau sem voru brotin í þessu tilfelli, tóku gildi 1. janúar 1994. Það svarar vonandi spurningu þinni.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.10.2018 kl. 15:35

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég og fleiri hafa sótt um opinber störf og ekki fengið, ekki veit ég um aðra en ekki hvarflaði það að mér að fara í mál vegna þess að ég fékk ekki viðkomandi starf.  Ég þekki mjög vel muninn á opinbera- og almenna vinnumarkaðnum, en það er spurningin hvort menn eru ekki farnir að túlka þessi lög nokkuð frjálslega???????

Jóhann Elíasson, 26.10.2018 kl. 17:06

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sem betur fer eru lögin ekki brotin í hvert einasta skipti sem tekin er ákvörðun um ráðningu í opinbert starf. Ég hef líka sótt um opinbert starf og ekki fengið.

Fyrst það hefur ekki hvarflað að þér að fara í mál vegna opinbers starfs sem þú ekki fékkst, bendir það til þess að hæfari aðili hafi verið ráðinn, sem er löglegt.

Munurinn í því tilviki sem hér um ræðir þ.e. skipan dómara við Landsrétt, felst í því að samkvæmt dómi liggur fyrir að ekki var staðið löglega að ákvörðuninni.

Margir hafa gagnrýnt ráðherra, en færri hafa gagnrýnt þáverandi forseta Alþingis fyrir að halda ólöglega atkvæðagreiðslu um alla 15 í einu lagi þvert gegn skýrum fyrirmælum laga um að greiða ætti atkvæði sérstaklega um hvern fyrir sig, og enn færri hafa gagnrýnt forseta lýðveldisins fyrir að undirrita þann ólöglega gjörning.

Enn þann dag í dag veit enginn hvern af hinum fimmtán dómurum Landsréttar var verið að samþykkja í þeirri einu atkvæðagreiðslu sem fór fram um þá ákvörðun.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.10.2018 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband