NÚ ER ÉG ENDANLEGA BÚINN AÐ "KASSERA" SKAUPINU.......

Ég var að horfa á ágætis mynd, á erlendri stöð og ASNAÐIST til að skipta yfir á "skaupið" þegar það byrjaði.  Mikið óskaplega sé ég eftir þeim gjörningi, mér stökk tvisvar sinnum bros og ekki var gleðin mikið meiri hjá öðrum,sem voru staddir heima hjá mér.   Síðustu "skaup" hafa nú ekki verið upp á marga fiska en þetta sló þeim öllum við, hvað leiðindi varðar.  Nú hef ég ákveðið að nóg sé komið, ég er hættur að gefa áramótaskaupum RÚV séns......


mbl.is Tíst um Áramótaskaupið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er löngu hætt að eyða tíma á þessa vitleysu, enda þetta annað en bæði Flosi og aðrir góðir, gamlir höfðu hérna í eina tíð. Það var þó eitthvað vit í því. Ég hef undanfarin ár horft á Cirkusrevien í DR, sem getur verið ansi fyndin og skemmtileg, enda góðir leikarar, sem standa að því, líkt og var á síðustu öld í sjónvarpinu okkar. Það á að láta almennilega leikara til þess að sjá um þetta, eins og þá Spaugstofumenn. Það væri eitthvað annað. Þetta hefur verið tómur vitleysisgangur undanfarin ár, sem fáir hafa gaman að, a.m.k. af okkar kynslóð, sem munum eftir betri skaupum, og virkilega var hægt að skemmta sér yfir.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2019 kl. 12:50

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er svo sammála öllu sem þú skrifar Guðbjörg Snót, nema ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei séð Cirkusrevien en úr því verður bætt.  Ég óska þér gleðilegs árs og þakka góðar athugasemdir hérna á árinu sem leið.

Jóhann Elíasson, 2.1.2019 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband