ÞAÐ ER ÁNÆGJULEGT AÐ SJÁ AÐ ÁLVERIN SKULI VERA AÐ FÁ AUKNAR GREIÐSLUR TIL SÍN..

Þetta með hversu álverin á Íslandi eru að fá endurgreitt,úr virðisaukaskattskerfinu í formi INNSKATTS, Í hverjum einasta mánuði, er alveg með ólíkindum að EKKERT skuli vera fjallað um.  Bara ef tekið er tímabilið september til október 2018, þá var heildarveltan í "framleiðslu málma" 46 milljarðar.  Um það bil 98% af framleiðslunni fara til útflutnings, þannig að 45,1 milljarður af framleiðslunni er undanþeginn virðisaukaskatti og þar af leiðandi fá álverin ALLAN virðisaukaskatt af innlendum og erlendum efnisinnkaupum, vinnu iðnaðarmanna og ekki má  gleyma því að rafmagnið ber 11% virðisaukaskatt, sem álverin fá líka endurgreiddan.  Það er ekki nóg með að álverin fái rafmagnið fyrir lítið heldur heldur er hægt að segja að þau fái líka 9,91% AFSLÁTT AF RAFMAGNINU.  ÁRIÐ 2011 FENGU ÁLVERIN 4,6 MILLJARÐA ENDURGREIDDA Á MÁNUÐI, EKKI ER ÓSENNILEGT, MIÐAÐ VIÐ VERÐLAGSÞRÓUN, ÞESSI UPPHÆÐ SÉ 5,47 MILLJARÐAR Á MÁNUÐI Í DAG.  Á SAMA TÍMA OG ÁLVERIN ERU AÐ TAKA ÞETTA FJÁRMAGN TIL SÍN KVARTA RÁÐAMENN UNDAN FJÁRSKORTI VIÐ AÐ HALDA INNVIÐUM LANDSINS VIÐ......


mbl.is 8,5% aukning í virðisaukaskattskyldri veltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er virðisskattsvelta Jóhann, velta getur hækkað hvort heldur er vegna aukins innskatts eða útskatts. Veltan segir ekkert til um gengi fyrirtækja og enn síður skattfríðindi þeirra. Þessi frétt segir því ansi lítið, eða bara ekki neitt, eins og svo oft áður. Fréttamenn rekast á tölur sem þeir ekki skilja og telja það frétt.

Nú er það svo að virðisaukaskattur leggst á virðisauka sem verður til hér á landi. Verslun úr landi og til landsins er undanþegin vask, nema hlutur sé ætlaður til eigin nota hér á landi. Hvorki í fréttinni né á vef Hagstofunnar segir hvað hver atvinnugrein hafi fengið miklar endurgreiðslur á vaski, einungis talað um veltuna, sem eins og áður segir getur verið hvort heldur af innskatti eða útskatti. Þarna er ekkert samhengi á milli.

Hins vegar væri það á mesta máta eðlilegt ef stóriðjan fengi allan virðisauka endurgreiddan, þessi fyrirtæki eru jú að framleiða fyrir erlendan markað. Erlendir ferðamenn geta fengið endurgreiðslur á vaski þegar þeir fara úr landi. Þetta er eðlilegt og tíðkast um allan heim.

Varðandi verð á orkunni til stóriðjunnar, þá er rétt að hún greiðir nokkru lægra en við einstaklingar, enda stóriðjan mun hagstæðari viðskiptavinur en einstaklingur. Kaupir mikla og jafna orku og oftast til langs tíma. Þannig gátum við fengið lán erlendis til uppbyggingar á orkukerfinu okkar, lán sem annars hefði ekki fengist. Og þó verðið sé kannski lágt, er það þó það hátt að Landsvirkjun er langt komin með að greiða niður allan kostnað við orkuver landsins, einkum vegna jafnarar og mikillar sölu til stóriðjunnar.

Ef ekki hefði komið til stóriðja hér á landi, væri orkubúskapur okkar ekki svipur hjá sjón. Skammtanir væri daglegt brauð og dreifikerfið meira og minna á hliðinni alla vetur.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 15.1.2019 kl. 14:40

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir Gunnar, ég efast um að þeir séu margir fleiri sem vita meira um virðisaukaskatt en ég.  Það þekkist hvergi innan OECD ríkja að fyrirtæki fái innskatt endurgreiddan umfram þann útskatt, sem greiddur er til ríkisins.  Jú það er rétt að ferðamenn fá endurgreiddan virðisaukaskatt við brottför af landinu.  Reglur um þetta eru mjög mismunandi eftir löndum ég hef farið til margra landa og í sumum þeirra eru reglurnar þannig að maður hreinlega nennir ekki að standa í þessu en hvergi nokkurs staðar eru reglurnar eins rúmar og hér álandi.  Eina álverið sem var byggt hérna og virkileg var þörf á er álverið í Straumsvík og enginn getur sagt að álverin hafi skipt sköpum fyrir efnahagslíf landsins og án þeirra væri hér allt í klessu.....

Jóhann Elíasson, 15.1.2019 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband