EKKI LOFAR ÞETTA GÓÐU

En ég ákvað eftir síðasta áramótaskaup, eftir að áramótaskaupin höfðu verið afspyrnu léleg síðustu fimm árin, að gefa áramótaskaupinu á næsta ári líf (ég hafði verið að horfa á ágætis bíómynd á erlendri stöð og skipti yfir á RÚV, vegna þess að skaupið var að byrja  og ég sá mikið eftir þeim gjörningi).  Þannig að þessi frétt styrkir mig bara í þeim ásetningi að gefa í það minnsta næsta áramótaskaupi líf..........


mbl.is Jakob yngstur til að skrifa skaupið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er löngu hætt að hafa nokkurn áhuga á þessu áramótaskaupi, sem er verið að framleiða í dag, og finnst þetta hið mesta rugl og vitleysa, og þeir, sem eru að sjóða það saman, svo andlausir og leiðinlegir, að það er ekkert fyndið við það eða gaman að því. Það var eitthvað annað, þegar Flosi Ólafsson var með skaupið og allir helstu leikarar þjóðarinnar léku í því, og jafnvel þótt Flosi væri mistækur oft á tíðum, þá var skaupið skemmtilegt. Þegar Spaugstofumenn sáu um skaupið, þá var það óborganlegt. Spaugstofan var sjálf skaup út af fyrir sig, og það er mikil eftirsjá í henni. Ég er alltaf vön að skipta yfir á danska sjónvarpið og horfa á Cirkusrevíuna á gamlárskvöld. Það er góð skemmtun. Ég hef nú ekki athugað norska og sænska sjónvarpið eða kynnt mér, hvort nokkur gamanmál eru þar á gamlárskvöld. En Danir eru einstakir, hvað húmorinn snertir. Það er bara þetta, þegar við vorum vön góðu frá Flosa og hans fólki, og maður gat skemmt sér yfir því, sem hann og kollegar hans í leikhúsunum höfðu fram að færa, þá finnst manni allt vera óttalegt húmbúkk miðað við það. Mér finnst nútíma húmor heldur orðinn lélegur og leiðinlegur í samanburði við það, sem maður ólst upp við hjá Flosa, svo að sé nú ekki minnst á hinn þekkta útvarpsmann Jónas Jónasson, sem kunni nú að skemmta fólki, ef út í það er farið. Hann var alveg einstakur.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2019 kl. 11:41

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já Guðbjörg Snót, ég hef að mest leiti haldið út að horfa á áramótskaupið síðustu fimm árin en "skaupið" í fyrra fór langt yfir öll mörk og varð til þess að ég gafst endanlega upp á skaupinu.  Ég held að það að fólk horfi þetta áramótaskaup mest á þetta skaup af því að þetta sé orðin hálfgerð hefð.  Ég sé ekki nokkra ástæðu til að fylgja einhverri hefð........

Jóhann Elíasson, 13.8.2019 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband