VÆRI EKKI RÁÐ AÐ FARA AÐ VIRÐA NÚVERANDI STJÓRNARSKRÁ ÁÐUR EN FARIÐ ER AÐ TALA UM NÝJA????

Og hvenær vað þetta fyrirbæri til, sem heitir þingsályktunartillaga og hvernig? Það er alveg stórmerkilegt að enginn skuli hafa haft orð á þessu fyrr.  Í stjórnarskrá landsins er hvergi nokkurs staðar minnst á "þingsályktunartillögu" enda get ég ekki betur séð en að þarna sé um að ræða nokkuð sem er alveg KOLÓLÖGLEGT.  Fyrir það fyrsta gengur þingsályktunartillaga ÞVERT Á ÞRÍSKIPTINGU VALDSINS,sem stjórnarskrá landsins byggir á.  SAMKVÆMT STJÓRNARSKRÁNNI Á EKKERT EITT VALD AÐ GETA TEKIÐ ÁKVARÐANIR FYRIR ÞJÓÐINA, ÞESS VEGNA HÖFUM VIÐ ÞRÍSKIPTINGU VALDSINS OG FORSETANN YFIR ÖLLU "KLABBINU" NEMA DÓMSVALDINU.  ÞAÐ ÆTTI LÖGFRÆÐINGUR AÐ FARA YFIR ÞESSI MÁL.  Svo er nokkuð merkilegt að fara yfir það að ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGUM hefur alltaf verið beitt, þegar á að "keyra" mál í gegnum þingið, sem vitað er að eru umdeild og reiknað með að meirihluti þjóðarinnar sé andvígur en einhverra hluta vegna, er með meirihluta í þinginu samanber umsóknina í ESB á sínum tíma og orkupakka þrjú núna og svo á að bíta höfuðið af skömminni og ÞVINGA Í GEGN SAMEININGU SVEITARFÉLAGA MEÐ ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGU.  Ég hef skoðað þetta lauslega og við þá skoðun kom í ljós að það voru samþykkt lög um þingsköp Alþingis ( lög 55/1991) og þar sá ég að í grein 45 er fjallað um þingsályktunartillögur.  Að mínu áliti brjóta þessi lög í bága við stjórnarskrá Íslands.  Ég veit ekki betur en að það sé SKYLDA þingmanna að sjá til þess að ÖLL LÖG SEM ERU SETT STANDIST STJÓRNARSKRÁNA. Í ÞESSU TILFELLI STÓÐU ÞINGMENN SIG EKKI Í STYKKINU ÁSAMT MÖRGUM ÖÐRUM TILFELLUM.

Allt frá okkar fyrstu árum í skóla hefur okkur verið sagt að hin svokallaða þrískipting ríkisvaldsins sé grundvöllurinn að stjórnskipun lýðveldisins Íslands.  Eins og allir vita skiptist valdið í: LÖGGJAFARVALD, FRAMKVÆMDAVALD og DÓMSVALD.

En eftir að stöðuveitingar ráðherra komust í hámæli, þá fór ég nú að skoða þessa þrískiptingu ríkisvaldsins betur og miðað við þá skoðun þá komst ég að því að skilin þarna á milli eru orðin afskaplega óskýr og sum staðar eru þau bara alveg horfin, hafi þau einhvern tíma verið til staðar.

LÖGGJAFARVALD er samkvæmt stjórnarskránni í höndum Alþingis og forseta.  Alþingismenn og konur fá umboð sitt frá þjóðinni, til fjögurra ára í senn, þeirra hlutverk er að setja lög sem þjóðin á að fara eftir og forseti veitir þessum lögum samþykki sitt. 

FRAMKVÆMDAVALD er ráðherra viðkomandi málaflokks og staðfestir forsetinn skipan viðkomandi ráðherra.  Viðkomandi ráðherra á að sjá um framkvæmd þeirra laga sem Alþingi setur.

 

DÓMSVALD er í höndum dómara.

Þannig er þrískiptingu ríkisvaldsins háttað þessum ÞREMUR þáttum á að halda algjörlega aðskildum til að tryggja sem best lýðræði og réttláta meðferð þegna landsins gegn hinu opinbera.

 

En eitthvað virðist þetta hafa skolast til á undanförnum árum og jafnvel áratugum og hægt er með nokkuð góðri samvisku að fullyrða það að þrískipting ríkisvaldsins hafi aldrei að fullu verið til framkvæmdar hér á landi.  Þessa fullyrðingu verður að skoða nánar og mun ég gera tilraun til þess hér á eftir.

Við skulum byrja á því að skoða LÖGGJAFARVALDIÐ:  Á Alþingi sitja 63 fulltrúar kjörnir af þjóðinni, það er óumdeilt, en af þessum 63 þingmönnum eru 11 ráðherrar, en í augnablikinu eru þeir 10 þar sem einn af ráðherrum „Sjálfstæðisflokksins“ gegnir starfi Dómsmálaráðherra tímabundið.  Þarna er strax komin skörun.  Það er svo tilhögunin á Alþingi, að svokölluð ráðherrafrumvörp njóta forgangs í störfum þingsins, en þetta þýðir að þau frumvörp sem eru borin upp af ráðherra hafa forgang framyfir svokölluð þingmannafrumvörp.  Ég tel að þarna sé um að ræða brot á stjórnarskránni.  Samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins eiga ráðherrar ekki að hafa atkvæðisrétt á Alþingi og spurning hvort þeir eigi yfirhöfuð nokkuð að eiga sæti þar.   Það er spurning hvort störf Alþingis yrðu ekki bara “skilvirkari” ef ráðherrar myndu bara mæta einu sinni í viku eða sjaldnar í fyrirspurnartíma niður á þing?  Það er erfitt að skrifa nokkuð sérstaklega um FRAMKVÆMDAVALDIÐ vegna þess að þessi grein fjallar um það hvernig það hefur smám saman verið að “taka yfir” LÖGGJAFARVALDIÐ og DÓMSVALDIÐ.  Það verður ekki um það deilt að FRAMKVÆMDAVALDIÐ er alltaf að verða fyrirferðarmeira í stjórnsýslu okkar Íslendinga.  Þá er eftir að fara yfir DÓMSVALDIÐ.  Ekki hefur það orðið útundan í þessari þróun.  DÓMSVALDIÐ á samkvæmt stjórnarskránni að standa alveg sjálfstætt.  En er það alveg sjálfstætt?  Ég verð að viðurkenna vankunnáttu mína þar en ég veit ekki hvenær ráðherra byrjaði að skipa dómara, en í stjórnarskránni stendur í 59 grein “Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum” (Tilvitnun líkur, leturbreytingar eru mínar), þá er það skilningur minn, samkvæmt þessu,að ráðherra eigi EKKI að skipa dómara og er þá ekki með góðu móti hægt að segja að stjórnarskráin hafi verið brotin í  mörg ár eða jafnvel áratugi?  Ekki einvörðungu hefur framkvæmdavaldið seilst til áhrifa í löggjafarvaldinu heldur er það einnig komið með puttana í dómsvaldið (sbr. Það að flestir dómarar, bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti, eru orðnir pólitískt skipaðir) og ALLIR MUNA EFTIR „FARSANUM“ Í SAMBANDI VIÐ SKIPUN DÓMARA Í LANDSRÉTT.  En í því máli tel ég að hafi verið gerð AFDRIFARÍK MISTÖK.  Í dómi mannréttindadómstóls Evrópu kom fram að ALLIR DÓMARAR LANDSRÉTTAR VÆRU ÓLÖGLEGA SKIPAÐIR, EKKI BARA FJÓRIR, VEGNA ÞESS AÐ ALÞINGI HAFI EKKI STAÐIÐ RÉTT AÐ SKIPAN ÞEIRRA. ALÞINGI ÁTTI AÐ KJÓSA UM HVERN OG EINN ÞEIRRA Í STAÐ ÞESS AÐ KJÓSA UM ALLAN HÓPINN Í EINU.  þá kom einnig fram ádeila á FORSETA LÝÐVELDISINS fyrir hans afgreiðslu á málinu.  En minnsta ádeilan var á störf Dómsmálaráðherra, sem samt var sú eina í þessu máli, sem var „látin“ sæta ábyrgð.

 Það er mín skoðun að stjórnarskráin, sem slík sé mjög gott plagg og hefur hún þolað mjög vel tímans tönn en aftur á móti hef ég meiri áhyggjur af þeim sem eru á Alþingi og eiga að sjá til þess að það sé unnið í samræmi við stjórnarskrána m.a á að gæta þess að lög sem eru sett séu í samræmi við stjórnarskrána á því vill nú vera misbrestur.  Það er tími til kominn að stjórnarskráin verði virt og fyrsta skrefið í þá átt er að „MOKA“ RÁÐHERRUNUM út af Alþingi enda eiga þeir alls ekki heima þar.  Sem dæmi má geta þess að það getur ekki verið eðlilegt að ráðherrarnir sitji heilu og hálfu dagana niðri á Alþingi og „bori bara í nefið á sér“.  Maður hefði haldið að það væri full vinna að stjórna landinu í það minnsta er ekki mjög trúverðugt að menn og konur geti bara gert þetta með annarri hendinni.   Það er ekki skrítið að hver ráðherra skuli hafa minnst tvo aðstoðarmenn, því ráðherrann þarf að eiða tímanum niðri á þingi, þar sem hann á EKKERT ERINDI.  Svo eru þingmenn orðnir alt of margir.  Með því að henda ráðherrunum út úr Alþingishúsinu, væri stigið fyrsta skrefið í því að FÆKKA alþingismönnum, en þar væri einungis komið FYRSTA skrefið af mörgum.  Alþingismenn þurfa alls ekki að vera fleiri en 40 – 45, það sem þarf að gera er að störf Alþingis verði gerð markvissari og einfaldari.  Þegar sjónvarpað er frá þingfundi (nema „Eldhúsdagsumræðu“ hvers vegna hún hefur fengið þetta nafn er mér algjörlega hulin ráðgáta), er þingsalur yfirleitt hálftómur.  Þetta vekur þá spurningu hvort ekki væri hagstæðara að hafa þingfundi tvisvar í viku og þar af yrði annar dagurinn þar sem ráðherra tækju þátt og svöruðu fyrir embættisfærslur sínar.  Þrír dagar yrðu svo teknir í nefndastörf og önnur störf þingsins.  Áður en fólk fer að tala um að það vanti nýja stjórnarskrá er lágmark að sú stjórnarskrá sem er nú þegar til staðar sé virt.  Það hefur verið alveg með ólíkindum að horfa upp á starfsemi þingsins og oft hefur það hvarflað að manni að þingið sé með öllu stjórnlaust, ég er alveg viss um að það væri búið að reka forseta þingsins fyrir stjórnleysi og handvömm ef hann væri að vinna í einkageiranum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það eru margir áratugir síðan það mátti vera hverjum manni augljóst að stjórnarskráin er handónýtt ræksni.

Okkur vantar nýja stjórnarskrá tafarlaust og hún er að mestu tilbúin.

Þetta; að við þurfum fyrst að virða núgildandi stjórnarskrá stenst bara ekki.

Megingallinn við stjórnarskrá okkar er nefnilega sá að hvorki hún sjálf né þau landslög sem á henni byggja fela í

sér nein viðurlög gegn þeim stjórnsýsluaðgerðum sem ganga gegn stjórnarskránni!

Okkur vantar reyndar eki nema eitt nýtt ákvæði til að lagfæra þennan galla.

Og það er ákvæðið um heimild kjósenda til að afturkalla umboðið til Alþingis þegar tilgreindum hluta þeirra er

misboðið.

Það er engin von til þess að ríkisstjórn og Alþingi beri snefil af virðingu fyrir valdi sínu, fyrr en ótti við að

missa umboð sitt rekur þessa ónytjunga til að vinna af heiðarleika.

Árni Gunnarsson, 2.10.2019 kl. 21:39

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef ekki er hægt að fara að núgildandi stjórnarskrá hvað veldur því að menn haldi að þeir geti frekar farið eftir annarri?

Jóhann Elíasson, 2.10.2019 kl. 22:21

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góð spurning Johann! 

Helga Kristjánsdóttir, 3.10.2019 kl. 01:52

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það eru líklega fjölmörg ákvæði stjórnarskrárinnar sem ríma ekki fullkomlega við löggjöfina og þar ber hæst í mínum

huga nýting auðlindanna.

Það er þjóðarskömm að sölu á aflaheimildum sem nema tugum milljarða og enginn gerir athugasemd þrátt fyrir að í lögum

um stjórn fiskveiða sé kveðið á um að úthlutun aflaheimilda nyndi ekki eign.

Það er auðvitað kórrétt að stjórnarskráin "hefur reynst vel" þeim sem hagnast um tugi milljarða við sölu á 

þjóðareign sem bannað er að selja.

Síðan má kannski nefna þá skerðingu á atvinnufrelsinu sem felst í því að eyrnamerkja aflaheimildir og gera þar með 

heil byggðasamfélög ófær um að afla sér lífsviðurværis.

Bújarðir við sjávarsíðuna sem gátu haft margfalt verðmæti vegna nálægðar við gjöful fiskimið urðu verðlitlar eða 

óseljanlegar. Og svona mætti lengi telja.

Umfjöllun Þorvaldar Gylfasonar um nýútkomna bók Jóns Baldvins í Fréttablaðinu í dag er áhugaverð.

Þar er - í örstuttum ívitnunum - gripið á þeirri pólitísku spillingu sem grasserað hefur á Íslandi um langt skeið -

og gerir enn.

Ætli þeir séu ekki fáir sem íhuga umrædda spillingu hlutlægt og sleppa við þá niðurstöðu að andstaða skýrt

afmarkaðra hópa gegn nýrri stjórnarskrá sé þar gleggsta viðurkenningin.

Ég er sannfærður um að stjórnarskrárbreyting þar sem opnað væri fyrir beint og milliliaðlaust lýðræði með rúmri

heimild til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu yrði sú réttarbót fyrir samfélagið að líkja mætti við byltingu.  

Árni Gunnarsson, 3.10.2019 kl. 09:42

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað er stjórnun fiskveiða alveg djöfullegt mál og að sjálfsögðu er spillingin í því kerfi eitt það almesta svínarí sem til er en það er til ákvæði í lögunum um stjórn fiskveiða, þess efnis að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar.  Þetta ákvæði hefur ekki komið í veg fyrir að örfáir aðilar hafi getað sölsað undir sig fiskveiðiauðlindirnar og því miður held ég að það hefði líka verið hægt þó svo að samskonar ákvæði hefði verið í stjórnarskránni.  Spilling á landinu hefur ekkert með stjórnarskrána að gera en ég er alveg sammála um að beint lýðræði og rúm heimild til þjóðaratkvæðagreiðslu er nokkuð sem ÞARF nauðsynlega að koma.  Þó ekki sé nema vegna þess að LÝÐRÆÐI HEFUR ALDREI VERIÐ HÉR Á LANDI HELDUR ER HÉR Á LANDI FLOKKSRÆÐI, SEM GENGUR UNDIR DULNEFNINU LÝÐRÆÐI....

Jóhann Elíasson, 3.10.2019 kl. 11:24

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Pólitísk spilling ar beintengd ónýtri stjórnarskrá. Spilling á fjármálasviðum á líklega ALLTAF upptök sín í mislukkaðri löggjafarsamkundu.

Þar sem mestir eru fjármunirnir, þar er mest spillingin. 

Sú mýta að þá aðeins sé starfhæf ríkisstjórn þegar meirihluti alþingismanna styðji hana er beinlínis sönnun þess 

vel hefur tekist að fá þjóðina til að skilja og samþykkja bullið ef matreðslan er nógu einföld og laus við flækjur.

Sá knappi og einfaldi texti stjórnarskrár um þrískipt ríkisvald felur EKKI í sér fyrirmæli um að allt að helmingi 

kjörinna fulltrúa kjósenda skuli sæta ofbeldi af hálfu meirihlutans í 4 ár ef meirihlutinn æærir sig um.

Ríkisstjórn er framkvæmdavald og ber að framkvæma vilja kjósenda gegnum Alþingi.

Framkvæmdavaldinu er ekki ætlað að segja vinnuveitandanum - Alþingi - fyrir verkum.


Það á að vera morgunljóst að ráðherrum er ekki ætlað að skipa sess alþingismanna og segja sjálfum sér fyrir verkum.

Stjórnarskráin er vesalingur sem alþingismenn hafa hlegið að alltof lengi. Hlegið að vegna þess að hún leyfir þeim

að komast vandræðalaust upp með ALLT sem hún skipar þeim að forða þjóðinni frá.

En sem betur fer höfum við látið lýðræðislega kjörna fulltrúa okkar semja býsna góða stjórnarskrá.

Það framtak vakti heimsathygli og ef enn í umræðu erlendis okkur til vegsauka.

Það plagg þurfum við að fullnusta hið bráðasta.   

Árni Gunnarsson, 4.10.2019 kl. 10:54

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ps. Þarf að láta laga fyrir mig leturstærðina. Letrið er svo smátt að vegna sjóndepru er allt morandi í

innsláttarvillum.

Árni Gunnarsson, 4.10.2019 kl. 11:09

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef hvergi séð nokkurn staf fyrir því að TENGSL séu á milli pólitískrar spillingar og stjórnarskrár.  Það er ekki stjórnarskránni að kenna að ráðherrar skuli sitja á Alþingi og hafi þar atkvæðisrétt.  Hitt er svo annað mál að því miður liggja engin viðurlög við því að brjóta gegn stjórnarskránni nema menn virki landráðakaflann, sem mér þykir nokkuð hæpið og get ég alveg viðurkennt að þar vantar inn ákvæði í núverandi stjórnarskrá.......

Jóhann Elíasson, 4.10.2019 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband