SIGHVATUR BJÖRGVINSSON

Í gær hlustaði ég á viðtal við Sighvat Björgvinsson á útvarpi Sögu. Þetta viðtal við Sighvat var að mörgu leyti mjög got og þá sérstaklega var hann mjög góður þegar hann talaði um heilbrigðiskerfið og vanda þess í dag, enda þekkir hann þau mál mjög vel.  En svo voru önnur mál þar sem þekking hans virtist ekki ná "mjög djúpt" eins og til dæmis þegar hann fór að ræða um lýðræðið eða réttara sagt skortinn á því í Íslensku þjóðfélagi.  Hann hélt því blákalt fram að stjórnmálamenn gerðu EKKERT NEMA ÞJÓÐIN SAMÞYKKTI ÞAÐ.  EN HANN MINNTIST EKKI Á SIÐFERÐISHRUN STJÓRNMÁLAMANNA, SEM VIRÐIST HAFA VERIÐ FYLGIFISKUR "EFNAHAGSHRUNSINS", SEM VARÐ FYRIR 11 ÁRUM.  Sem dæmi um þetta má nefna orkupakka þrjú, en þar hlustaði forysta Sjálfstæðisflokksins ekki á "grasrótina".  Nú það var kosið um nokkur atriði stjórnlagaráðs og ekki var farið eftir niðurstöðu þeirrar kosningar.  ÞAÐ ER BARA STAÐREYND AÐ HÉR Á LANDI ER EKKERT TIL SEM HEITIR LÝÐRÆÐI OG HEFUR ALDREI VERIÐ, HÉR ER NOKKUÐ SEM HEITIR FLOKKSRÆÐI OG GEFINN SKÍTUR Í KJÓSENDUR NEMA KORTERI Í KOSNINGAR.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Heill og sæll Jóhann

Ég hallast að því að þú hafir nokkuð til þíns máls. Þó vil ég segja að hér á landi hefur okkur verið talið trú um að við byggjum við lýðræði, en mér sýnist við hvorki búa við slíkt -ræði og ekki einu sinni flokksræði heldur foringjaræði.

Þegar lýðurinn, með sitt lýðræði, vill láta taka til sín og benda á hið augljósa þá eru það foringjarnir sem taka af skarið út frá eigin vilja og kannski þeirra eigin hagsmuna. Bjarni Benediktsson er búinn að sanna að svo sé og Jóhanna og Steingrímur joð gerðu einnig í fyrstu hreinu vinstristjórninni. Nú um stundir búum við við hreina vinstristjórn númer tvö og það meira að segja með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk innanborðs.

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.10.2019 kl. 14:16

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Flokksræðið = Sérhagsmunafélög. 

Sigurður I B Guðmundsson, 24.10.2019 kl. 14:29

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Takk fyrir Tómas, að sumu leiti er þetta rétt hjá þér en það er eitt sem verður að athuga fyrst kemur flokksræðið og oft á tíðum þróast það út í foringjaræði öðru nafni einræði.  Þangað held ég að við séum ekki alveg komin en því miður er mjög stutt í það og við verðum virkilega að passa okkur að lenda ekki þar.  En ég er nokkuð viss um það, eins og ég nefndi í bloggfærslunni, að það varð mikið siðferðishrun hér á landi sérstaklega í stjórnmálum eftir efnahagshrunið og það hefur ekki verið gert upp að einu né neinu leiti....

Jóhann Elíasson, 24.10.2019 kl. 14:43

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú hittir vel á það þarna Sigurður....wink

Jóhann Elíasson, 24.10.2019 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband