EF MENN KALLA ÞAÐ "JÁKVÆTT" AÐ MEGA ÞAKKA FYRIR AÐ VINNA MOLDÓVU, ER MARKIÐ EKKI SETT HÁTT....

Sannleikurinn er sá að eiginlega má segja að aðeins tveir menn hafi verið með fullri meðvitund í þessum leik, það voru Birkir Bjarnason og Mikael Anderson, aðrir í liðinu létu Moldóvana "draga" sig niður á þeirra plan.  Sérstaklega eftir að Moldóvarnir "fengu jöfnunarmarkið að gjöf" fóru þeir að spila "rúgby", sem dómarinn lét að mestu leyti óátalið.  Eftir að Ísland komst aftur yfir lagaðist leikurinn aðeins, hvað gróf brot varðaði (reyndar var leikurinn í heildina svo grófur að það hefði átt að banna hann innan 18 ára).  En Gylfi Þór fór svo alveg með því að KLÚÐRA vítaspyrnunni.  Þetta er önnur vítaspyrnan á stuttum tíma sem hann klúðrar vítaspyrnu og spurning hvort hann þurfi  ekki að fara að æfa sig í að taka vítaspyrnur, það er að segja ef hann á að taka þær á annað borð í framtíðinni........


mbl.is Jákvæður endir á undankeppninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það var greinilega ekki eins gaman hjá þeim núna.Vonbrigðin að komast ekki beint á Evrópu meistaramótið hefur trúlega setið í þeim,þeir áttu svo sannarlega góða möguleika á því,en það kláruðu þeir ekki.- Það verður allt annar bragur á þeim,þegar þeir hafa fengið að vita hvaða liði þeir mæta til að skera úr um hvor hreppir sætið eftirsótta;Þegar sá eini séns er eftir í boði eru þeir bestir,ég tala nú ekki um ef þeir fá heimaleikinn,sem verður jafnframt dregið um.      

Helga Kristjánsdóttir, 18.11.2019 kl. 00:31

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

#PS:  Sá leikur verður ekki leikinn fyrr en í Mars 2020.

Helga Kristjánsdóttir, 18.11.2019 kl. 00:38

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir innlitið Helga.  Það er vonandi, eins og þú segir, að þeir spili betur í umspilin en þeir gerðu í gærkvöldi.  Það mátti litlu muna að þeim tækist að jafna og tóm hundaheppni að það skyldi ekki takast (fyrir okkar menn að sjálfsögðu), ég fullyrði að hver meðalskussi í Pepsídeildinni hefði skorað úr þessu færi, sem segir nokkuð mikið um fótboltalega getu Moldóvanna.......

Jóhann Elíasson, 18.11.2019 kl. 07:15

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þessi leikur skipti íslenska liðið engu máli og bar keim að því. 

Sigurður I B Guðmundsson, 18.11.2019 kl. 11:06

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigurður, þó svo að leikurinn skipti ekki miklu máli er það ansi lélegt að lenda í vandræðum með lið sem er 100 sætum neðar á styrkleikalista FIFA.........

Jóhann Elíasson, 18.11.2019 kl. 18:05

6 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Sammála.

Sigurður I B Guðmundsson, 19.11.2019 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband