ÞAÐ ER MIKILL MUNUR Á ÞVÍ AÐ MISSTÍGA SIG EÐ BRJOTA Á SÉR BÁÐAR LAPPIRNAR...

Forráðamenn Samherja VISSU það frá upphafi að það sem þeir voru að gera var ÓLÖGLEGT. þetta er að mestu spurning um SIÐFERÐI og við skulum bara rétt vona að almennt sé "SIÐFERÐISSTANDARDINN" á HÆRRA plani en þarna kemur fram......


mbl.is „Má ekki verða þannig að enginn megi misstíga sig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Það er rétt að stór munur er á því að misstíga sig eða vera haldinn svo einbeittum brotavilja að það sé hvergi sú lína sem ekki má fara yfir. Ekki ætla ég að verja framferði Samherja enda þekki ég ekki nákvæmlega heildarmyndina þar þó ég geri mér nokkra grein fyrir um hvað þessir hlutir snúast þar sem ég hef starfað í  löndum þar sem viðskipti viðgangast á þennan hátt og jafnvel ekki á nokkurn annan hátt. En er ekki rétt að líta til baka frá því útflutningur á skreið hófst til Nígeríu? Þá þóttu mútur í lagi og jafnvel með vitneskju og þátttöku stjórnvalda hér. Í ákveðnum löndum heimsins gerast bara engin viðskipti öðruvísi en að smyrja í ákveðna koppa. Það er svo spurning hvort menn eigi að vera montnir af því að kunna þá klæki sem til þarf eða bara koma ekki nálægt svona viðskiptum, það er nóg af öðrum sem hafa áhuga meðan spilling þrífst í landinu þar sem viðskiptin fara fram. Hitt er annað mál að auðvitað ætti að bjóða allar fiskveiðiheimildir upp á Íslandi fyrir hvert fiskveiðiár og skilyrða löndun á Íslandi á öllum afla. Áður en þetta kolgeggjaða kvótakerfi var sett á hefði kannski betur verið hugsað fyrir því að binda aflaheimildir við lífsafkomu íbúa í byggðum landsins eins og tíðkast hefur td. í Rússlandi en ekki bara láta Mammon ráða.

Örn Gunnlaugsson, 25.11.2019 kl. 16:22

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég verð nú að segja eins og er.  Ég hef fylgst með Mása (Samherja) frá byrjun og menn sem ég þekki mjög vel hafa verið þarna skipstjórar, stýrimenn, vélstjórar, hásetar og kokkar hjá fyrirtækinu og ekki einn einasti ber Mása góða söguna.  Og satt best að segja er ég hissa á því að ekki skuli hafa komið upp alvarlegur "skandall" í sambandi við þetta fyrirtæki mikið fyrr.  Ég er alveg gáttaður á því hvernig þetta fjandans "kvótakerfi" hefur náð að festa sig í sessi EN ÉG FULLYRÐI ÞAÐ AÐ KVÓTAKERFIÐ OG "DRULLAN" Í KRINGUM ÞAÐ, VAR UPPHAFIÐ AÐ HRUNINU......

Jóhann Elíasson, 25.11.2019 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband