Föstudagsgrín

Þennan sendi mér dyggur lesandi og sendi ég honum bestu þakkir fyrir.

Flugvél flaug í gegnum talsvert óveður. Ókyrrðin var mikil og ekki skánaði ástandið þegar eldingu laust niður í annan vænginn. Ein kona tapaði sér alveg. Hún stóð upp fremst í vélinni og öskraði "Ég er of ung til að deyja!!". Síðan kallaði hún "ef ég á að deyja núna þá vil ég að síðustu mínútur mínar í þessu jarðlífi verði minnisverðar. Er einhver hér í
flugvélinni sem getur látið mér líða eins og sannri konu?"

Það sló á þögn í vélinni og fólkið starði á örvæntingarfullu konuna fremst í vélinni. Þá stóð karlmaður frá Texas upp aftarlega í vélinni. Hann var myndarlegur, hávaxinn, vel vaxinn. Hann gekk rólega fram ganginn og byrjaði að hneppa frá sér skyrtunni, einni tölu í einu. Enginn annar hreyfði sig. Hann fór úr skyrtunni og hnyklaði brjóstvöðvana.  Hún tók andköf...

Þá, sagði hann...

"Straujaðu þessa og færðu mér bjór".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Alltaf góður!

Jón Valur Jensson, 29.11.2019 kl. 05:25

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo var það sveitastúlkan sem skrapp í stórborgina og endaði á balli þar sem hún hitti svaka töffara og fór með honum heim til hans. Þar klæddi hann sig úr og spurði sveitastúlkuna hvernig henni litist á "sköndulinn" sinn. Stúlkan svaraði: Í minni sveit köllum við þetta nú bara tittling!!!

Og hvað heyrisr í flugvél sem fer hraðar en hljóðið??

Sigurður I B Guðmundsson, 29.11.2019 kl. 10:23

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, þær leyna á sér sveitastelpurnar...... wink

Jóhann Elíasson, 29.11.2019 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband