Föstudagsgrín

Þennan sendi mér dyggur lesandi og sendi ég honum bestu þakkir fyrir.

Nonni gaf eitt sinn vinkonu sinni gallabuxur í jólagjöf og þar sem þessi hægláti náungi vildi vera dálítið frumlegur hafði hann skrifað á aðra buxnaskálmina gleðileg jól en gleðilegt nýtt ár á hina.  Eftir að vinkonan hafði tekið upp gjöfina sendi hún gefandanum svohljóðandi kort:

Kæri Nonni.

Vertu velkominn milli jóla og nýárs..........

Þín Stína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo var það gamla "hjúkkan" sem var að hætta og var að láta nýju ungu glæsulegu "hjúkkuna" inní starfið. Nú þarf að baða hann Jón gamla og láttu þér ekki bregða  þegur þú sérð tattúið á tippinu á honum en þar stendur Adam. Unga "hjúkkan" fer inn á bað og kemur svo út stuttu síðar. Hverning gekk? Spurði eldri "hjúkkan". Bara vel sagði sú nýja en það stóð ekki Adam á tippinu heldur Amsterdam!!

Sigurður I B Guðmundsson, 13.12.2019 kl. 10:23

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi var helvíti góður. wink

Jóhann Elíasson, 13.12.2019 kl. 11:25

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Báðir helvíti góðir,,laughing

Sigurður Kristján Hjaltested, 13.12.2019 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband