EFTIR VONBRIGÐI SÍÐUSTU ÁRA HORFÐI ÉG EKKI Á SKAUPIÐ Í ÁR..........

Sonur minn horfði á það í tölvunni, því ég hafði hertekið sjónvarpið og var að horfa á fínustu hasarmynd á "action movies" og ætlaði ekki að falla í þann "drullupytt" að skipta yfir á skaupið eins og ég hafði asnast til í fyrra.  Enda sagði strákurinn mér það að ég hefði ekki misst af miklu hann hefði þrisvar sinnum náð að glotta út í annað.  Svo spurði ég kunningja minn út í hvernig "skaupið" hefði verið.  Hann sagði að það hefði verið ágætt en þegar ég spurði hann nánar út í það, þá mundi hann ekki eftir neinu atriði úr því.  Skyldi það ekki segja mest um hvernig það var??????


mbl.is Hvað sagði Twitter um Skaupið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rétt eins og þú hef ég ekki horft á Skaupin undanfarin ár,en gerði það núna vegna afkomenda sem voru hjá mér.Við dóttir mín vorum rosalega ánægð með leik (Sólmundar Hólm?)sem lék Gísla Einarsson frábærlega. Það má minna á þá sem lék Katrínu forsætisráðherra.En söngurinn langdregni í enda skaupsins fór með'etta.

Helga Kristjánsdóttir, 1.1.2020 kl. 23:47

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sólmundur Hólm er náttúrulega SNILLINGUR og ég hef aldrei séð hann herma eftir nokkrum manni án þess að vera allt að því fullkominn í gervinu.  Ég er bara hissa á því að maðurinn skuli ekki vera meira notaður.  Hann er hinn nýi Laddi.

Jóhann Elíasson, 2.1.2020 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband