LÉLEGASTI LEIKUR STRÁKANNA OKKAR Á MÓTINU........

En það hefur lítið upp á sig að horfa bara á neikvæðu hliðarnar heldur verður að skoða mótið í heild sinni og vissulega voru margir jákvæðir punktar sem gleðja.   Fyrir það fyrsta þá var Danaleikurinn alveg frábær og fyrir þann leik voru ekki margir sem höfðu trú á því að okkar menn ynnu þann leik.  En sá leikur var virkilega góður hjá okkar mönnum og allir áttu 100% leik þar.  Annar leikurinn gegn Rússum var einnig mjög góður.  En fyrsta "klikkið" ef svo má segja, var á móti Ungverjum en þá náðu þeir ekki að "halda út" heilan leik og þar hefur líkamlega formið sennilega verið farið að segja til sín.  Sama má sennilega segja um leikinn gegn Slóvenum í milliriðlinum.  En þeir náðu að "hysja upp um sig" í leiknum gegn Portúgölum og það verður að hafa í huga að Ísland er eina liðið sem hefur unnið Portúgal og Guðmundur Þórður Guðmundsson er eini þjálfarinn sem hefur haft eitthvað svar við sjö útileikmanna kerfi þeirra.  Seinni hálfleikurinn gegn Norðmönnum var svo mjög góður og þar voru það ungu strákarnir sem björguðu því sem bjargað varð eftir alveg hryllilegan fyrri hálfleik hjá "gömlu refunum", sem voru hreinlega búnir á því bara hreinlega hvell sprungnir og sama má segja að hafi verið uppi á teningnum á móti Svíum, nema þar kom enginn góður kafli og því fór sem fór.  En í heildina var mótið ekki svo slæmt.........


mbl.is Slæmt tap í síðasta leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Talað var um að það hafi verið komin þreyta í strákanna, ég skil það vel því það var komin þreyta í mig bara að horfa á þá!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 23.1.2020 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband