GLEÐILEGT SUMAR - NÚ GEFST OKKUR ÍSLENDINGUM TÆKIFÆRI TIL BJARTRAR FRAMTÍÐAR

Það er öllum ljóst, að þegar svona öflugur maður ákveður að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands, er full ástæða fyrir núverandi forseta að hafa áhyggjur af stöðu sinni og hugleiða vel og vandlega, HVERNIG HANN HEFUR STAÐIÐ SIG Í EMBÆTTI SÍNU Á YFIRSTANDANDI KJÖRTÍMABILI.  Ég vil ekki vera að varpa skugga á þennan fallega dag með því að rifja upp störf forsetans á yfirstandandi kjörtímabili, en það ætti að segja nokkuð að núverandi forseti fær EKKI mitt atkvæði í kosningunum í júní.  Nú vil ég nota tækifærið til að óska Íslendingum til hamingju með það að Guðmundur Franklín Jónsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í júní næstkomandi...


mbl.is Guðmundur Franklín gefur kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, gleðilegt sumar, og takk fyrir veturinn, já það er sko allavega á hreinu að ég kýs Guðmund Franklín.

Það verður gaman að fylgjast með hvað þjóðin gerir?

Helgi Þór Gunnarsson, 23.4.2020 kl. 12:02

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Auðvita átti að fylgja hér að ofan kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 23.4.2020 kl. 12:06

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þakka þér fyrir bloggin þín í vetur og vonandi heldur þú áfram í sumar. Hvað Guðmund Franklín varðar veit ég lítið um hann en auðvita er gott að fá að velja milli manna. En að núverandi forseti hafi setið heima þegar einhver merkilegasti íþróttaviðburður í íslenskri sögu fór fram í Rússlandi vegna pressu frá "einhverjum" sem ekki má gefa upp verður ekki honum til tekna. 

Sigurður I B Guðmundsson, 23.4.2020 kl. 12:12

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir og sömuleiðis Helgi.  Ég vona að þjóðinni beri gæfa til að velja Guðmund Franklín í embættis forseta Íslands......

Bestu kveðjur af Suðurnesjunum....

Jóhann Elíasson, 23.4.2020 kl. 12:18

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sæll Jóhann og gleðilegt sumar.

Þetta eru sko heldur betur góðar fréttir og ekki spurning hvert mitt atkvæði fer.

#3 Nafni, ekki bara að þetta var eitt mesta afrek í Íslenskri íþtótta sögu þá sýndi 

þessi ICESAFE aðdáandi og ESB sleikja sitt rétta andlit í O3 málinu.

Hann hefur EKKERT gert til að verðskulda þess að vera forseti.

Áfram Guðmundur Franklín..laughinglaughinglaughing

Sigurður Kristján Hjaltested, 23.4.2020 kl. 12:19

6 identicon

Áfram Guðmundur Franklín hann fær mitt atkvæði,hann þorir að viðra hugmyndir eins og frjálsar handfæraveiðar,þvílík innspíting það væri fyrir land og þjóð á þessum erfiðu tímum.

Björn. (IP-tala skráð) 23.4.2020 kl. 12:50

7 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Gott mál og þá hressist betur í bókhlöðunni á Bessastöðum þegar Franklín verður þar bóndi.

kkv

Gústaf Adolf Skúlason, 23.4.2020 kl. 13:39

8 identicon

Þar kom að því. Það er hið besta mál. Ég býst við, að ég styðji hann, ef engir fleiri bætast við, sem gætu verið álitlegir. Ég kaus ekki Guðna, og mun ekki gera það, enda finnst mér hann ekki rétti maðurinn í forsetann. Þó að maðurinn sé sæmilegur fræðimaður og hafi skrifað einhverjar bækur um forseta og forsetaembættið, þá er ekki þar með sagt, að hann sé sjálfur hæfur til að gegna forsetaembættinu. Í dag í þessum flókna heimi, sem við hrærumst í, þarf að gera meiri kröfur til forseta og forsetaembættisins en fræðimaður getur innt af hendi, enda hafa fræðimenn, jafnvel þótt sagnfræðingar séu, ekki þá yfirsýn yfir heimsmálin og ýmis önnur mál, sem þarf að kunna skil á í dag. Guðmundur Franklín hefur þá þekkingu, geri ég ráð fyrir, en sagnfræðiprófessorinn ekki, vil ég meina, auk þess sem Rúvfréttastofan stóð eiginlega að framboði Guðna, og ég treysti ekki neinu, sem á þeim bænum er brallað. Það var bæði þess vegna, og vegna þess, að ég kannast við Guðna, og hef ekki fundist hann vera forsetalega vaxinn eða passa í það embætti, sem ég lét það alveg vera að kjósa hann. Mínir forsetar hafa verið Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og Ólafur Ragnar Grímsson, enda valdi þjóðin þau. Rúv kom þar hvergi nærri, sem betur fer. Ég vel því ábyggilega Guðmund, ef engir fleiri sýna sig, sem mér litist betur á. Það er kominn tími til, að hér komi forseti, sem getur leitt þjóðina, eins og þjóðhöfðingi á að gera, á þeim viðsjárverðu og erfiðu tímum, sem við erum að upplifa núna. - Gleðilegt sumar.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2020 kl. 13:47

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk GFJ fyrir að gera okkur kjósendum kleift að velja eitthvað annað en GTJ.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.4.2020 kl. 13:55

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Gleiðilegt sumar Jóhann, ég kaus ekki Guðna síðast, og mun ekki gera það nú, frábært að fá tækifæri til að setja x - við GFJ.

Óðinn Þórisson, 23.4.2020 kl. 14:10

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvorki á RÚV né STOÐ2 fannst þeim nokkur ástæða til að nefna það að Guðni Th. Jóhannesson hafi fengið mótframboð til embættis forseta landsins...........

Jóhann Elíasson, 23.4.2020 kl. 19:50

12 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Gleðilegt sumar, góðu vinir hér á Moggablogginu. Vonandi vegar Guðmundi vel í sínu framboði.

Sveinn R. Pálsson, 23.4.2020 kl. 21:14

13 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Var við einhverju öðru að búast frá þeim Jóhann..?

Flest allt lið sem þar vinnur eru ESB sleikjur og með

Trump fóbíu.

Þegar nálgast kosnigar er nokkuð víst á hvern munn halla

í umræðu og fréttaflutning hjá þessum aðilum.

Því miður en satt. RUV er ekki frjáls fjölmiðill, heldur

áróðurs maskína EU.

Sigurður Kristján Hjaltested, 23.4.2020 kl. 21:53

14 identicon

Sæll æfinlega: Jóhann Stýrimaður / líka sem og aðrir gestir, þínir !

Guðmund Franklín Jónsson - styddi jeg fyllilega, gæfi hann út opinberlega yfirlýsingu um andstyggð sína á stjórnarháttum Donald´s Jóhannesar Trump Bandaríkjaforseta, en eins og fólk man líklegast viðurkenndi Trump (og þeir Mikhaíl Ríkharður Pence varaforseti Bandaríkjanna) Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels fyrir nokkrum árum:: borgina, sem Vestrænir Krossfarar auk Austur- Rómverskra (Býzanz m.a.) höfðu haft fyrir að ná úr höndum Serkja (Araba) og Júða (Gyðinga) með harðfylgi miklu, á Síð- Miðöldunum, um hríð.

Aukinheldur: hefur Donald Jóhannes og lagsfólk hans haldið uppi stig vaxandi tengzlum og sleikjuskap við Saúdí- Arabísku Konungs nefnu stjórnina, auk Netanyahú klíkunnar Ísraelsku.

Guðmundur Franklín - þarf nú að vinda bráðan bug á, að fordæma Trump liðið, sem og HVETJA til fullra slita ALLRA stjórnmála samskipta við Peking Kommúnista stjórnina, við hverja þáverandi íslenzk stjórnvöld tóku upp samskipti, á árunum 1971/1972, en köstuðu fyrir róða farsælum tengzlum við stjórn Kúómingtang hreyfingar Chiang´s heitins Kai- shek (1887 - 1975) Herstjóra á Tæiwan (Formósu) hins Kínverska Lýðveldis, eins og menn muna.

Þó ekki væri: nema í ljósi ferils Wúhan veirunnar frá Húbei, sem gengur undir nafninu Covid- 19 hjer á Vesturlöndum hjá alltof mörgum, sem ekki þora að stggja Kommúnista klíkuna í Peking, þessi misserin.

Guðmundur Franklín Jónsson - þarf að umpóla sínum viðhorfum til Utanríkismála ýmissa, til þess að jeg fáist til, að styðja hans annarrs merka framboð, til Bessastaða setu, mögulegrar. 

Chiang Kai-shek (Chinese Military and Political Leader) - On This Day

Chiang Kai- shek Herstjóri (1887 - 1975 

Með beztu kveðjum: sem oftar, af Suðurlandi /

e.s sökum ákveðinnar þvermóðsku minnar í stafa vali, hefi ég ákveðið að kasta fyrir róða bókstafnum é / en skrifa þess í stað je, þar sem við á hverju sinni um leið, og ég árétta söknuð minn yfir brotthvarfi stafsins Q, hverjum kastað var útbyrðis úr ritmálinu á 19. öldinni, hjerlendis.     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.4.2020 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband