"DJÖFULLINN DANSKUR"

Danirnir voru bara nokkrum númerum of stórir fyrir strákana okkar og áttu sigurinn fullkomlega skilinn.  Það liggur við að það hefði verið algjört óréttlæti ef strákarnir okkar hefðu náð að "pota" inn einu sárabótamarki.  Okkar menn virkuðu utan við sig og þungir og svo virtust þeir ekki hafa mikla trú á verkefninu.  Það var mikill munur  á okkar mönnum á móti Rúmenunum eða í þessum leik.  Vonandi verða þeir eitthvað hressari á móti Belgum??????


mbl.is Sterkari á öllum sviðum knattspyrnunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvaða, hvaða, bara að vinna Ungverja er málið, Belgar hvað ha!

Sigurður I B Guðmundsson, 12.10.2020 kl. 10:29

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeir þurfa þá að mæta með betra hugarfari í þá leiki en þeir gerðu á móti Dönum........

Jóhann Elíasson, 12.10.2020 kl. 11:50

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég hef grun um að þeir hafi svona í undirvitundinni verið að gæta þess að meiðast ekki eða togna,vegna mikilvægis leiks vi Ungverja(þaðan sem lagið "ég er komin heim" er ættað)...

Helga Kristjánsdóttir, 12.10.2020 kl. 12:59

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, sjálfsagt er þetta rétt hjá þér Helga og líklegasta skýringin á slakri frammistöðu í gær........

Jóhann Elíasson, 12.10.2020 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband