HINGAÐ TIL HEFUR ÞVÍ VERIÐ HALDIÐ FRAM AÐ "BROTTKAST" VÆRI EKKI TIL STAÐAR - HVAÐ HEFUR BREYST??????

En núna þegar Fiskistofa hefur fengið "ný leikföng" og hafa lært á þau.  Þá eru þeir búnir að átta sig á því að nokkrir smábátasjómenn og trillukarlar "henda" smátittum aftur í sjóinn( þetta gefur nú bara auga leið menn koma ekki með lélegan fisk að landi, sem svo rýrir kvótann þeirra.  En þessir "snillingar" átta sig ekki á því að drónarnir þeirra hafa ekki drægi svo gægt sé að skoða ALVÖRU BROTTKASTIР hjá togurunum og uppsjávarflotanum.  SKIPSTJÓRNARMENN SEM ÉG ÞEKKI OG HEF VERIÐ Í SAMBAANDI VIÐ HAFA HALDIÐ ÞVÍ FRAM AÐ Á ÞEIRRA SKIPI SÉ EKKI HENT EINUM EINASTA FISKI EN SVO ÞEGAR ÞEIR HÆTTA OG KOMA Í LAND ÞÁ GREINA ÞEIR FRÁ GRÍÐARLEGU BROTTKASTI OG EINN FULLYRTI ÞAÐ AÐ ÞAÐ FÆRI ANNAÐ EINS MAGN AF FISKI TIL BAKA Í SJÓINN EINS OG ÞAÐ SEM ER LANDAÐ........


mbl.is Boða meiri hörku í brottkastsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er náttúrulega hrein fáviska að ætla annað en þetta "besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi" bjóði upp á annað en gríðarlegt brottkast og hefur alla tíð gert. Brottkastið er hreinlega innbyggt í kerfið með bankann á annað borðið og kvótaverðið á hitt.

Magnús Sigurðsson, 30.8.2021 kl. 14:30

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er alveg rétt hjá þér Magnús.  Það hlýtur hver heilvita maður að sjá það að "brottkast" hefur verið stundað í þessu "kerfi" frá fyrsta degi.  Ég veit það alveg og ég viðurkenni það alveg að ég tók þátt í því..............

Jóhann Elíasson, 30.8.2021 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband