ÓSKAPLEGA Á ÞETTA FÓLK BÁGT OG VIRÐIST EKKI VERA Í NEINU SAMBANDI VIÐ KJÓSENDUR

Óskaplega á þetta fólk, sem er í viðræðum um nýja ríkisstjórn, erfitt með að lesa  í skilaboðin sem kjósendur voru að senda í síðustu kosningum.  Eru þau bara ekki að segja okkur það nú eru kosningarnar að baki og þá þurfi þau ekkert að  fara að vilja kjósenda nema það henti þeim.  Við skulum byrja á því að ítreka það að hvert kjörtímabil er FJÖGUR ÁR og að hverju kjörtímabili loknu fara fram kosningar til Alþingis og þar eru kosnir 63 þingmenn, sem eiga að sitja þar NÆSTU FJÖGUR ÁRIN (næsta kjörtímabil) OG ÞAR MEÐ LÝKUR SÍÐASTA KJÖRTÍMABILI OG ÞAR MEÐ BER SÍÐUSTU RÍKISSTJÓRN AРBIÐJAST LAUSNAR OG FORSETI Á AÐ FELA EINSTAKA FLOKKSFORMÖNNUM AÐ MYNDA NÝJA RÍKISSTJÓRN.  Var það ekki Munchausen greifi, sem reið út í kviksyndi og að eigin sögn reif hann sig og hestinn upp úr kviksyndinu með því að TOGA Í HÁRIÐ Á SÉR og dró þannig sig og hestinn úr kviksyndinu.  SAMA MÁ SEGJA AÐ KATA LITLA HAFI GERT Í ALLAN TÍMANN SEM ÞESSAR SVOKÖLLUÐU "VIÐRÆÐUR" HAFA FARIÐ FRAM Á MILLI FYRRVERANDI RÍKISSTJÓRNARFLOKKA, SVO ER HÚN SVO "FORSKRÚFUÐ" AÐ HÚN TELUR SIG VERA Í STÖÐU TIL AÐ SETJA FRAM EINHVERJAR KRÖFUR.  Vissulega er hægt að halda því fram, með góðum vilja og sjálfsblekkingum að ríkisstjórnin hafi haldið velli í kosningunum laugardaginn 25 september en þegar nánar er farið yfir úrslit kosninganna kemur ýmislegt í ljós, sem flækir niðurstöðuna nokkuð mikið.  Ef við notum hugtök úr fótboltanum þá er niðurstaðan þessi: Sjálfstæðisflokkurinn hélt naumlega þingmannafjölda sínum en tapaði örlitlu fylgi og má því segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið að sjá GULA SPJALDIÐ.  Framsóknarflokkurinn varð svo SIGURVEGARI kosninganna BÆTTI VIÐ SIG heilum fimm þingmönnum og bætti hressilega við fylgi sitt.  En þá er komið að VG, flokkurinn SKÍTTAPAÐI fjórðungi af fylgi sínu og heilum þremur þingmönnum og er með góðu móti hægt að segja að kjósendum hafi sent VG og Kötu  litlu RAUÐA SPJALDIÐ.  ÞVÍ ER HÆGT AÐ SEGJA AÐ FRAMSÓKN OG SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR HAFI FENGIÐ HEIMILD TIL AÐ MYNDA RÍKISSTJÓRN ÁSAMT FLOKKI FÓLKSINS, SEM VARÐ ANNAR SIGURVEGARI KOSNINGANNA Á EFTIR FRAMSÓKN.  ÞETTA SEGIR OKKUR AÐ BÆÐI FORSETI LÝÐVELDISINS OG FORSÆTISRÁÐHERRA ÆTTU AÐ SKOÐA ÚRSLIT KOSNINGANNA AÐEINS NÁNAR OG AÐ FARA EFTIR STJÓRNARSKRÁ LANDSINS.  SVO MÁ EKKI GLEYMA ÞVÍ AÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN "VANN" Í ÞINGMANNALOTTÓINU OG ÞAÐ HLÝTUR AÐ GERA STÖÐU KÖTU LITLU ENN ERFIÐARI.  Og verði þessi manneskja aftur Forsætisráðherra landsins er ekki um annað  að ræða en GRÓFA MÓÐGUN við kjósendur þessa lands..........


mbl.is Lokahnykkurinn skammt undan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Svona gæti fréttamaður Í Namibíu túlkað niðurstöður kosninganna á Íslandi

enda auðvelt að snúa öllum sannleika á haus þegar fjarlægðin frá raunveruleikanum er orðin mikil

Grímur Kjartansson, 27.10.2021 kl. 09:42

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Við erum með handónýtan forseta sem hugsar bara að gera ekki neitt. Auðvita er þetta allt sem þú segir hárétt. Nú er ekki verið að mótmæla fyrir utan Alþingishúsið. En fjórflokkurinn hugsar bara um að halda völdum þó kosningarnar segja annað.  

Sigurður I B Guðmundsson, 27.10.2021 kl. 11:32

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Grímur en þessir fréttamenn sem túlka kosningarnar á Íslandi eru á Íslandi og samt túlka þeir niðurstöðu kosninganna eins og þeir séu í Namibíu.  ÞAÐ HLÝTUR EITTHVAÐ STÓRKOSTLEGT AÐ VERA AÐ.......

Jóhann Elíasson, 27.10.2021 kl. 13:21

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já forsetinn er síður en svo að standa sig í stykkinu Sigurður, enda hefði ég orðið alveg kjaftbit ef hann hefði gert það.  Ég tek sko undir hvert einasta orð sem þú skrifar.......

Jóhann Elíasson, 27.10.2021 kl. 13:25

5 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Jóhann, þú ert nú að misskilja þetta eitthvað. Við kjósendur erum ekki partur af þeim heimi sem hinir kjörnu fulltrúar búa í. Þeir síðarnefndu eru reyndar örlítið auðmjúkir og næstum því undirgefnir nokkra daga fyrir kosningar. Slíkt gleymist þeim hins vegar um leið og kjörstöðum er lokað. Kannski ætlar þetta þríeyki að taka sér tímann út kjörtímabilið til að ná málefnasamningi, hver veit ? Tuskan á Bessastöðum mun ekki koma í veg fyrir það amk.

Örn Gunnlaugsson, 27.10.2021 kl. 13:49

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Örn, þetta er alveg rétt hjá þér við skiptum engu máli, nema rétt fyrir kosningar svo er almenningi "gleymt" næstu fjögur árin.  Ég tek alveg undir með þér.....

Jóhann Elíasson, 27.10.2021 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband