ÞVÍ MIÐUR ER ÞETTA EKKI EINA "BULLIÐ" HJÁ HAFRÓ..........

Ekki er hægt að fjalla um kvótakerfið án þess að minnast á þátt HAFRÓ í því en það er dapurlegt að sú stofnun skuli kenna rannsóknaraðferðir sínar við vísindi og það er kannski enn dapurlegra að hugsa til þess að Íslensk stjórnvöld skuli “kyngja þessari ráðgjöf” án nokkurrar sjáanlegrar gagnrýni.  Nú ætla ég að reyna að gera aðeins grein fyrir  “rannsóknaraðferðum”  HAFRÓ en á niðurstöðum  þessara  “rannsókna”  byggja þeir ALLT stofnstærðarmat þorsks og annarra botnfiska við strendur Íslands á.  Í rétt um aldarfjórðung hefur HAFRÓ byggt ALLAR sínar STOFNSTÆRÐARÁÆTLANIR botnfiska í landhelginni og við strendur landsins á svokölluðu "TOGARALLI, sem er þannig útfært:  Togað er á fyrirfram ákveðnum stöðum í landhelginni á nákvæmlega sama tíma, á hverju ári, nákvæmlega jafn lengi, með nákvæmlega eins veiðarfærum.  Á þeim tæpu 40 árum, sem þetta hefur verið í gangi hafa orðið MJÖG MIKLAR breytingar og þróanir í gerð veiðarfæra og ég tala nú ekki um skipin, ekki er í þessum “RANNSÓKNUM” tekið NOKKUÐ tillit til þess og meira að segja er orðið svo að til þess að geta endurnýjað þessi veiðarfæri og það sem með á að nota verða HAFRÓ menn að fara í hinar og þessar geymslur fyrir AFLÓGA og ÚRELT dót í þeirri von að fá varahluti til þess að geta haldið þessum “VÍSINDALEGU RANNSÓKNUM” sínum áfram á upphaflegum forsendum.  Miklar breytingar hafa orðið á hitastigi sjávar á þessum tíma, hitastig sjávar hefur hækkað, hér við land veiðast nú fiskitegundir sem eingöngu var hægt að lesa um áður og hefðbundnar tegundir við landið hafa FÆRT sig til t.d þegar ég var til sjós fyrir 30 árum fékkst ekki KARFI norðar en í sunnanverðum Víkurál en nú fæst karfinn mikið norðar til dæmis vestur á Hala og víðar og svona er um fleiri tegundir.  Svo er annað sem EKKI virðist vera tekið tillit til en það er að fiskurinn er með SPORÐ og notar hann óspart, þannig að fiskur sem var á rannsóknarsvæði 146 kl 14.07 1984 er þar ekki aftur á nákvæmlega sama tíma að ári og alls ekki 1985 eða 1995 og hvað þá 2022.  Það er ekki að sjá að tekið sé tillit til hafstrauma, sjávarfalla, tunglstöðu, átu í hafinu það er eins og menn haldi að hafið sé EITT STÓRT FISKABÚR sem sé algjörlega ÓHÁÐ ytri skilyrðum.  Svo eru menn HISSA á því að fiskistofnarnir við landið fari alltaf minnkandi.  Aðeins einn fiskifræðingur, hefur haldið uppi einhverri vitrænni gagnrýni á aðferðir HAFRÓ, en það er Jón Kristjánsson og hver hafa viðbrögðin verið?  Jú, í stað þess að taka gagnrýninni  og fara yfir rökin og staðreyndirnar, hafa yfirmenn HAFRÓ rægt hann og reynt að gera störf hans og rannsóknir ótrúverðugar.  Ég er orðinn það gamall að ég man vel eftir því, þegar "kvótakerfið" var sett á, þá var talað um að innan nokkurra ára yrði veiðin á botnfiski, eftir þessar aðgerðir, orðin um 500.000 tonn og myndi svo aukast með tímanum.  En hver hefur raunin orðið?  Við erum enn að "hjakka" í kringum 200.000 tonnin og verður ekki séð að við komumst neitt uppúr því með því að notast við þessar "vísindalegu aðferðir", sem HAFRÓ brúkar.  Enn er verið að taka almenning og þjóðina í ra....... í og VÍSINDUNUM borið við til að reyna að réttlæta óréttlætið og því miður er í gangi viss HJARÐHEGÐUN í þessu máli, eins og í mörgum öðrum, við látum mata okkur á þessari vitleysu og látum okkur vel líka (svona til viðmiðunar er rétt að  skoða COVID-19 faraldurinn en þar létum við TAKA af okkur stjórnarskrárvarin réttindi, án þess að sega nokkurn skapaðan hlut og allt var það gert í nafni VÍSINDANNA).  EN GETUR EKKI VERIÐ AÐ ÞAÐ SÉ HAGUR ÚTGERÐARINNAR AÐ ÞAÐ MEGI VEIÐA SEM MINNST, ÞVÍ ÞÁ VERÐUR VERÐIÐ Á VEIÐIHEIMILDUNUM HÆRRA, KANNSKI ER HAFRÓ BARA AÐ GERA EINS OG ÞEIM ER SAGT???????

 


mbl.is Forsenda karfaráðgjafar „hreint bull“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Hafró er skólabókardæmi um stofnun sem fær vald og heldur að eigi að gera hlutina alltaf eins þá sé það svo "vísindalegt". Covid afhjúpaði vel hversu fjarri "vísindalegri" nálgun stofnanir eru. Hins vegar gera stofnanir allt í sínu veldi til að halda völdum.

Aðferðafræðin er algerlega úr sér gengin. Til að mynda hef ég aldrei séð stafrkrók frá Hafró um hvort hærra hitastig sjávar breyti átu í sjónum. Samkvæmt minni líffræði þekkingu þá ætti ljóstillífun að aukast við hærra hitastig sjávar. Hvers vegna er þetta ekki rannsakað?

Annað dæmi væri um ýsuna sem nú veiðist kringum landið en enn er haldið í það að aðal hrygningarsvæðið sé fyrir sunnan land. Hvernig fer það eiginlega heim og saman?

Jón Kristjánsson vildi fara aðrar leiðir, líklega raunhæfari, en var því miður barinn niður.

Rúnar Már Bragason, 17.6.2022 kl. 14:08

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir innlitið og stórgóðar athugasemdir Rúnar Már.  Ef COVID hefur ekki opnað augu margra og menn fari virkilega að hugsa verð ég alveg "kjaftbit", eða kannski er þrælsundin bara orðin svo mikil að "við" viljum bara láta allt yfir okkur ganga HUGSUNARLAUST.....

Jóhann Elíasson, 17.6.2022 kl. 14:43

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég hef sagt í gegnum árin: Mikill er máttur LÍÚ. LíÚ heitir núna SFS en markmið er hið sama. Þeir eiga fiskinn í sjónum og styðja það kerfi sem hentar þeim auk þess er gott að hafa "fjórflokkinn" í sínu liði. P.S. Hvar er Samherjarmálið statt??

Sigurður I B Guðmundsson, 17.6.2022 kl. 19:58

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er alveg rétt hjá þér Sigurður að máttur LÍÚ-klíkunnar er mikill en það er alveg öruggt að það verður ekkert gert í Samherjamálinu eða nokkru öðru  nema VIÐ látum í okkur heyra og mér sýnist meira að segja að við þurfum að hafa nokkuð hátt......

Jóhann Elíasson, 17.6.2022 kl. 21:03

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ætli niðurlagið í pistli þínum Jóhann sé

ekki bara stóri-sannleikurinn.

Sigurður Kristján Hjaltested, 18.6.2022 kl. 16:03

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Kannski það sé bara svo Sigurður Kristján?  Ég vil benda þér á bókina FISKILEYSISGUÐINN eftir Ásgeir Jakobsson.  Þessi bók er alveg stórkostleg og ætti að vera skyldulesning, því í henni er farið yfir hvern krók og kima og afleyðingar þessa STÓRGALLAÐA fiskveiðistjórnunarkerfis okkar.......

Jóhann Elíasson, 18.6.2022 kl. 16:30

7 identicon

Enn og aftur get ég kvittað undir frábær skrif þín Jóhann,svo er það alveg merkilegt hvað þessir svokölluðu íslensku fjölmiðlar og pólitíkusar kokgleypa þennan lyga bræðing sem kemur frá hafró á hverju ári,hvernig skyldi standa á því?

Björn. (IP-tala skráð) 18.6.2022 kl. 20:57

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir Björn en því miður virðast þeir vera frekar fáir sem spá eitthvað í hvað er í gangi.......

Jóhann Elíasson, 19.6.2022 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband