Söguleg veiðiferð

Þannig er nú mál með vexti að ég fór að veiða á Þingvöllum síðustu nótt sem er ekki í frásögur færandi, nema fyrir þær sakir að þar lenti ég í svolítið skondnu atviki.

Ég var kominn á staðinn og byrjaður að veiða um hálf þrjú og barði smá stund án þess að vera var. Ég var kominn á stað sem kallast Alnbogi þegar ég fékk fyrsta fiskinn. Eftir smá viðureign landaði ég honum, þetta var bleikja rétt tæp tvö pund og mjög fallegur fiskur eins og bleikjan á Þingvöllum er yfirleitt. Þegar ég var búinn að landa henni kom í ljós að ég var ekki með neitt net til að geyma hana í svo ég lagði hana á jörðina við vatnsbakkann (það var búið að segja mér að maður ætti aldrei að leggja frá sér fisk á Þingvöllum) svo óð ég útí vatnið og hélt áfram að veiða, en ég fylgdist með fiskinum mínum.  Fljótlega sá ég hvar minkur kemur.  Hann horfði á mig smá stund og tók svo silunginn minn og hljóp í burtu.  Ég var að veiða þar til klukkan var rúmlega níu í morgun og fékk bara tvo aðra fiska annar var rúm 2 pund og hinn tæp 3 pund hvorttveggja rígvænar bleikjur.  En mikið sé ég eftir fiskinum sem helvítis minkurinn tók.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þú lærir af þessu. Hvað er stærsta bleikjan sem þú hefur fengið í Þingvallavatni og hvað með urriðan ?

Níels A. Ársælsson., 19.6.2007 kl. 20:35

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég vona að ég læri af þessu.   En stærsta bleikjan sem ég hef fengið þarna er 5 pund en ég hef engan urriða fengið.

Jóhann Elíasson, 19.6.2007 kl. 20:58

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Úff, ég fékk alveg kast við að lesa þetta...   Næstum því 'dejavu' kast.  Í mínu tilfelli sat ég nú einn snemm morguninn á lítilli bryggju fyrir utan bústaðinn & setti veiðina, sem að var nú bara einhverjar murtur, & ein lítil bleikja í poka fyrir aftan mig.

Í kyrrðinni heyrði ég eitthvað rusk fyrir aftan mig, & náði að snúa mér við nægilega snemma til að sjá poka þennann hverfa í kjatti einhvers skrítins loðbolta í burtu.

Þannig að forpokahátturinn er máske ekki alveg gullna reglan.

Náttúran á til að sjá um sína.

S.

Steingrímur Helgason, 21.6.2007 kl. 22:56

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Tókstu þessa fiska alla á flugu?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.6.2007 kl. 12:19

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta voru nú ekki allir, þetta er alvegóhemhu léleg veiði á svona löngum tíma.  Já þeir voru allir teknir áflugu, sá sem minkurinnhirti var á Black Zulu og hinir tveir tóku Waton Fancy (fulldressaða, en Watson Fansy fullldressuð er með Jungle Cookie í kinnum að öðru leyti er hún hefðbundin).  En í framhaldi af þessu verð ég að segka þér frá því að ég var á Lambhagatánni á Þingvöllum í fyrra,ég varð að hætta eftir tvo tíma því ég gat ekki borið meira af fiski, þeir voru 26 allir á bilinu 2-4 pund.

Jóhann Elíasson, 22.6.2007 kl. 14:41

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

það er naumast þú hefur hitt íann, maður þyrfti að komast þarna með einhverjum sem kann fyrir sér. Hef einusinni fengið 8 punda lax á flugu, í Hítaránni, en mér var gefin flugustöng fyrir tveimur árum sem allt of lítið hefur verið notuð, sökum kunnáttuleysis.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.6.2007 kl. 14:55

7 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Hahahah...góður þessi..gastu ekki bara elt minkinn uppi og heimtað af honum bleikjuna?

Brynja Hjaltadóttir, 23.6.2007 kl. 00:53

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú ert nú alveg ferleg Brynja að minna mig á þetta.  Ég hafði vaðið útí vatnið og svona þér að segja þá er ég ekki sá liprasti.

Ég lenti nefnilega í því í Hítarvatni í fyrra ég var að vaða á frekar "erfiðum" hraunbotni og skall þá á hausinn ég bar fyrir mig höndina, sem ég hafði veiðistöngina í.  Vatnið tók af mér mesta skellinn, en ég hafði það af að fingurbrjóta mig og það sem verra var að veiðiðstöngin brotnaði líka.  Skítt með fingurinn, því hann grær en ég varð að kaupa aðra veiðistöng.

Jóhann Elíasson, 23.6.2007 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband