Bjór og léttvín í matvöruverslanir - Til Hvers Og Fyrir Hverja???

Alltaf skýtur þessi umræða upp kollinum og eru "frjálshyggjupostular" Sjálfstæðiflokksins duglegastir við að halda þessari umræðu gangandi.  Þarna hefur núverandi heilbrigðisráðherra lýst því yfir að hann sé hugmyndinni samþykkur, enda var hann einn þeirra sem talaði fyrir málinu síðast þegar það var lagt fram.  Þetta frumvarp fór ekki í gegn á síðasta þingi en þeir sem eru þessu hlynntir halda að það sé bara spurning um tíma hvenær þetta verði að lögum.

En við skulum aðeins fara yfir kosti og galla þessa:

  • Hver á að sjá um að þeir sem versla þessar vörur hafi til þess aldur?  Eiga krakkarnir á kössunum að sjá um þetta eftirlit?
  • Margir hafa nefnt það að það væri nú gott að geta verslað sér rauðvín með steikinni í matvöruversluninni.  Jú vissulega eru þetta rök en aðgengi að Vínverslun er mjög gott í dag í flestum tilfellum er verslað í verslunarmiðstöðvum og í flestum þeirra er vínbúð.  Svo til hvers að færa léttvínið og bjórinn yfir í matvöruverslunina?......Er það til þess að sá sem ætlar að versla rauðvínið þurfi ekki að ganga yfir í vínbúðina og draga upp vísakortið aftur?
  • Eins og ég sagði áður þá er aðgengið að vínbúðum yfirleitt mjög gott.  Hér á stór-Hafnarfjaðarsvæðinu eru flestar vínbúðir opnar á laugardögum og nokkrar á sunnudögum.  Ég hef ekki trú á að þær aðstæður komi upp á sunnudagskvöldi  að allt í einu vanti eina rauðvín með steikinni, enda tel ég að ef þetta frumvarp yrði að lögum, að settar yrðu reglur um sölutíma veiganna.
  • Neysluvenjur okkar Íslendinga hafa tekið miklum breytingum, seinni árin og nota fylgjendur þess sem rök með þessum breytingum, sífellt stærri hluti áfengisneyslu okkar er bjór og létt vín.  Þetta þýðir það að ef þetta yrði að veruleika, færi stærsti hluti tekna vínbúðanna og hvatinn til þess að selja sterkt áfengi yrði mjög lítill ef nokkur.  Ég bjó í Noregi þar sem bjór og léttvín voru til sölu í matvöruverslunum og bar öllum saman um það, sem ég talaði við, að úrvali vína hefði stórlega farið aftur og vínbúðum fækkað mikið og þjónustustigið var ekki hátt enda sá maður varla nokkra hræðu þarna inni (en þarna blandaðist líka inn í að verð á áfengi í Noregi er ókristilega hátt, hærra en hér á landi).

Ég vona að þetta mál verði skoðað vel áður en ákvarðanir verða teknar.  Ég  er alls ekki á móti breytingum en ég er ekki á því að breyta bara til að breyta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna er eg þér ekki sammála Jóhann,alls ekki þetta er bara vara sem a´að vera til i verslunum bjór og léttvin,Þetta er svona erlendis og þar  sem eg hefi verið og þykir sjalfsagt ,mest þó hefi eg verið i USA og þar sér maður valla drukkin mann/Þessi eilífu boð og bönn eru ekki mer að skapi/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.7.2007 kl. 23:11

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það hefur aldrei verið talið "gott" að taka hluti upp bara vegna þess að það er svona erlendis og má ég benda á að ekki hafði þetta gefist vel í Noregi.  Það er ekki verið að tala um boð og bönn í þessu tilfelli, heldur hagkvæmni.  Ég er ekki viss um að við hættum að sjá drukkið fólk þó léttvín og bjór yrðu seld í matvöruverslunum???

Jóhann Elíasson, 26.7.2007 kl. 23:26

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Finnst þér það  hagkvæmni af Rikinu að reka þessa einokun á Vinbúðum,heldurðu að þetta væri ekki betur m i einkaeiggn/Rikið hirðir sitt fyrir það/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.7.2007 kl. 23:56

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góð hugleiðing Jóhann.

Ég er alfarið sammála læknum varðandi það atriði að  ekki skuli leyfa þetta, því aukið aðgengi þýðir meiri notkun og nú þegar eru vandamálin nægileg þótt ekki komið til aukin neysla. Útgjöld alls konar vegna áfengisneyslu eru gifurleg ég endurtek gífurleg alveg sama hvaða sviði fjármála er gætt að.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.7.2007 kl. 03:12

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég er sammála, þetta á að vera í verslunum ríkisins. Haraldur dettur þér virkilega í hug að verðið lækki, það gerir aldrei neitt annað en hækka. Ég get engan veginn séð að 
verslunareigendur leggi til fjármagn til 
meðferðarstofnanna af sinni álagningu. Þannig að 
mín skoðun er sú að ríkið sér um þetta og ekkert 
helvítis kjaftæði um hvað hitt og þetta verði gott ef
einkageirinn kemst í þetta. Og að nota það sem rök að þetta væri heppilegt ef skyndilega vantaði vín með matnum, hvaða djö....... þvæla er þetta. Ef hugsunin kemst ekki nema út að eyrum,legg ég til að viðkomandi fái sér Egils Appelsín.
kv. Halli

Hallgrímur Guðmundsson, 27.7.2007 kl. 08:54

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið fynnst mer þið sem talið fyrir Rikseinokun,treistið okkur Islandinum litið,erum við vikilega ekki menn til að umgangast vín og annað sem þvi  fylgir,það verða alltaf til einhverjir sem ekki valda þessu hvar sem þetta er selt/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 27.7.2007 kl. 17:50

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

P/S þetta er reindar ekki barátta fyrir mig,löngu hættur að smakka vin Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 27.7.2007 kl. 17:52

8 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það er vitað mál að þetta eykur neyslu, og er alveg nóg þambað af þessum veigum í dag.

  

Hallgrímur Guðmundsson, 27.7.2007 kl. 20:41

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það væri glapræði að leyfa sölu á áfengu (b)öli í matvöruverslunum. Í grein á vefsíðu Lýðheilsustöðvar segir:

Rök fyrir breyttu fyrirkomulagi áfengissölu eru m.a. aukin samræming og aukið frelsi einstaklingsins . En áfengismál snúast um fleira en frelsi einstaklinga til áfengiskaupa þau snerta allt samfélagið.

Reynsla annarra þjóða bendir til að aukin sala áfengis muni hafa umtalsverð skaðleg áhrif á samfélagið sem þarf að taka tillit til við stefnumótun áfengismála..

Það er því mikilvægt að þegar teknar eru ákvarðanir um veigamiklar breytingar í áfengismálum að hugað sé að þekktum afleiðingum slíkra breytinga og að þannig séu til greina teknar fleiri hliðar á þessu máli en þær sem snúa að frelsi einstaklingsins og markaðarins.

Theódór Norðkvist, 27.7.2007 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband