Heilbrigðisþjónustan í landinu “falskt öryggi”

Ég get nú ekki orða bundist þegar maður fær fréttir um 900 milljóna “vanskilaskuld” LSH við “birgja”, þetta þýðir að rúmlega 200 milljónir þarf að greiða í dráttarvexti á ári af þessari skuld.  Eitthvað er nú skrítin rekstraráætlun LSH fyrir árið, ef þeir senda frá sér þannig plögg, að fjárlaganefnd getur ekki notað þær tölur sem frá stofnuninni koma af sæmilegu öryggi í fjárlagafrumvarpið.  Það er ekki að undra þótt stofnanirnar séu reknar með halla ár eftir ár.  Á meðan ekki er neinn agi í fjárlagagerðinni, stjórnendur stofnananna bera enga ábyrgð, þeir eru bara kallaðir á “teppið” í viðkomandi ráðuneyti, skammaðir aðeins og látnir lofa því að þetta komi ekki fyrir aftur.  Formaður heilbrigðisnefndar sagði þessa skuld að mestu tilkomna vegna “hækkana” á aðföngum til LSH.  Þessi skýring er svo fáránleg að það tekur ekki nokkru tali,  var ekki gert ráð fyrir neinum hækkunum á aðföngum í rekstraráætluninni fyrir þetta ár? Á meðan þetta er svona er bruðlað gengdarlaust á öðrum sviðum í rekstrinum t.d eru flestir smábæir úti á landi, sem eru með 1.000 íbúa eða fleiri, búnir sjúkrahúsum, misjafnlega búnum og þar starfa misjafnlega margir, það er verið að reyna að halda úti “fullkominni” heilbrigðisþjónustu í hverjum einasta smábæ á landinu.  Það segir sig sjálft að þetta er ekki framkvæmanlegt.  Eitt af því sem sagt er, þessu til málsbóta, er að fólk “úti á landi”  greiði hlutfallslega jafnmikið og jafnvel meira en þeir sem búa á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu.  Vissulega er þetta alveg rétt og þeir , sem búa utan Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu eiga fullan rétt á því að fá sömu heilbrigðisþjónustu og “hin þjóðin í landinu”, en það réttlætir ekki sóun á almannafé í þennan málaflokk (heilbrigðismálin), Það verður að tryggja “báðum þjóðunum í þessu landi sama aðgengi að heilbrigðisþjónustunni. Það er þekkt vandamál að ekki hafa fengist læknar, með sérfræðimenntun út á land, og komi til þess að ungur læknir með sérfræðimenntun fer út á land er það til þess að ná sér í reynslu til að standa betur að vígi þegar staða sérfræðings losnar hjá LSH og þar með er hann farinn.Segja má að fólk sem að fólk sem býr í bæ úti á landi (utan Stór-Hafnarfjarðarsvæðisins) búi við “falskt öryggi”, því kannski er sjúkrahús á staðnum, en þetta sama sjúkrahús er hvorki búið tækjum eða mannafla (sérfræðiþekkingu og kunnáttu), sem á þarf að halda þegar og ef slys eða veikindi verða.  Þá er það fyrsta sem við spyrjum okkur að: Hvernig náum við þeim markmiðum að allir á landinu geti, sama hvar búið er, notið “svipaðrar” (því miður er ekki hægtað tryggja það að allir hafi sama aðgengi) heilbrigðisþjónustu?
  • Í fyrsta lagi tel ég að eigi stórefla eigi LSH hvað varðar húsnæði (nýtt hátæknisjúkrahús við Hringbraut er að mínu áliti flopp), tækjakost og mannafla.
  • Bæta afkastagetu LSH og gera starfið þar “effektívara”
  • Unnið yrði að því að samræma það “þjónustustig” sem sjúkrahúsum á landsbyggðinni er ætlað að veita.
  • Öll sjúkrahús á landsbyggðinni ættu að vera útbúin vel þjálfuðum mannskap til þess að búa sjúkling til flutnings með þyrlu.
  • Það ætti að staðsetja fullkomna sjúkraþyrlu á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík (ég hef alltaf verið á því að flytja ætti Landhelgisgæsluna til Keflavíkur og þá yrði björgunarþyrla að sjálfsögðu staðsett þar).  Hver þessara þyrlna þjónaði sínum landsfjórðungi og miðunum.
 Á þennan hátt yrði það tryggt að sjúklingurinn kæmist á sem stystum tíma í þá meðferð sem hann þarfnast.  Því það er reynsla undanfarinna ára að erfiðustu og alvarlegustu tilfellin, t.d. slysadeildar, hafa komið af landsbyggðinni og það að þessi tilfelli hafa verið alvarleg, er fyrst og fremst vegna þess að of langur tími hefur liðið þar til sjúklingarnir fá þá meðferð sem þeir þurfa á að halda.Eins og staðan er í dag er með nokkurri vissu hægt að staðhæfa það, að þeir sem búa á landsbyggðinni, hafi mun minnilíkur á að ná fullum bata, eftir alvarleg slys eða veikindi, en þeir sem búa á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu.  Þetta ætti að vera forgangsverkefni innan heilbrigðiskerfisins að koma í viðunandi horf hver sem aðferðin verður við að koma þessu í lag verðum við að hafa það hugfast að við þurfum að tryggja ÖLLUM landsmönnum jafna heilbrigðisþjónustu og hætta þessum “plástralækningum” sem hafa tíðkast hingað til.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála þessu.kv.

Georg Eiður Arnarson, 21.9.2007 kl. 07:45

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Síðan er algjörlega bráðnauðsynlegt að byggja hátæknisjúkrahús. Til hvers? Væri ekki nær að reyna að reka það sem fyrir hendi er á vitrænan hátt áður en byggt er annað risavandamál. Annars er það sorglegt að vita til þess að Grímseyjarferju ruglið hefði næstum því dugað til þess að borga þessa skuld.

Hallgrímur Guðmundsson, 21.9.2007 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband