Hvar eru nú mótvægisaðgerðirnar?

Æ æ, ég var búinn að gleyma því, það er ekki gert ráð fyrir því að fiskvinnslufólk og aðrir sem vinna við sjávarútveg þurfi nokkra aðstoð, þeir geta jú farið að mála fasteignir ríkisins sem eru jú frekar fáar þarna fyrir austan.  Svo er nú komið álver á Reyðarfjörð.  Vandinn er nefnilega sá að mótvægisaðgerðirnar, gagnast lítið sem ekkert þeim sem á þurfa að halda.
mbl.is Öllu starfsfólki í frystihúsi Eskju sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er algjörlega þeirra mál sem eiga hlut í fyrirtækinu hvað
þeir gera við þá, en ég er ekki að segja að það sé réttara frekar en
eitthvað annað sem þarna gekk á.  Ég efast um að það séu til mörg fyrirtæki á landinu sem
hafa séð starfsfólki sínu fyrir vinnu í fjöldan allan af árum vitandi að
aðrar einingar innan fyrirtækisins (fiskimjölsverksmiðan) séu að borga upp
tapið á bolfiskvinnslunni.  Það hjálpaði ekki til að sjá hið flotta skip
Aðalstein Jónsson vera keyptan og síðan horfa á allar forsendur fyrir
kaupunum hverfa nánast um leið.  Það er virðingarvert við þau hjónin að
reyna allar leiðir til að halda áfram rekstri bolfiskvinnslunnar í staðinn
fyrir að hoppa á fyrsta tilboð sem býðst.  Það er samt sjónarsviptir að sjá
af frystihúsinu þótt manni hafi ekki verið mikið skemmt við að vinna þar á
yngri árum.  Það er allavega ljóst að aðgerðir ríkisstjórnarinnar um að flýta vegaframkvæmdum til að koma til móts við uppsagnir innan sjávarútvegsins hjálpa lítið þeim sem hafa því óláni að fagna að hafa verið sagt upp. 

eikifr (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 14:11

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Kvóta kerfið í sinni sönnu mynd!

Ólafur Ragnarsson, 27.9.2007 kl. 22:03

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já tek undir ,með Ólafi, þetta er kvótakerfi fjármagnsbrasksins sannarlega.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.9.2007 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband