Samræðustjórnmál = Vinsældastjórnmál...

Var þetta bara örvæntingarfull tilraun hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til að "hífa" upp ört dalandi fylgi Samfylkingarinnar og var þetta gert án samráðs við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn?  Það eina raunhæfa sem væri hægt að gera er að afnema þessi lög með öllu og í framtíðinni væri það þannig að 4% yrðu dregin af launumæðstu yfirmanna ríkisins og alþingismanna í lífeyrissjóð eins og hjá öðrum.
mbl.is Höfðu ekki heyrt af fyrirhuguðu eftirlaunafrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki kæmi mér það neitt á óvart.  Er farin að trúa öllu upp á hana eftir ár í stjórnarsetu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll. Alveg klárlega örvæntingarfull tilraun til að klóra í bakkann og auðvitað hlýtur hún að hafa vitað um lögfræðiálitið sem lá fyrir um að ekki væri hægt að afturkalla áunnin réttindi enda skárra væri það nú. Hún fór aðeins yfir strikið þegar hún kom með það.  Valgerður Bjarnadóttir  á heiður skilinn fyrir sína vinnu enda hefur hún haft þetta í umræðunni frá því fyrir kosningar. kveðja Kolbrún.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.5.2008 kl. 23:25

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Maður verður nú að gefa henni séns á að skýra mál sitt betur en vissulega er fréttaflutningurinn skrítinn. Hún fær einn séns hjá mér, ef það klikkar er ræðan tilbúin.

Víðir Benediktsson, 13.5.2008 kl. 00:04

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já þetta eru venjuleg viðbrögð við skoðanakönnunum sem formaður Samfylkingar hefur alla jafna sveipað um sig með.

Svo óheppilega vill til að vanvirðing við þingið fylgir með í leiðinni þar sem Samfylking er aðili að ríkisstjórn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.5.2008 kl. 01:53

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Fatta ekki nöldrið. Ingibjörg er ein af fáum sem hefur sýnt heilindi í afstöðu og andstöðu við eftirlaunafrumvarpið alla tíð. Hvernig væri að finna smiðina sem voru að stinga peningum í eigin vasa, heldur en að vera að nuddast út í bakarann.

Nú, svo er það með fylgið. Ef ég les spilin rétt þá eru Frjálslyndir hér að tjá sig. Samkvæmt skoðanakönnun í borginni birtri í kvöld þá er sá flokkur ekki lengur til í Reykjavík og ekki heldur Framsókn. Samfylkingin næði meirihluta í höfuðborginni, ef kosið yrði á morgun. Geri aðrir betur!

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.5.2008 kl. 23:31

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Á hvaða lyfjum ert þú eiginlega Gunnlaugur B. Ólafsson?  Hvaða heilindi ert þú eiginlega að tala um í sambandi við ISG?  Það litla sem hún hefur sagt um eftirlaunafrumvarpið hefur reynst lygi og friðþæging og annað sem hún lofaði í kosningabaráttunni hefur hún étið ofan í sig og það án þess að drekka nokkurn skapaðan hlut með því.  Ekki get ég séð að pólitík komi þessari umræðu neitt við, sá eini sem hefur rætt þetta mál pólitískt ert þú og til þess að það sé á hreinu þá veit ég ekki til þess að ég sé viðriðinn pólitík, en það er nokkuð víst að verði ég það verður Samfylkingin EKKI fyrir valinu, vegna framgöngu síðustu mánaða eða allt síðan hún settist í ríkisstjórn og ekki er borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar neitt til að hrópa húrra fyrir.

Jóhann Elíasson, 14.5.2008 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband