Föstudagsgrín

Guðrún fór í læknisskoðun á heilsugæslustöðina. Læknirinn byrjaði á að spyrja hversu þung hún væri og Guðrún sagðist vera 55 kg. Læknirinn lét hana þá stíga á vigtina sem sýndi 94 kg. Næst spurði læknirinn hversu há Guðrún væri. 168 cm svaraði hún. Læknirinn bað hana að standa upp við vegg og mældi hana með þar til gerðu málbandi. Niðurstaðan var 155 cm. Því næst mældi  læknirinn  blóðþrýstingin hjá Guðrúnu og tilkynnti henni að þrýstingurinn væri allt of hár. Nú var nokkuð fokið í sjúklinginn sem sagði æst í bragði: "Já ertu eitthvað hissa á því. Þegar ég kom hingað var ég há og grönn og núna er orðin lítil og feit....."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hehe.

Góður þessi. Góða helgi.

Einar Örn Einarsson, 26.9.2008 kl. 09:14

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

 góður þessi !!!!kveðja og góða helgi/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.9.2008 kl. 13:22

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2008 kl. 15:57

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hann klikkar ekki þessi....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.9.2008 kl. 03:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband