Eru mennloksins að VIÐURKENNA að peningamálastefna Seðlabankans hafi ekki verið á vetur setjandi?

Það er alltaf verið að tala um það að það sé svo mikið af vel menntuðu og hæfu fólki í Seðlabankanum. Hvar er allt þetta fólk eiginlega?  Það er talað um að fólk komi út úr skápnum er þá ekki mál til komið að fólkið  í Seðlabankanum komi upp úr skúffunum og fari jafnvel að vinna fyrir laununum sínum í stað þess að vera áskrifendur að þeim?  Og enn einu sinni árétta ég það að það þarf að segja ÖLLUM ÞREM bankastjórum Seðlabankans upp störfum og ráða inn EINN mann með ÞEKKINGU á efnahagsmálum inn í þeirra stað.  Núverandi Seðlabankastjórum yrði að sjálfsögðu frjálst að sækja um stöðuna, þegar hún YRÐI auglýst, en það verður að ráða í þessa stöðu á faglegum forsendum.
mbl.is Peningamálastefnan verði endurskoðuð strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann bloggvinur, ekki þarf maður að vera með vangaveltur um þínar skoðanir á þessum bankamálum þær eru á hreinu. En maður er orðinn kolruglaður á þessum skoðunum svokallaðra hagfræðinga sem hafa jú fleiri háskólagráður en hitamælir eins og maðurinn sagði um árið.  Það er með ólíkindum hvað margar skoðanir þessir menn hafa á því hvað eigi að gera. Sumir segja að það eigi að lækka vexti aðrir að það eigi að hækka þá, en aðrir segja að það eigi að prenta seðla en aðrir segja það glapræði og gamaldags hagfræði. Svona mætti lengi telja þannig að það er erfitt að mynda sér skoðun með því að hlusta á þetta hagfræðingalið HÍ.                       Ég er sammála þér að það væri æskilegt að seðlabánkastjóri væri einn og mentaður til þess en ekki úreltur stjórnmálamaður. Við sögðum hér í gamla daga þegar menn voru að gefast upp á sjómennsku og fara í land, að þeir væru sjósprungnir. Er það ekki svipað með blessaða stjórnmálamennina  ????

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 29.10.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband