Í hvaða HEIMI lifir þetta fólk eiginlega?

Sjávarútvegsráðherra segist vita að skuldastaða sjávarútvegsins sé slæm þó hann viti ekki "nákvæmlega" hver hún sé en hann TELUR að krónan muni styrkjast á næstunni.  Hefur sjávarútvegsráðherra eitthvað fyrir sér í þeim efnum eða er þetta bara einhver óskhyggja af hans hálfu og ef svo er hefur hann einhverja hugmynd um hvað verður gert?
mbl.is Skuldastaðan mun batna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Því miður Jói þá er þetta enn og eitt innihaldslausa blaðrið í þessum gaur. Þetta lið röflar venjulega einhverja djöfulsins dellu og kemst upp með það án þess að bera á Því nokkra ábyrgð.

Hallgrímur Guðmundsson, 4.1.2009 kl. 13:39

2 identicon

Lítil dæmisaga sem sýnir hvernig blekkingin vinnur og fjölmiðlarnir dreifa svo bulliu eins og þessi frétt er þar sem sjávarútvegsráðherrann leikur aðalhlutverkið.

Útgerð seldi fisk á 100 dollara(6500íslenskar krónur) sem dæmi 1. janúar 2008 og á sama tíma skuldar útgerðin vegna kvótabrasksins í erlendum ánum hjá íslenskum banka vegna kaupa á þessum veiðiheimildium til að geta selt fiskinn á þessu verði fyrir sem dæmi 500 dollara(32.500 íslenskar krónur). Gengið á íslensku krónunni var á sama tíma 65 íslenskar krónur fyrir einn dollar.

Útgerð seldi fisk á 100 dollara(13000 íslenskar krónur)sem dæmi 1.janúar 2009 og á sama tíma skuldar útgerðin vegna kvótabraksins í erlendum lánum hjá íslenskum banka vegna kaupa á þessum veiðiheimildum til að geta selt fiskinn á þessu verði fyrir sem dæmi 500dollara(65.000 íslenskar krónur)Gengið á íslensku krónunni var á sama tíma 130 krónur íslenskar fyrir einn dollar.

Þessa dæmisaga sýnir okkur hvað útgerðin er í alvarlegri stöðu vegna kvótabrasksins (er gjaldþrota) sem er ekki vegna hversu gengið er lágt á íslensku krónunni í dag. Sjávarútvegsráðherra verður að fara aðra leið til að koma í veg fyrir að sannleikurinn komist upp á yfirborðið þessi frétt var eins og það sé verið að halda því fram að fólk sé fífl hér á landi.

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 14:21

3 identicon

Veist þú um einhvern sem getur sagt mér hvernig þróunin verður með ISK á næstu mánuðum ?

Eða einhvern sem getur sagt mér hvað gerist með GBP eða USD ?

Nei, sennilega ekki. En vísbendingarnar verða að duga til að spá fyrir um þróunina. Tímarnir sem við lifum eru stórskrítnir. Í sjávarútvegi sem og á öðrum stöðum.

Hins vegar er rétt hjá ,,þessum gaur" að segja að það þjóni litlum tilgangi að álykta um skuldir sjávarútvegsins, eða annarra fyrirtækja, út frá því gengi sem nú er. Samkvæmt því gengi þá er ríkið stærsti kvótaeigandi, landeigandi, fyrirtækjaeigandi, fasteignaeigandi og svo framvegis á landinu. Nema eitthvað verði gert í málunum. 

Staðreyndin er sú að mörg erlend lán eru í dag fryst í 4 til 6 mánuði, með eða án vaxtagreiðslna.

Það er ljót staðreynd, en þangað til (mars/apríl/maí/júní) verðum við bara að bíða, sjá og vona það besta fyrir ISK.

Áfram ISK !

Gunnar (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 14:48

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Allir sem hafa einhverja vitglóru í hausnum sjá það og vita að "vísbendingar" eru túlkaðar á fleiri en einn veg Gunnar.  Það hvernig ríkisstjórnin túlkar "vísbendingarnar" segir ekki að sú túlkun sé sú sem allir eru sáttir við.

Jóhann Elíasson, 4.1.2009 kl. 15:02

5 identicon

Menn virðast alveg steingleyma mikilvægu atriði í sambandi við sjávarútvegsfyrirtæki sem er það að þeim hefur verið gert kleyft að gera upp í erlendri mynt.

Dæmi Baldvins lítur þá svona út fyrir t.d. landvinnslu sjávarútvegsfyrirtækis.

1 jan 2008 

sala = 6500kr

kostnaður, hráefni, vinnlulaun, umbúðir og annað = ca 85% = 5525kr 

Framlegð = 975kr 

Skuldir = 32.500kr

1 jan 2009 

Sala = 13000kr

kostnaður sami í kr því hann er í isk = 5525

Framlegð = 7475kr

Skuldir = 65.000kr

Þetta sýnir það að framlegð í fyrra dæminu er langt frá því nægjanleg til að standa undir lánakostnaði en í því síðara er framlegð orðin nægjanleg til að standa undir lánakostnaði, að því gefnu að lán séu til nógu langs tíma og með viðráðanlegum vöxtum.

Hagur þeirra er semsagt orðinn sá að veikja krónuna sem mest til að lágmarka kostnað í íslenskum krónum.

Þrátt fyrir skilaskyldu á gjaldeyri eiga mörg fyrirtæki ótal möguleika til að skila algjöru lágmarki og halda þannig íslensku krónunni veikri.

Nokkrir möguleikanna eru t.d.

Hægt er að breyta framleiðslunúmerum á sömu afurðum og flytja úr landi á lægra verði en áður undir nýja númerinu.

Mörg fyrirtæki eiga fyrirtæki á erlendri grundu og í sumum tilvikum í nokkrum löndum, hægt er að selja á milli fyrirtækja í eigin eigu á pappírunum.

Alþekkt er að láta "góða" kúnna leppa kaup og sölur.

Samandregið þá er það staðreynd að við það að mega gera upp í erlendri mynt er það orðinn hagur framleiðslufyrirtækja með kostnað í íslenskum krónum en tekjur í erlendri mynt að halda krónunni eins veikri og mögulegt er.

Páll Kárason (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband