Flottur!!!!

Tímatakan gat vart farið betur, Brawn-bíllinn var flottur og "svínvirkaði" Ross Brawn hefur unnið kraftaverk með liðið ef nokkur getur unnið kraftaverk í formúlunni þá er það hann.  Það verður gaman að fylgjast með formúlunni þessa vertíðina.  Það eina sem vantaði var að Ferraribílarnir væru framar á ráslínunni en það á eftir að breytast.   Ekki skil ég í mér núna að hafa verið að eltast við að fylgjast með formúlunni á Stöð 2 sport þegar miklu betri umfjöllun er í boði á mörgum erlendum stöðvum og þar þarf maður ekki að vera hræddur um að einhver "rugludallur" gleymi að taka "ruglið" og maður missi af ræsingunni.
mbl.is Fyrsti póll í fyrsta móti nýs liðs frá 1954
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Sæll. Mér þótti slæmt þegar Formúlan hvarf úr sjónvarpinu. Þrátt fyrir málhalta rugludalla sem trufluðu keppnina með endalausum athugasemdum.Fyrir nokkrum árum átti ég kött sem hét Hakkinen. Hann hvarf mér einn daginn. Fyrir fjórum árum eignaðist ég annan kött. Hann fékk að sjálfsögðu nafnið Raikonen. Í höfuðið á hinum geðþekka og rólynda finna. Hélt lengst af með Mac Laren. Geri það reyndar að sumu leyti enn. Hef átt Bensa sem mér likaði afar vel við. Ég held enn með Raikonen þrátt fyrir Fíatdrusluna sem hann ekur nú. Formúlan er skemmtileg áhorfs fyrir menn sem hafa bíladelluna í genunum. Ég er nýorðinn 65 ára og bíladellan elnar frekar en hitt. Nú á ég Grand Jeep Cherokee Limited Hemi. Dásamlegur vagn sem mun sennilega endast mér út lífið þó ég verði níræður. Góða skemmtun í sumar.

Sigurður Sveinsson, 28.3.2009 kl. 09:52

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér mjög svo skemmtilega athugasemd.  Ég átti eitt sinn Bens, hann var elsti bíll í árum af þeim bílum sem ég hef átt en jafnframt sá sem hefur kostað mig MINNSTí viðhaldi.  Þín orð um Cherokee-jeppann minnka ekki álit mitt á honum hann er og verður draumabíllinn hjá mér vonast til að geta fengið mér einn svoleiðis eftir eitt ár eða svo.  Sömuleiðis góða skemmtun í sumar og hafðu það sem best.

Jóhann Elíasson, 28.3.2009 kl. 10:10

3 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Jeppinn minn er algjör lúxus. Jeppi, drossía og sportbíll í sama vagninum. Maður verður reyndar að passa sig því löggan er víða á ferli. Þessi bíll eyðir minna bensíni en 6 cylindra Cherokee sem ég átti einu sinni. Hann var með línumótor 190 hestöfl. Næst átti ég 8 cylindra, 235 hestafla vagn. Afar skemmtilegur vagn þó hann hafi nánast verðið staður miðað við þann nýjasta. Hemivélin kemur ákaflega vel út. Hún er 325 hestöfl og krafturinn ótrúlegur. Í sparakstri hef ég komið honum niður í 12 lítra. Það er ekki mikið fyrir allt sem svona vagn gefur manni og er 2.145 kg.  að þyngd. Ég kynntist Landruiser jeppananum vel þegar ég vann á fasteignasölu. Ef satt skal segja var hann bara prumpið eitt miðað við eðalvagninn sem ég ek núna. Enda voru kanarnir búnir að framleiða bíla í mörg ár áður en japanar vissu hvað bíll var.

Sigurður Sveinsson, 28.3.2009 kl. 10:34

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Einu alvörujepparnir sem eru framleiddir í dag eru Amerískir - það getur enginn talið mér trú um annað.  Getur verið að við höfum hist í  Bílkó þegar þú áttir 8 cyl bílinn?

Jóhann Elíasson, 28.3.2009 kl. 10:40

5 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Bílkó? Átta mig ekki alveg á hvað það er. Ég man til þess að hafa einu sinni farið með Grána til að fá varalykil. Það var á verkstæði í Kópavogi ef ég man rétt. Þetta var stuttu eftir að ég hafði læst lyklana inní bílnum. Mitt happ var þá að ég þekki bifvélavirkja hér á Selfossi sem heitir Hörður Óskarsson. Algjör snillingur í bílum. Lögreglan sagði að það væri ekki hægt að opna bílinn nema með kúbeini. Það tók Hörð rúmar þrjár mínútur. Án notkunar kúbeins. Þegar hurðin opnaðist fór þjófavörnin í gang. Það var eins og fagnaðarsöngur í mínum eyrum.

Sigurður Sveinsson, 28.3.2009 kl. 13:40

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta getur verið misminni hjá mér enda er ég ekki annálaður fyrir að vera mannglöggur.  Þeir leynast víða snillingarnir og nokkra þekki ég sem hafa frakmvæmt hluti sem átti ekki að vera möguleiki að gera.

Jóhann Elíasson, 28.3.2009 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband