ÖRUGGT!!!!!!

Það er nú ofsögum sagt að þessi sigur hjá Hamilton hafi verið glæsilegur þótt hann hafi verið öruggur.  Til þess að sigurinn yrði öruggur þurfti hann á smá heppni að halda og heppnin gekk í lið með honum, fyrst missti Rosberg stjórn á bílnum þegar hann kom út úr þjónustuhléi og fór útfyrir hvítu línuna, honum tókst að komast inn fyrir hvítu línuna aftur en, samkvæmt reglunum fékk hann refsingu og varð að aka gegnum þjónustusvæðið og við það fór hann úr öðru sæti og niður í það 14.  Við þetta fór Vettel í annað sætið og Hamilton átti í mesta basli með hann því Vettel sótti hart að honum en í þjónustuhléinu gerði Vettel sig sekan um að aka of hratt á þjónustusvæðinu og fékk hann sem refsingu að aka í gegnum þjónustusvæðið, við það datt hann niður í níunda sætið og þá komst Glock upp í annað sætið og Alonso í það þriðja.  Eftir þetta var ekkert sem gat ógnað sigri Hamilton nema vélarbilun eða mikil ökumannsmistök og Hamilton hefur sýnt það að hann er ekki líklegur til að gera mistök. 


mbl.is Hamilton bensínþungur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband