ÞÓ FYRR HEFÐI VERIÐ!!!!!

Í mörg ár og áratugi,hefur stjórnarskráin verið brotin og farið þannig á svig við hana að mörgum manninum hefur blöskrað.  Þetta atriði hefur verið nefnt marg sinnis, á alþingi, í blaðagreinum, við lögfróða menn, stjórnmálafræðinga og fleiri aðila sem ættu að þekkja til en hingað til hafa allir daufheyrst við þessu.  Nú birti ég aftur hugleiðingar mínar um þessi mál og kannski verða viðbrögðin örlítið meiri núna og fólk átti sig á hve alvarlegt málið er fyrir lýðræðið í landinu.

Er grundvallarbreytinga þörf á stjórnarskránni? 

 Allt frá okkar fyrstu árum í skóla hefur okkur verið sagt að hin svokallaða þrískipting ríkisvaldsins sé grundvöllurinn að stjórnskipun lýðveldisins Íslands.Eins og allir vita skiptist valdið í: LÖGGJAFARVALD, FRAMKVÆMDAVALD og DÓMSVALD.En eftir að stöðuveitingar ráðherra komust í hámæli, þá fór ég nú að skoða þessa þrískiptingu ríkisvaldsins betur og miðað við þá skoðun þá komst ég að því að skilin þarna á milli eru orðin afskaplega óskýr og sum staðar eru þau bara alveg horfin, hafi þau einhvern tíma verið til staðar. LÖGGJAFARVALD er samkvæmt stjórnarskránni í höndum Alþingis og forseta.  Alþingismenn og konur fá umboð sitt frá þjóðinni, til fjögurra ára í senn, þeirra hlutverk er að setja lög sem þjóðin á að fara eftir og forseti veitir þessum lögum samþykki sitt. FRAMKVÆMDAVALD er ráðherra viðkomandi málaflokks og staðfestir forsetinn skipan viðkomandi ráðherra.  Viðkomandi ráðherra á að sjá um framkvæmd þeirra laga sem Alþingi setur (Löggjafarvaldið). DÓMSVALD   er í höndum dómara. Þannig er þrískiptingu ríkisvaldsins háttað þessum ÞREMUR þáttum á að halda algjörlega aðskildum til að tryggja sem best lýðræði og réttláta meðferð þegna landsins gegn hinu opinbera. En eitthvað virðist þetta hafa skolast til á undanförnum árum og jafnvel áratugum og hægt er með nokkuð góðri samvisku að fullyrða það að þrískipting ríkisvaldsins hafi aldrei að fullu verið til framkvæmdar hér á landi.  Þessa fullyrðingu verður að skoða nánar og mun ég gera tilraun til þess hér á eftir.Við skulum byrja á því að skoða LÖGGJAFARVALDIÐ:  Á Alþingi sitja 63 fulltrúar kjörnir af þjóðinni, það er óumdeilt, en af þessum 63 þingmönnum eru 12 ráðherrar.  Þarna er strax komin skörun.  Það er svo tilhögunin á Alþingi, að svokölluð ráðherrafrumvörp njóta forgangs í störfum þingsins, en þetta þýðir að þau frumvörp sem eru borin upp af ráðherra hafa forgang framyfir svokölluð þingmannafrumvörp.  Ég tel að þarna sé um að ræða brot á stjórnarskránni.  Samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins eiga ráðherrar EKKI að hafa atkvæðisrétt á Alþingi og spurning hvort þeir eigi yfirhöfuð nokkuð að eiga sæti þar.  Það er spurning hvort störf Alþingis yrðu ekki bara “skilvirkari” ef ráðherrar myndu bara mæta einu sinni í viku eða sjaldnar í fyrirspurnartíma niður á þing?  Það er erfitt að skrifa nokkuð sérstaklega um FRAMKVÆMDAVALDIÐ vegna þess að þessi grein fjallar um það hvernig það hefur smám saman verið að “taka yfirLÖGGJAFARVALDIÐ og DÓMSVALDIÐ.  Það verður ekki um það deilt að FRAMKVÆMDAVALDIÐ er alltaf að verða fyrirferðarmeira í stjórnsýslu okkar Íslendinga.  Þá er eftir að fara yfir DÓMSVALDIÐ.  Ekki hefur það orðið útundan í þessari þróun.  DÓMSVALDIÐ á samkvæmt stjórnarskránni að standa alveg sjálfstætt.  En er það alveg sjálfstætt?  Ég verð að viðurkenna vankunnáttu mína þar en ég veit ekki hvenær ráðherra byrjaði að skipa dómara, en í stjórnarskránni stendur í 59 grein “Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum” (Tilvitnun líkur, leturbreytingar eru mínar), þá er það skilningur minn, samkvæmt þessu,að ráðherra eigi EKKI að skipa dómara og er þá ekki hægt með góðu móti hægt að segja að stjórnarskráin hafi verið brotin í  mörg ár eða jafnvel áratugi? Það er öruggleg einhver ástæða fyrir því að það er verið að tala um RÁÐHERRARÆÐI hér á landi.  Hve lengi eiga stjórnarskrárbrot að viðgangast án þess að nokkur geri við það athugasemdir?


mbl.is Lög um Stjórnarráðið endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Jóhann, þessi skipting hefur ekki verið í reynd. Í sumar sáust merki þess að sumir nýju þingmannanna sýndu viðnám. Guð láti gott á vita.

Sigurður Þórðarson, 23.10.2009 kl. 22:18

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þess vegna tala ég alveg hikstalaust um að stjórnarskráin hafi verið brotin og það jafnvel alveg frá upphafi lýðveldisstofnunarinnar.  Sérstaklega finnst mér athugavert að RÁÐHERRARskuli sitja á þingi og hafa atkvæðisrétt.  Það að svokölluð ráðherrafrumvörp skuli hafa forgang í þinginu umfram þingmannafrumvörp er, að mínu mati stjórnarskrárbrot, svona mætti lengi telja.  En vonandi verður breyting á þessu til batnaðar við þessa endurskoðun.  En fyrnast bara fyrri brot við þessa endurskoðun????

Jóhann Elíasson, 23.10.2009 kl. 22:28

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Athyglisverður punktur Jói og réttur en láttu þér ekki til hugar koma að höfðingjarnir breytist eitthvað ég hef eiginlega verið hundlatur að blogga því að það er sama hvað almúgin segir þetta er alltaf sama gamla vínið á nýjum belgjum

Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.10.2009 kl. 01:54

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er sammála þér í þessu máli Jóhann.

Jakob Falur Kristinsson, 24.10.2009 kl. 09:17

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hættan á aðkomu Alþingis núna að stjórnarskrárbreytingu er sú að hægt verði að fella þjóðaratkvæði um aðildarumsókn að ESB undir "ráðgefandi."

Árni Gunnarsson, 25.10.2009 kl. 00:59

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála Jóhann og hef lengi verið forviða á blinduna fyrir þessu fyrirkomulagi, það er eins og landsmenn hafi með sér þegjandi samkomulag um að þeir vilji búa við kóngaveldi en ekki virkt lýðræði

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 28.10.2009 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband