HVERNIG STENDUR Á ÞVÍ AÐ FÓLK SKELLIR SÉR EKKI Í "LÚXUSINN"??????

Alltaf er nú svolítið "gaman" að fylgjast með umræðunni um "sjómannaafsláttin" þegar þessi umræða skýtur upp kollinum, annars vegar þýtur fram fólk sem sér þvílíkum ofsjónum yfir þessu og dregur fram allt sem fyrirfinnst, að þeirra mati, á móti þessari ívilnun, talar um að skipin séu eins og fljótandi lúxushótel og vinnan sé nú bara tittlingaskítur.  Svo eru aðrir sem verja "afsláttinn" með því að starfið sé erfitt, miklar fjarvistir og ýmislegt fleira sem ég nenni ekki að telja upp hér.  Allar þessar upphrópanir eiga það sameiginlegt að það fæst aldrei niðurstaða í þetta mál.  Ég er fullkomlega á því að "sjómannaafslátturinn" eigi að standa ÓBREYTTUR og jafnvel að HÆKKA en mér finnst það óréttlæti að RÍKIÐ greiði þessa launauppbót sjómanna AUÐVITAÐ Á ÚTGERÐIN AÐ GREIÐA ÞETTA eins og aðrir launagreiðendur borga ÖLL laun starfsmanna sinna.  Svo mæli ég með því að þeir sem halda því fram að það sé bara lúxus að vera á sjó láti bara verða af því að dengja sér á sjóinn og fái líka sjómannaafslátt fyrir að láta fara vel um sig.
mbl.is Sjómannastarfið mikið breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband