GÓÐ TÍÐINDI FYRIR FORMÚLUNA................

Ég held að flestir geti verið sammála um það að, þetta var með því betra, sem gat hent í formúlunni að Schumacher færi að keyra aftur.  Eins og vill verða með afburðamenn eru menn ekki á eitt sáttir varðandi hann og hans aðferðir en menn væru ekki sjálfum sér samkvæmir ef þeir viðurkenndu ekki hversu snjall ökumaður hann er.  Ég verð að viðurkenna það á næstu formúluvertíð verð ég í verulegum vandræðum, því Schumacher og Ferrarí hafa verið eitt í mínum huga.  Það yrði nú eins og að bera í "bakkafullan" lækinn að fara að telja upp kosti hans sem ökumanns, enda yrði um þvílíka langloku að ræða að enginn nennti að lesa það svo ég sleppi því, en eitt er víst að formúluvertíðinni 2010 er bjargað.
mbl.is Schumacher gerir samning við Mercedes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þá verður hægt að horfa á múluna aftur vantar bara að Hakinen fari til Ferrari þá væri það fullkomið

Jón Aðalsteinn Jónsson, 27.12.2009 kl. 13:10

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðileg jón Jóhann minn, og ósk um gæfuríkt nýtt ár.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2009 kl. 19:14

3 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Algjörlega sammála þér Jóhann, eins og svo oft áður. Þetta verður formúlunni til framdráttar og það verður mjög spennandi að sjá hvernig Schumacher vegnar. Hann hefur engu að tapa, hefur unnið allt sem hægt er og það margsinnis, sett margt metið í leiðinni. Þótt hann hafi ekki keppt frá 2006 hef ég enga trú á öðru en hann slái frá sér því hann hefur haldið sér í fantaformi með keppni á mótorhjólum. 

Svo vil ég nota tækifærið og þakka þér fyrir árið og óska þér gleðilegs nýs árs.

Ágúst Ásgeirsson, 27.12.2009 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband