Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2022

"DÝRAVELFERÐARSJÓNARMIÐ"???????

Um daginn hlustaði ég á þátt á Útvarpi Sögu, þar sem Arnþrúður Karlsdóttir ræddi við Steinunni Þóru Árnadóttur þingmann Vinstri Grænna (VG).  Mér hefur nú skilist að ég sé ekki einn um að hafa athugasemdir við málflutning þessarar konu og hvort hægt sé „réttlæta“ allt sem samherjar þeirra gera í nafni „PÓLITÍSKS RÉTTTRÚNAÐAR“?  Sérstaklega hjó ég eftir þessu þegar hún var að „réttlæta“ boðaðar reglugerðir samflokksráðherra síns varðandi hvalveiðar á Íslandsmiðum og þá varð henni tíðrætt um „dýravelferðarsjónarmið“ og hældi hún Ráðherranum í hástert fyrir að hafa þau (dýravelferðarsjónarmiðin) í forgangi.  Nú skulum við kíkja á nokkur dæmi þar sem við getum metið það hvort dýravelferðarsjónarmið hafi verið í forgangi við ákvarðanatöku eða eitthvað annað:

Blóðmerahald:  Ekki eru mörg misseri síðan að kom upp fremur ljótt mál hér á landi er varðaði málefni vegna fylfullra mera, sem var tekið mikið magn af blóði úr, á þeim tíma sem þær voru fylfullar.  Náðst höfðu á myndband athæfi við þetta og var með ólíkindum að horfa á það sem þarna fór fram.ekki var eingöngu  meðferðin á dýrunum sem var algjörlega með ólíkindum og var ekki að sjá að „dýravelferðarsjónarmið“ væru í heiðri höfð nema síður væri.  Þarna kom einnig fram að í hvert skipti, væru teknir fimm lítrar af blóði úr hverri meri, alls er þetta gert í átta skipti við hverja meri þannig að alls eru teknir 40 lítrar af blóði úr hverri meri.  Það gefur auga leið að þegar tekið er svona mikið blóð úr fylfullri meri, þá verður sú næring sem ófætt folaldið fær ekki mjög merkileg enda er mér sagt að þessi grey séu nú ekki neinir stórgripir þegar merarnar loksins kasta og lífslíkur folaldanna séu  ekki neitt rosalega mikil.  En svo er ekki óalgengt að undir merinni gangi folald síðan árið áður.  En ekki eru þessi folöld neinir stórgripir og ekki er víst alltaf haft fyrir að senda þessa ræfla í sláturhús enda ekki alltaf sem það borgar sig.Þrátt fyrir allar þær neikvæðu upplýsingar sem þarna komu  fram, fékk  þessi starfsemi  áframhaldandi leyfi og skyldu dýravelferðarsjónarmið hafa verið í hávegi höfð við þá leyfisveitingu eða eitthvað annað?

Flutningur á skepnum í Sláturhús:  Nú er búið að fækka sláturhúsum á landinu mjög mikið og er svo komið að ekið er með fé til slátrunar landshornanna á milli á hverju hausti.  Sem dæmi má nefna að EKKERT starfandi sláturhús er á Vestfjörðum og skilst mér að ekið sé með gripina frá Vestfjörðum á Sauðárkrók.  Í þessu er sennilega fólgin hagræðing en skyldi vera hugsað mikið fyrir dýravelferð í þessum tilfellum?   Það er nokkuð ljóst að það er að mörgu að huga.

Hvalveiðar:  Ekki hefur Matvælaráðherra farið neitt dult með andúð sína á hvalveiðum og öllu sem hvalveiðum viðkemur og ekki hefur hún heldur farið dult með það markmið sitt að hún ætli að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir þessa atvinnugrein og þar spila dýravelferðarsjónarmiðin stóra rullu.  Eitt er alveg sérstaklega minnisstætt; það  náðist af því myndskeið , þegar verið var að skera hval uppi í Hvalfirði, að ein hvalkúin hafði verið kálffull og kom fóstrið í ljós við skurðinn.  Eins og vænta mátti, fór allt á hliðina hjá „bakborðsslagsíðuliðinu“, vegna þeirrar ósvinnu að „DREPA“ fóstrið í móðurkviði og þetta myndband gekk um „netið“ vikum saman og var þvílíkt tilfinningabull í gangi að það gekk alveg fram afmanni og ekki nóg með það heldur gekk það mann fram af manni.  Í þessu kom TVÍSKINNUNGURINN algjörlega í ljós hjá þessu liði: ÞAÐ MÁTTI EKKI EYÐA FÓSTRI HVALA EN SVO MÁTTI STUNDA FÓSTUREYÐINGAR Á FÓLKI TIL 22 VIKU OG HELST FRAM AÐ FÆÐINGU AÐ ÁLITI FORSÆTISRÁÐHERRA.

 

Svo hjó ég nú eftir því að þegar Arnþrúður Karlsdóttir innti Steinunni Þóru Árnadóttur, eftir áliti VG á frjálsum handfæraveiðum smábáta þá sagði hún AÐ MATVÆLARÁÐHERRA FÆRI EFTIR „VÍSINDALEGRI RÁÐGJÖF HAFRÓ“ UM VEIÐAR OG INNAN HENNAR VÆRI EKKERT RÁÐRÚM TIL FRJÁLSA HANDFÆRAVEIÐA.

Allir sem til þekkja vita að ráðgjöf HAFRÓ á ekkert skylt við vísindi og það  að  hún skuli segja þetta sýnir bara hversu „fátæklegt“ er um að litast í kollinum á henni og fleirum.....


AUÐVITAÐ EYKST VERÐBÓLGA Á ÍSLANDI LÍKA.........

Sérstaklega þegar EKKERT er gert til að koma í veg fyrir hana og svo verður að huga að því að Íslensk stjórnvöld hafa tekið þá stefnu að fylgja Evrópu og ESB í einu og öllu...........


mbl.is 100 milljarða skuldaaukning frá áramótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EN ERU ALLAR BREYTUR JÖFNUNNAR SKOÐAÐAR?????????

Vissulega eiga sér stað MIKLAR veðurfarbreytingar sér stað á jörðinni.  Jöklar bráðna á BÁÐUM skautum jarðar (Norður- og Suðurskauti jarðar) en þessir "loftslaghlýnunartrúðar" tengja þessar veðurfarsbreytingar EKKERT við FÆRSLU segulpólanna.  Þegar ég stundaði nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík (1980-1981), var Norðurskaut SEGULPÓLSINS um það bil 5° í vestur og var búinn að vera þar svo árhundruðum skipti og var sveiflan aldrei meiri en 3-5° (sem þýðir að segulskekkjan var 5 gráður í mínus frá reiknuðum pól, sem er Norðurpóllinn). Ég er ekki alveg með nákvæma tölu um stöðu segulpólsins í dag en síðast þegar ég athugaði var hann í 38° austur (sem þýðir að hann er í um það bil 38 gráðum plús, frá reiknuðum pól).  Síðast þegar ég athugaði þá voru farnir að myndast jöklar, þar sem segulpóllinn er staddur og Grænlandsjökull bráðnar hratt og svo hlýnar mikið þar sem segulpóllinn var staddur áður en þetta flakk á honum byrjaði.  Vísindamenn sem hafa fylgst með þessu flakki segulpólsins telja það að hann komi til með að enda í Indlandshafi, sem þýðir að stór hluti Asíu verður óbyggilegur vegna kulda og hvað ætla "loftslagstrúðarnir" þá að gera þegar flóttamannavandinn hefst og þeir verða búnir að eyða alveg gígantígskum fjárhæðum í að moka ofan  í skurði og greiða stórfé til einhverra "loftslagsgúrúa" í formi sjóða sem svo hverfa í einhver "loftslagsský" út í heimi?????????


mbl.is „Þessar hitabylgjur verða alltaf tíðari“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ENGAR KOSNINGAR HÉR Á LANDI HAFNAR YFIR VAFA............

Það er alveg ÖRUGGT að það er "átt við" ÖLL kosningaúrslit hér á landi.  Helsta dæmið eru forsetakosningarnar síðustu.  Forsetakosningarnar í Hvíta Rússlandi, þar sem Lúkasjenko vann með 80% atkvæða, andstæðingar hans sögðu að það GÆTI EKKI GERST Í LÝÐRÆÐISRÍKI þar sem tveir væru í kjöri að annar aðilinn fengi 80% atkvæð, EN Á ÍSLANDI FÉKK ANNAR AÐILINN YFIR 90% ATKVÆÐA OG ENGUM FANNST NEITT ATHUGAVERT VIÐ ÞAÐ.........cool


mbl.is Kosningaframkvæmd enn á reiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"MONKEY BUSINESS".........

En hvernig komst hann eiginlega að þessari niðurstöðu??  Um það segir ekkert í fréttinni.  Helst er hægt að álykta sem svo að hann hafi vaknað eitthvað illa einn daginn og farið "veggmegin" fram úr rúminu og af því hafi hann dregið þá ályktun að fjandans APABÓLAN sé mannkyninu alveg stórhættuleg og það verði að grípa til EINHVERRA harðra aðgerða...........


mbl.is Apabólan er alvarlegt heimsvandamál að mati WHO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÁRSREIKNINGAR ERU EKKI EITTHVAÐ "HEILAGT RIT" ÞAR SEM "ALLT" ER TEKI FRAM Í......

Eins og til dæmis kemur fram í ársreikningi fyrirtækis frá 2020, sem nýlega var selt.  Þar kom fram mikið rekstrartap og fyrirtækið var með verulega NEIKVÆÐA EIGINFJÁRSTÖÐU en samt sem áður var fyrirtækið "SELT" fyrir rúmlega 31 MILLJARÐ króna.  Ekki finnst nein skýring á þessu verði í ársreikningi??????


mbl.is Afkoma í sjávarútvegi ekki betri en í öðrum greinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FRÁ ÞVÍ AÐ "BÓLUSETNINGARNAR" HÓFUST - HAFA KOMIÐ FRAM ÖRUGGAR VÍSBENDINGAR UM AÐ ÞÆR VIRKUÐU EKKI.....

Þannig að það er hægt að segja að engar breytingar hafi orðið alveg frá því að "bólusetningarnar"  gegn COVID-19 hófust.......


mbl.is Vísbendingar um að bólusetning virki verr á BA.5
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI SVOSEM VIÐ ÖÐRU AÐ BÚAST................

Í það minnsta hefði ég orðið alveg "KJAFTBIT" ef ráðherranefnan hefði haft dug í sér til að gera nokkurn skapaðan hlut af viti frekar en fyrri daginn.  Eina vitið hefði verið að gefa handfæraveiðarnar bara frjálsar.  það eru um það bil tveir og hálfur þokkalega góðir mánuðir eftir þar sem handfærabátar geta átt nokkuð góða veiði eftir en eftir miðjan október er varla hægt að segja að það sé hægt að vera að einn einasta dag og  nóvember og desember eru má segja alveg steindauðir og varla nokkuð að gera fyrr en Grásleppan byrjar á næsta ári.  En að sjálfsögðu er ekki hægt að gera ráð fyrir að ráðherra hafi kjark  eða vit til að gera nokkuð sem væri þvert á vilja "stórútgerðarinnar"...............


mbl.is Strandveiðar klárast á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐ HVAÐA LEYTI GAGNAST ÞESSI VIÐSKIPTI LANDINU????????

Að selja mikilvæga innviði út úr landinu, getur ekki verið að gagnist landi og þjóð mikið og verður ekki annað séð en að áhyggjur Samkeppniseftirlitsins (SKE) séu fullkomlega eðlilegar og ef eitthvað er þá eru þær full varfærnislega orðaða í andmælaskjali SKE.  Af þessu verður ekki annað séð en að Orri Hauksson ætli að leggjast "hundflatur" fyrir Frökkunum og gera ALLT sem hann mögulega getur til þess að af þessum viðskiptum geti orðið, jafnvel þótt hann þurfi allt að því að gefa þeim fyrirtækið...........


mbl.is Viðbrögð Samkeppniseftirlitsins komu á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVENÆR Á EIGINLEGA AÐ FARA AÐ LEIÐRÉTTA ÞESSA VITLEYSU, SEM KVÓTAKERIÐ ER????

Kvótakerfið hefur verið tóm "steypa" alveg frá upphafi og með tímanum hefur verið bætt í þvæluna frekar en hitt og ber þá sérstaklega að  nefna að leift var að VEÐSETJA kvóta og svo kom stóra "bomban" en þá kom framsalsheimildin.  Ég hef leitað í nokkrum lagabálkum og ÉG HEF HVERGI FUNDIÐ AÐ AÐ SÉ NOKKUR HEIMILD TIL AÐ "SELJA" KVÓTA SEM HEFUR VERIÐ ÚTHLUTAÐ.  Enda sér það hver maður að menn geta ekki selt það sem þeir eiga ekki og það er náttúrlega með öllu fáránlegt að það megi "veðsetja" eitthvað sem menn eiga ekki.  KVÓTI ER EKKI ÞINGLÝST EIGN NEINS AÐILA.  Mér er það STÓRLEGA TIL EFS að ég kæmist upp með að VEÐSETJA leiguíbúðina sem ég er í núna og hvað þá að SELJA hana.  Samkvæmt grein sem prófessor Þórólfur Matthíasson skrifaði í Fréttablaðið þann 16.júlí síðastliðinn, var varanlegt þorskígildiskíló selt á kr. 2.556 frá Vísi í Grindavík til Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað FYRIR "SAMEIGINLEGA EIGN ÞJÓÐARINNAR"...............


mbl.is Að óbreyttu með 14% af aflaheimildum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband