ÓSKILJANLEGT HVERSU MIKIÐ "FÁR" ER HÆGT AÐ GERA ÚR ENGU

Ég get bara ekki með nokkru móti séð, að sú ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að veita ekki fjölmiðlum upplýsingar um nauðgunarmál á Þjóðhátíð, breyti nokkrum sköpuðum hlut, halda menn kannski að það að fjölmiðlar fái fréttir af nauðgunum komi í veg fyrir nauðgun, sem hefur þegar átt sér stað?  Og þetta stórmál, sem fjölmiðlar hafa gert úr þessu er alveg hreint langt út úr kortinu svo kórónar RÚV allt saman með því að fá álit á þessari ákvörðun lögreglustjórans hjá forráðakonum "Druslugöngunnar". Síðan hvenær varð þeirra álit svona þungt á metunum og var ekki fyrirfram vitað hvert þeirra álit yrði?


mbl.is Allar upplýsingar veittar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband