Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2013

AGS FÓR AF LANDI BROTT ÞEGAR STJÓRNARTÍÐ ÞEIRRA OG "RÍKISSTJÓRNAR FÓLKSINS" LAUK.......

Því þeir hafa fullreynt það að í nýrri ríkisstjórn hér á landi situr fólk sem er skynsamara en það að þetta fólk láti troða inn á sig úreltum hagfræðikenningum og hagfræðiúrræðum sem hafa brugðist annars staðar í heiminum.  En þetta er einmitt það sem gerði samstarf "Ríkisstjórnar Fólksins" og AGS svo "FARSÆLT" því "Ríkisstjórn Fólksins" var samansafn af trúgjörnum einfeldningum sem einfalt var að spila með....
mbl.is Sendiskrifstofu AGS lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐ TAKA ÞJÓFA OG NJÓSNARA Í DÝRÐLINGATÖLU.................

Með því að stela gögnum frá vinnuveitanda sínum er verið að brjóta trúnað.  Hverra er að ákveða hvort gögnin eru þess eðlis að þau skaði almenning eða brjóti gegn réttindum annarra??????  Þeir menn sem þetta gera eru ekkert annað en ótýndir glæpamenn.  Er þá ekki öryggisverði fullkomlega heimilt að "leka"öryggisupplýsingum um það fyrirtæki sem hann vinnur hjá?????  Hvar á að draga mörkin milli þess sem er rétt og rangt og hver á að gera það???????


mbl.is „Hann gerði heiminn aðeins betri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVER SKYLDI ORSÖKIN FYRIR ÞESSU OFSTÆKI VERA?????

Ég var að horfa á kvöldfréttirnar á Stöð 2.  Þar var meðal annars til umfjöllunar fækkun hvala í hvalaskoðunarferðum.  Það sem vakti athygli mína,var það að eingöngu var rætt við aðila frá ferðaþjónustunni, Ásbjörn Björgvinsson en engan sem var talsmaður hvalveiðimanna.   Það mætti halda að  fjölmiðlar líti á það sem skyldu sína að kynda undir meintum ágreiningi milli hvalveiðimanna og hvalaskoðunarmanna. Að mati Ásbjörns, var þessi fækkun hvala EINGÖNGU rakin til HVALVEIÐA og þetta gleypa fréttamenn alveg "hrátt" án þess að kynna sér málið nokkuð frekar.  Um daginn var viðtal við Þorstein Þorbergsson skipstjóra á Hrafnreyði, þar sem hann lýsti aðferðum "hvalaskoðunarmanna" á miðunum.  Það væri kannski ekki úr vegi að rifja það upp sem hann sagði:  (þetta er ekki orðrétt eftir honum haft en innihaldið er óbrenglað) Einn hvalaskoðunarbátur finnur hval á miðunum, þá er strax rokið í stöðina og hin hvalaskoðunarskipin eru látin vita.  Eftir skamma stund eru komnir fjórir til fimm báta á staðinn og dýrið er hreinlega króað af og siglt alveg upp að því og dæmi eru um það að atgangurinn hafi verið það mikill að það hafi hreinlega verið keyrt á dýrið.  Svo koma menn eins og Ásbjörn Björgvinsson og halda því blákalt að það sé veiðum að kenna hversu hvalirnir eru orðnir styggir.  En hversu miklu er hvalaskoðun að skila til þjófélagsins????  Greinin borgar ENGAN virðisaukaskatt því að hvalaskoðunarfyrirtækin halda því fram að þau stundi "fólksflutninga" (fólksflutningar eru ekki virðisaukaskattskyldir), að fyrirtækin skuli komast upp með þetta er nokkuð sérstakt því skilgreiningin á fólksflutningum er sú að verið sé að flytja fólk frá einum stað til annars en hvalaskoðunarbátarnir fara frá einum stað og koma til baka til sama staðar.  "Hagnaður" flestra hvalaskoðunarfyrirtækja, eftir árið, er ENGINN þannig að ekki er greiddur neinn tekjuskattur.  Vissulega greiða hvalaskoðunarfyrirtækin einhver leyfisgjöld en að  öðru leiti er það ekki mikið sem þessi "blómlegi" atvinnuvegur skilur eftir sig.  Hvalskoðunarmenn tala mikið um að veiðar á hval skili mjög litlu miðað hvalaskoðun árið 2008 gerðu nokkrir nemendur við Háskólann á Akureyri könnun  á því hvort hvalveiðar hefðu áhrif á hvalaskoðanir og einnig var fjárhagsleg afkoma beggja greinanna skoðuð og var útkoman sú að hvalveiðar hefðu ENGIN áhrif á hvalaskoðun og fjárhagshlutinn var hvalaskoðuninni síður en svo hagstæður.  Þurfa hvalaskoðunarmenn ekki aðeins  að fara að lýta í eigin barm???????

FULLKOMLEGA VERÐSKULDAÐ............

En leikurinn var góður og það kom bara á óvart hvað Norðmenn gátu staðið í Þjóðverjunum.  En fyrra vítið sem Norðmenn fengu var hrein gjöf, sú Norska var klók og lét sig bara FALLA í teignum og vonaði það besta, dómarinn lét blekkjast og dæmdi víti og það má segja að réttlætinu hafi verið fullnægt þegar þýski markmaðurinn varði.  Norskir fjölmiðlar fjalla EKKERT um þetta fyrra víti enda sést það alveg í endursýningum að þarna var ekki um víti að ræða.   Að skora ekki úr seinna vítinu, var alveg skelfilegt og þá var alveg ljóst að Norðmenn gátu ekki unnið þennan leik.  Fái lið svona möguleika gegn Þýskalandi VERÐUR að nýta hann annars fer illa, sem varð svo raunin.....................
mbl.is Evrópumeistarar í áttunda sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EN ER ÞESSI ÞRÓUN VEGNA HVALVEIÐA?????????

Um daginn var viðtal við Þorstein Þorbergsson skipstjóra á Hrafnreyði, þar sem hann lýsti aðferðum "hvalaskoðunarmanna" á miðunum.  Það væri kannski ekki úr vegi að rifja það upp sem hann sagði:  (þetta er ekki orðrétt eftir honum haft en innihaldið er óbrenglað) Einn hvalaskoðunarbátur finnur hval á miðunum, þá er strax rokið í stöðina og hin hvalaskoðunarskipin eru látin vita.  Eftir skamma stund eru komnir fjórir til fimm báta á staðinn og dýrið er hreinlega króað af og siglt alveg upp að því og dæmi eru um það að atgangurinn hafi verið það mikill að það hafi hreinlega verið keyrt á dýrið.  Svo koma menn eins og Hjörtur Hinriksson og ljúga því blákalt að það sé veiðum að kenna hversu hvalirnir eru orðnir styggir.  Þurfa hvalaskoðunarmenn ekki aðeins  að fara að lýta í eigin barm???????
mbl.is Mikil fækkun hvala í hverri skoðunarferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Hjónin voru að horfa á
sjónvarpið.  Eiginmaðurinn djöflaðist í fjarstýringunni:

Golf....klám...golf...klám...golf...klám...golf..

Konan frekar pirruð:"Hættu þessu fikti og stilltu bara á klámrásina,

þú veist hvernig á að spila golf "!!!


OG SÍÐAN ÞÁ HEFUR ANDSTAÐAN VIÐ INNLIMUN AUKIST...........

Þó ég taki nú ekki skoðanakannanir sem einhverja heilaga ritningu þá verður það að viðurkennast að þær gefa ákveðna vísbendingu.  Helsti INNLIMUNARMIÐILLINN, Fréttablaðið, birti nokkuð reglulega kannanir vegna ESB INNLIMUNAR en þegar andstaðan var komin yfir 70% fór að bera minna og minna á þessum könnunum og mig minnir að síðast þegar ég sá svona könnun síðast í júní var andstaðan 62%, óákveðnir um 20% og fylgjandi 18%................
mbl.is Telja ESB-aðild ekki Íslandi í hag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ER NÚ GOTT AÐ MAÐURINN SKULI VERA "HREINN"..................

Það væri saga til næsta bæjar ef hann myndi mæta haugdrullugur og illa lyktandi á næsta mót.  Og svo getur líka verið að hann hafi meint að hann væri hreinn sveinn.  Annars las ég útskýringu á þeirri sögn en þannig var víst að hershöfðingjar í Grikklandi hinu forna, höfðu með sér unga drengi þegar þeir fóru í herferðir, þessir drengir voru "notaðir" í stað kvenna á meðan að á herferðinni stóð.  Þeir sem EKKI höfðu farið í svona herferðir voru sagðir HREINIR SVEINAR.  Þessi útskýring á þessu máltæki þykir mér mjög trúverðug en sjálfsagt má deila um það eins og annað...........
mbl.is Usain Bolt: Ég er hreinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KOSNINGALOFORÐ "RÍKISSTJÓRNAR FÓLKSINS" DAUÐ OG ÓMERK.....

Þau ætluðu sér að "KAUPA" sér sæti í næstu ríkisstjórn.   En sem betur fer  sáu kjósendur í gegnum þetta ómerkilega bragð þeirra Gunnarsstaða Móra og Heilagrar Jóhönnu og gáfu þeim RAUÐA SPJALDIÐ í kosningunum 27 apríl.  Nú þurfa núverandi stjórnarflokkar að "moka upp skítinn" eftir þau og stöðva kosningavíxlana þeirra, sem áttu að halda þeim áfram í stjórnarráðinu...............
mbl.is Fjárfestingaáætlun skorin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞÖKK SÉ GUNNARSSTAÐA MÓRA OG HEILAGRI JÓHÖNNU........

Nú eru skattahækkanir þeirra að koma að fullu fram.  Nú er "skjaldborgin um heimilin" "Ríkisstjórnar Fólksins" að koma fram og þau horfa STOLT yfir verk sín á síðasta kjörtímabili.  En þau skildu við heimilin í MUN verri stöðu en þau voru í þegar þau skötuhjú rændu völdum.  "BLESSUÐ SÉ MINNING ÞEIRRA"....................
mbl.is Skuldir heimilanna aukast á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband