Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Hafa þeir réttar upplýsingar núna?????

Forsætisráðherra sagði það síðast þegar lánshæfismatið var lækkað að matsaðilar hefðu ekki haft réttar upplýsingar, hafa þeir þá réttar upplýsingar núna?  Ég hélt að Forsætisráðherra BÆRIað sjá til þess að þessir aðilar hefðu alltaf nýjustu upplýsingar til að vinna úr.  Að sjálfsögðu lætur Forsætisráðherra dýralækninn sjá um þetta en það breytir ekki því að Forsætisráðherra ber ábyrgðina.
mbl.is Skuldir Íslands í hæstu hæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru "snillingarnir" eitthvað að klikka á rekstrinum?

Meðan aðgangur að "lánsfjármagni" var nægur og fyrirtækin "ráku" sig að mestu sjálf, þá var einfalt að  vera í rekstri og greiða sjálfum sér u.þ.b 20 milljónir í laun á mánuði og viðkomandi var álitinn eitthvað "undrabarn" í fjármálum, vegna þess að allt gekk svo vel hjá honum og svo var hann líka með fasta opnu í Séð og Heyrt en nú er öldin önnur og þegar er "skortur" á lánsfjármagni hvar sem er í heiminum, reynir á snilli og getu þessara "snillinga" til þess að reka þessi fyrirtæki þegar gefur á bátinn.  Var ekki Lárus Welding svo mikill snillingur að það þurfti að greiða honum 300 milljónir fyrir að koma í vinnu í Glitni, hvað gerði hann þar?
mbl.is Stoðir óska eftir greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja nú er það svart maður!!!!!!!

.... og menn farnir að ræða um daginn og veginn í SVÖRTULOFTUM.  Samkvæmt því sem Geir Haarde sagði þá er ekkert að og það er bara viðtekin venja að ræða við Seðlabankamenn.  En um hvað hafa þeir getað talað?  Íslandsmótið í knattspyrnu er jú búið, laxveiðin hefur verið mjög góð um allt land og svona mætti lengi telja.  En það eru víst engin vandamál hér á landi í efnahagsmálum svo ég veit ekki hvað bankamenn og "efnahagsráðgjafi" (eða það væri réttara að segja "blaðursfulltrúi") ríkisstjórnarinnar voru að gera á þessum fundi og ekki má gleyma stjórnarandstöðunni.
mbl.is Ráðamenn funduðu fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ég sem hélt, þegar ég las fyrirsögnina, að þetta væri frétt um LÍÚ!!!!!

....en las svo fréttina alla og þá kom í ljós að það var verið að fjalla um hundasýningu.  Það er ekki fallega gert að bendla blessaða hundana, sem hafa ekkert til saka unnið, við svona samtök eins og LÍÚ.
mbl.is Prins þjófanna fremstur meðal jafningja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað styðja þeir þetta...

.....annars væru þeir í djúpum sk.. og störfin þeirra í uppnámi.
mbl.is Styðja dómsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef það væri krísa - þá væru þetta ekki "réttu" mennirnir til að ræða við!!!!!!

Að því leiti er þetta alveg rétt.  Hryðjuverkamennirnir í Seðlabankanum, með Davíð Oddsson í fararbroddi, eru búnir að gera svo mikinn óskunda fyrir efnahagslífið, að það er búið að sýna sig rækilega að það þýðir ekkert að hafa þá með í ráðum ef á að fara að gera eitthvað sem gæti skilað árangri fyrir efnahaghaginn í landinu.  Annars er hrokinn í honum Geir Haarde alveg með ólíkindum og sú lítilsvirðing sem hann sýnir blaða- og fréttamönnum er svo mikil, hann talar við þá eins og einhverja óvita og það sem verra er hann kemst alveg upp með þennan "leik" sinn.  Blaðamenn og fréttamenn "gapa" uppí hann og taka öllu sem hann segir og segir ekki þegjandi og hljóðalaust.  Á HVAÐA LEIÐ ER FRÉTTAMENNSKAN EIGINLEGA? Þetta kalla ég gagnrýnislausa fréttamennsku.
mbl.is Enginn krísufundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað með almenning????

Er FÍB ekki að athuga hvert tjón hins almenna bifreiðaeiganda var vegna samráðs olíufélaganna, eða vernda lögin þá sem fremja svona "hvítflibbaglæpi"?
mbl.is Sérfræðingar meta tjón íslenska ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsóknarnefnd sjóslysa óstarfhæf.

Vegna þess að það hefur "gleymst" að skipa í nefndina.  Þetta kemur fram á vísi.is .  Er bara ekkert í lagi hér á þessu landi lengur?  Annars finnst mér svona persónulega að rannsóknarnefnd sjóslysa mætti nú sýna örlítið meiri metnað í skýrslum sínu, t.d afgreiða þeir nokkuð mörg sjóslys sem ÓHAPPASLYS.  Óhappaslys get ég að mörgu leiti tekið undir, því flest slys eru óheppileg og eru tilkomin vegna óheppilegra aðstæðna en aftur á móti veit ég voða lítið til þess að HAPPASLYShafi átt sér stað, nema jú þegar ég varð til, en svo braut móðir mín heitin mig niður þegar hún sagði mér það að ég hefði ekki orðið til fyrir neina "slysni" svo ég verð að draga þetta til baka þannig að ég veit bara ekki um neitt HAPPASLYS.

Föstudagsgrín

Guðrún fór í læknisskoðun á heilsugæslustöðina. Læknirinn byrjaði á að spyrja hversu þung hún væri og Guðrún sagðist vera 55 kg. Læknirinn lét hana þá stíga á vigtina sem sýndi 94 kg. Næst spurði læknirinn hversu há Guðrún væri. 168 cm svaraði hún. Læknirinn bað hana að standa upp við vegg og mældi hana með þar til gerðu málbandi. Niðurstaðan var 155 cm. Því næst mældi  læknirinn  blóðþrýstingin hjá Guðrúnu og tilkynnti henni að þrýstingurinn væri allt of hár. Nú var nokkuð fokið í sjúklinginn sem sagði æst í bragði: "Já ertu eitthvað hissa á því. Þegar ég kom hingað var ég há og grönn og núna er orðin lítil og feit....."

Nokkuð langur "fattarinn" í honum þessum!!!!

...því efnahagslífið er búið að vera á heljarþröminni í langan tíma ekki bara í Bandaríkjunum heldur í heiminum öllum og ef mannræfilstuskan er loksins að átta sig á því núna er kannski ástæða til að efast um andlega heilsu hans og atgervi yfirleitt. Whistling  Merkilegur andskoti hvað peningar og sambönd geta gert mikið fyrir lítið.
mbl.is Efnahagslífið í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband