Bloggfærslur mánaðarins, september 2018

ÞESSI DÓMUR ER EKKERT ANNAÐ EN ÖMURLEGT YFIRKLÓR

Og það er langur vegur frá því að þessu máli sé lokið.  Fyrir það fyrsta hefur málið ekki verið rannsakað af neinu viti.  Það hefur aldrei komið fram hvers vegna mál Guðmundar Einarssona og Geirfinns Einarssonar voru spyrt saman (bara þetta atriði er óskiljanlegt með öllu).  Þegar farið var fram á endurupptöku málsins árið 1997 og því var HAFNAÐ og var það skýrt í löngu máli, EN HVER VAR RAUNVERULEGA ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ AÐ EKKI VAR "HÆGT" AÐ TAKA UPP MÁLIÐ ÞÁ???  Það verður ekki um það að ræða að þessu máli ljúki fyrr en það verður rannsakað almennilega og niðurstaða fengin.  Lá kannski svo mikið á að fá niðurstöðu í þetta á sínum tíma, að einhverjum þætti það réttlætanlegt að "fórna" þessum sex ungmennum????  Trúðu menn því virkilega að þessi ungmenni væru sek um TVÖFALT MORÐ????  Og hvernig stóð eiginlega á því að mál Erlu Bolladóttur var EKKI tekið fyrir nú í þessari "endurupptöku"????? Spurningarnar vegna þessa máls eru mun fleiri en svörin........


mbl.is Vildi fá afstöðu til málsmeðferðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Þennan sendi mér dyggur lesandi og sendi ég honum bestu þakkir fyrir.

Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að efnið getur verið varasamt fyrir viðkvæma einstaklinga og sært blygðunarkennd þeirra verulega. Þeim einstaklingum er ráðlagt að hætta lestrinum ekki seinna en núna.

Kata fékk fréttir af því að afi hennar væri nýlátinn og fór því í heimsókn til ömmu sinnar – sem var 95 ára – til að veita henni huggun og félagsskap. Kata spurði ömmu úr hverju afi sinn hefði dáið.„Hann fékk hjartaáfall á meðan við vorum uppi í rúmi að njóta ásta á sunnudagmorguninn.“ svaraði amman.Kata sagði ömmu sinni að það gæti nú verið hættulegt fyrir fólk að stunda kynlíf á þessum aldri, orðin næstum því hundrað ára.„Nei, elskan mín. Alls ekki.“ sagði amman. „Fyrir mörgum árum, þegar við uppgötvuðum að við vorum ekki lengur ung, komumst við að því að besti tíminn til að gera það væri á sunnudagsmorgnum þegar kirkjuklukkurnar byrja að hringja. Þær gáfu okkur alveg rétta taktinn. Góðan, hægan og ákveðinn. Inn á ding-inu og út á dong-inu.“  Hún gerði hlé á máli sínu til að þurrka tárin úr augunum, en hélt svo áfram: „Og afi þinn væri líklega enn á lífi ef ísbíllinn hefði ekki komið á sama tíma.“


SENNILEGA ER ÞETTA LANG BESTA LEIÐIN AF ÞVÍ SEM EFTIR ER AF MÖGULEIKUM

Eftir að Dagur "kippti" þeirri ódýrustu úr sambandi og skapaði hugsanlega með því bótaskyldu borgarinnar til Vegagerðarinnar........


mbl.is Endurskoða þarf Sundabraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BYRJUNIN Á ÞVÍ SEM KOMA SKAL......

Það sjá það allir, sem eru með að minnsta kosti "hálf fimm", að það að vera með LSH þarna við Hringbrautina, er tómt klúður.  Umferðin þarna er þegar vandamál og ástandið í þeim málum á bara eftir að versna.  Svo eiga eftir að vera þarna "jarðvegsframkvæmdir" og aðrar byggingaframkvæmdir með tilheyrandi sprengingum og látum næstu 10-15 árin eða jafnvel lengur.  Hvað skyldi þurfa að fresta mörgum "aðgerðum" vegna þess????  Ég er þess fullviss að einhverjar skurðaðgerðir eiga eftir að fara illa vegna þessa......


mbl.is Tafir á umferð vegna sjúkraflutninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"DÝR MYNDI HAFLIÐI ALLUR"........

En þrátt fyrir hátt gjald í göngin. er engin von til að þessi göng verði greidd upp af þeirri kynslóð sem ferðast um landið og ekki heldur af þeirri næstu.  Hversu lengi þjóðin verður með þennan skuldbagga á bakinu eru frekar fáir sem vita um. EN EITT ER VÍST AÐ ÞARNA HÖFUM VIÐ DÆMI UM "KJÖRDÆMAPOT" AF VERSTU TEGUND OG VÆRI VEL VIÐ HÆFI AÐ REISA STYTTUR AF ÞEIM TVEIMUR ÞINGMÖNNUM SEM MEST HÖFÐU SIG MEST Í FRAMMI Í "KJÖRDÆMAPOTINU".  Þessi jarðgöng og öll framkvæmdin er dæmi um hvernig eigi EKKI að standa að framkvæmdum, hvort sem um er að ræða samgöngumannvirki eða aðrar framkvæmdir...........


mbl.is Rukkaðir um tæp tvö og sex þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VANDAMÁLIÐ ER ÞESSI "EINKAVÆÐINGARDRAUGUR" SEM SVANDÍS OG AÐRIR GAMLIR KOMMAR SJÁ Í HVERJU HORNI...

Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr er tvöfalt heilbrigðiskerfi hér á landi.  Svandís og aðrir kommar verða bara að viðurkenna það vandamálið er bara að láta þessi tvö kerfi vinna saman og ná eins miklu út úr þeim og hagkvæmt og hagstætt er fyrir þjóðina.  En ekki endalaust að vera að berja hausnum í steininn og hanga eins og hundur á beini við einhverja eldgamla og úrelta hugsjón, eins og Heilbrigðisráðherra virðist gera......


mbl.is Ríkisendurskoðun ekki í Vinstri grænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAÐ SKYLDI VALDA ÞVÍ AÐ "SUMIR" VILJA SVÍKJA LAND OG ÞJÓÐ MEÐ ÞVÍ AÐ "INNLIMA" LANDIÐ Í ESB??????

Það ætti að vera nóg fyrir LANDRÁÐAFYLKINGARFÓLK og VIÐREISNARLIÐIÐ að lesa þetta viðtal við herra Ólaf Ragnar Grímsson og þá sérstaklega hvernig ESB ætlaði að "troða" Ices(L)ave ofan í okkur......


mbl.is Dagbækur Ólafs varpa ljósi á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ER FREKAR HEILBRIGÐISRÁÐHERRA SEM VIRKAR EKKI....

Og það sem verra er, ÞAÐ ER ALLT ÚTLIT FYRIR AÐ ÞJÓÐIN SITJI UPPI MEÐ ÞENNAN RÁÐHERRA ÚT KJÖRTÍMABILIÐ OG NOKKUÐ VÍST AÐ UMRÆDDUM RÁÐHERRA GETUR TEKIST AÐ VINNA MIKIÐ TJÓN Á ÞEIM TÍMA.  Það verður ekki séð að það sé neinn innan raða VG, sem hugsanlega gæti tekið við embættinu og sinnt því skammlaust.  Eini maðurinn, sem hugsanlega gæti gert eitthvað af viti er Jón Gunnarsson.  En þar sem hann er Sjálfstæðismaður, er afskaplega hæpið að VG liðar tækju það í mál þrátt fyrir að það væri augljóst mál að sú ráðstöfun yrði þjóðinni til hagsbóta.  Það er bara þannig að flestir þingmenn eru ekki að vinna með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi......


mbl.is Segir að fyrirkomulagið virki ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVERSVEGNA ÁTTU BANDARÍKJAMENN AÐ HAFA SAMRÁÐ VIÐ ÍSLENDINGA VEGNA UPPBYGGINGAR FLUGVALLA Á GRÆNLANDI?????

Íslendingar og Bandaríkjamenn eiga ekki í neinu samstarfi í hernaðarmálum nema það að Bandaríkjamenn sjái einstöku sinnum um "loftrýmisgæslu" á vegum NATO, svo eru menn yfir sig hneykslaðir á því að Bandaríkjamenn "ráðfæri" ekki við Íslendinga vegna hugmynda um uppbyggingu flugvalla á Grænlandi.....


mbl.is Auka hernaðarumsvif sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MENN HLJÓTA AÐ SPYRJA: "ERU SUMIR KJÓSENDUR MEÐ SKÍT Á MILLI EYRNANNA"????

Það er náttúrulega ekki skrítið að fólk spyrji sig þessarar spurningar þegar svona lýðskrumsflokkur hækkar úr 16,6% í 19,8%.  Hvernig getur fólk verið svona arfaruglað????  En auðvitað verður að horfa á björtu hliðarnar og sjá að þetta er þetta bara skoðanakönnun en ekki kosning sem skiptir litlu máli.....


mbl.is Samfylkingin með tæplega 20% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband