Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Þrátt fyrir að krónan sé alltaf að styrkjast?

Á hve miklar eldsneytisverðshækkanir værum við að horfa ef gengið ynni ekki með okkur þarna?  Eða getur verið að olíufélögin noti sterkt gengi krónunnar til þess að auka sína álagningu?  Hvað segja FÍB menn um málið?
mbl.is Eldsneytisverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármálaráðherra kemur þetta ekki við!

Það er afgangur af rekstri ríkissjóðs, það virðist vera alveg nóg fyrir "dýralækninn", honum er slétt sama þótt hagvöxturinn hér á landi sé borinn uppi af einkaneyslu sem svo aftur er borinn uppi af lánsfé en þetta veldur svo aftur verðbólgu og til að bregðast við henni hækkar Seðlabankinn stýrivextina sem aftur verður til þess að þrengja enn meira að útflutningnum en þegar er orðið.  Ætlar Fjármálaráðherra bara að sitja hjá og horfa á þennan "Hrunadans" án þess að aðhafast nokkuð?
mbl.is Vöruskiptin í september óhagstæð um 9,9 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að velta fyrir sér.

Alltaf svoldið gaman að velta fyrir sér:

 

Af hverju ætli maður þurfi alltaf að gá hvort veggur sé nýmálaður, þegar maður sér viðvörun um það?

 

Af hverju er Alcoholics Anonymus (AA) (ísl. "Ónafngreindir Alkaholistar") nefndir svo, þegar það fyrsta sem þeir geraá fundum er að standa upp og segja eitthvað á þessa leið: "Ég heiti Halldór og ég er alkaholisti"?

 

Skyldi "franskur koss" bara kallast "koss" í Frakklandi?

 

Hver ætli hafi verið sá fyrsti sem horfði á kú og sagði: "Ég held ég kreisti þetta dinglumdangl neðan á henni og drekki það sem út kemur"?

 

Af hverju límist ekki límtúpan saman?

 

Af hverju sér maður aldrei fyrirsögnina: "Skyggn manneskja vinnur í lottó"?

 

Af hverju er orðið "skammstöfun" svona langt orð?

 

Af hverju er hnefaleikahringurinn ferhyrndur?

 

Af hverju er appelsínusafi framleiddur úr gerviefnum og uppþvottalögur búinn til úr ekta sítrónum?

 

Af hverju er það kallað "rush-hour" einmitt þegar umferðin gengur sem hægast?

 

Af hverju er orðið orðabók í orðabókum?

 

Af hverju er ekki til kattamatur með músabragði?

 

Af hverju eru flugvélar ekki framleiddar úr sama efni og "svarti kassinn"

sem er óbrjótandi og erfitt að eyðileggja?

 

Af hverju eru allar brauðristar með stillingu sem brenna brauðsneiðar í kolamola sem enginn vill borða?

 

Ef maður á jarðarskika, á maður hana þá alveg niður að kjarna Jarðarinnar?

 

Af hverju geta konur ekki sett á sig maskara án þess að hafa opinn munninn?

 

Af hverju klæjar mann alltaf í nefið þegar maður er búinn að óhreinka hendurnar?

 

Af hverju er mínútan miklu lengur að líða fyrir utan klósetthurðina en innan?

 

Ef ástin er blind, af hverju eru sexí undirföt þá svona vinsæl?

 

Hvers vegna vantar okkur alltaf eitthvað af draslinu sem við geymdum uppi á lofti í 3 ár, 3 dögum eftir að við hentum því loksins?

 

Ef það er satt að við séum hér til að hjálpa öðrum, hvað eru þá hinir að gera hér?

 

Ef ólívuolía er búin til úr ólívum, hvaðan kemur þá barnaolían ?

 

FÖSTUDAGSGRÍN

Einu sinni voru tveir menn á kaffihúsi á Íslandi, Normaður og
Íslendingur.
Íslendingurinn var að borða á kaffihúsinu. Hann var að borða brauð
með ávaxtasultu og Normaðurinn var með tyggjó. Þá labbaði Normaðurinn að
Íslendinginum og spurði: "Borðar þú skorpurnar á brauðinu"?
-Íslendingurinn: "Já auðvitað. Af hverju spyrðu að þessu".
-Normaðurinn: "Ekki við í Noregi. Við sendum þær í endurvinnslu og búum til
brauð úr þeim og sendum til Íslands".

Eftir dálitla stund kom Normaðurinn aftur og spurði:

"Hvað gerir þú við híðið af ávöxtunum þegar þú borðar ávöxt".
-Íslendingurinn: "Auðvitað hendum við því í ruslið".
-Normaðurinn: "Ekki við. Við sendum það í endurvinnslu og búum til
ávaxtasultu úr því og sendum hana til Íslands".
Nú var Íslendingnum nóg boðið og sagði:

"Hvað gerir þú við smokkana þegar þú ert búinn að nota þá"?
-Normaðurinn:"Auðvitað hendum við þeim í ruslið".-
Íslendingurinn:
"Ekki við. Við sendum þá í endurvinnslu og búum til tyggjó úr þeim og
sendum til Noregs".

Verður ferjuhöfn í Bakkafjöru næsta “Grímseyjarferjuklúður”?

 Nokkuð hefur verið skrifað um ferjuhöfn í Bakkafjöru og eru skoðanir um hana afskaplega skiptar, svo ekki sé nú fastar að orði kveðið.  Margir hafa bent á að rannsóknir á Bakkafjöru séu alls ófullnægjandi og margir þættir alls ekki teknir inn í dæmið og þar með séu þær niðurstöður sem lagðar eru til grundvallar framkvæmdinni allsendis ófullnægjandi.Hver er svo ábyrgur ef allt fer á versta veg?  Verður ábyrgðinni skellt á einhvern “sérfræðing” hjá Siglingastofnun eða stýrihópinn um hafnargerð í Bakkafjöru nú og svo verður hægt að skella ábyrgðinni á bæjarstjórn Vestmannaeyja og bæjarstjórann, það eru nokkrir möguleikar í stöðunni, en eitt er alveg víst, að Samgönguráðherra ber ekki neina ábyrgð. Nú ætla ég að fara yfir nokkur atriði í þessari skýrslu, sem stýrihópur um höfn í Bakkafjöru, sendi frá sér og er byggð á “fjölmörgum” rannsóknum margra virtra fyrirtækja og stofnana.  En ég fæ nú ekki betur séð en að niðurstöðum sé “hagrætt” þannig að útkoman verði verkefninu “hagstæð”.   
  • Á blaðsíðu 5 í umræddri skýrslu, er talað um það að aldan fyrir suðurlandi sé sú hæsta sem um getur, en sé lægst við Bakkafjöru vegna þess að Bakkafjara sé í “skjóli” af Vestmannaeyjum.  Þvílíkt bull, á milli Bakkafjöru og Eyja eru rúmlega 5 kílómetrar.  Þegar ég var stýrimaður og var farið í “var” t.d undir Grænuhlíð, fyrir vestan, rekur mig aldrei minni til þess að við fengjum “skjól” af því að vera 5 kílómetra undan Hlíðinni.  Það er hægt að vera í skjóli 100-200 metra frá (fer eftir landslagi) en  rúma 5 kílómetra, það er náttúrulega algjört kjaftæði og að byrja á því að  bera svona bull fram í byrjun skýrslunnar vekur upp  spurningar um hversu mikið sé að marka restina af henni?
  • Á blaðsíðum 5 og 6, í skýrslunni, er talað um sandrifið utan við fyrirhugað hafnarstæði í Bakkafjöru.  Þar segir meðal annars “Þegar aldan er nægjanlega há á leið sinni yfir sandrifið, fer hún að hryggjast og getur því brotnað á sandrifinu. Öldurnar brotna á um 300 m kafla frá 10 m jafndýpislínunni og inn fyrir hrygginn á sandrifinu. Við það, að aldan brotnar á sandrifinu, lækkar hæð öldunnar verulega, og heldur brotna aldan áfram að berast yfir um 400 m breiðan og 10 -12 m djúpan ál, sem liggur innan við sandrifið. Fjarlægðin frá hrygg sandrifsins að fyrirhuguðu hafnarmynni er um 500 metrar”.   Oft hef ég farið þarna um í misjöfnum veðrum og hef ég aldrei séð annað en að það brjóti á þessu rifi.      
    • Á blaðsíðum 5 og 6, í skýrslunni, er talað um sandrifið utan við fyrirhugað hafnarstæði í Bakkafjöru.  Þar segir meðal annars “Þegar aldan er nægjanlega há á leið sinni yfir sandrifið, fer hún að hryggjast og getur því brotnað á sandrifinu. Öldurnar brotna á um 300 m kafla frá 10 m jafndýpislínunni og inn fyrir hrygginn á sandrifinu. Við það, að aldan brotnar á sandrifinu, lækkar hæð öldunnar verulega, og heldur brotna aldan áfram að berast yfir um 400 m breiðan og 10 -12 m djúpan ál, sem liggur innan við sandrifið. Fjarlægðin frá hrygg sandrifsins að fyrirhuguðu hafnarmynni er um 500 metrar”.   Oft hef ég farið þarna um í misjöfnum veðrum og hef ég aldrei séð annað en að það brjóti á þessu rifi.  Svo stendur til að bjóða fólki upp á það að siglt verði yfir þetta rif á skipi sem verður u.þb 15 metrum styttra en núverandi Herjólfur er og aðeins með 3,2 metra djúpristu, ekki vildi ég reyna að stjórna skipi við svona aðstæður.  Annars hef ég verið að fylgjast með veðurdufli við Bakkafjöru (ásamt fleirum) og samkvæmt upplýsingum frá þessu veðurdufli er ansi oft ófært í Bakkafjöru.
    • Þá kemur að sandburði í og við Bakkafjöruhöfn en á blaðsíðu 8 fær þetta atriði, sem ég vil meina að sé höfuðatriði fyrir þessa væntanlegu framkvæmd.  Þessi umfjöllun, sem að mínu mati og þeirra sem þekkja svæðið mjög vel er svo yfirborðskennd að ekki verður hægt að verja hana með nokkru móti: “Kannað var, hvaða áhrif breytingar á botninum á rifinu hefðu til lengri tíma. Þegar dýpið er minnkað um 2 m á 300 m kafla eftir hryggnum og febrúarveðrið er keyrt í
             tölvulíkaninu, þá leitast aldan við að bera efnið inn fyrir rifið og koma dýpinu á   hryggnumí fyrra horf. Þegar dýpkað er um 2 metra með 70 metra breiðri rennu í gegnum sandrifið og febrúarveðrið er keyrt, þá færist rennan til austurs og það grynnkar á móts við höfnina Dýptarmælingar á nokkurra ára tímabili sýna verulegar breytingar á rifinu austan ferjuhafnarinnar. Færsla mestu breytinga á dýpi á hryggnum er talin vera vegna breytilegra ölduátta í miklum brimum. Þegar skoðuð eru 20 mestu veðrin, sem ollu mestu brimi og eins 20 mestu veðrin, sem ollu mestum efnisburði, koma í ljós svipuð skilyrði á  komi á 8-10 ára fresti. Könnun á árlegri meðalölduorku úr suðlægum áttum áranna 1958 –2006 sýnir, að ölduorkan sveiflast þrefalt milli ára með sveiflutíma um 8 ár að jafnaði. Þannig má gera ráð fyrir rofi í sandrifið á um 8 -10 ára fresti. Dýpið á hverjum tíma á sandrifinu undan Bakkafjöru er samspil stöðugrar baráttu milli þess efnis, sem berst eftir sandrifinu, og botnstraumsins þvert á sandrifið, sem ber efni út á dýpi. Reikna má með um 6 m dýpi á sandrifinu að jafnaði, nema þegar veðurfar er óvanalega aðgerðarlítið við suðurströndina yfir lengri tíma. Þá má reikna með, að dýpið geti farið niður í allt að 5,5 –5 m uns brimið eykur dýpið á ný. Eins má reikna með, að rof komi í sandrifið niður á allt að 7-8 m dýpi á 8 til 10 ára fresti. Niðurstaðan er því þessi: 􀂃 Brim úr suðaustan ölduáttum eykur dýpið á sandrifinu undan Bakkafjöru. 􀂃 Brim úr suðsuðvestri eykur dýpið á sandrifinu undan Bakkafjöru. 􀂃 Brim úr suðvestri leitast við að færa lægðina í sandrifið undan Bakkafjöru tilausturs. Mikið brim úr suðvestri eykur dýpið en lítið brim minnkar dýpið  Efnisburður utan á hafnargarða Nettó efnisburður reynist vera um 320.000 m3 á ári vestan Bakkafjöru og 440.000 m3 á ári austan við Bakkafjöru, en aðeins um 120.000 m3 á ári við ferjuhöfnina við Bakkafjöru. Eins og áður er getið, ná hafnargarðarnir um 600 m frá ströndinni. Suðvestan- og suðaustan ölduáttir bera efni að görðunum. Samkvæmt þessum reikningum tekur þaðefnisburðinn um 10 ár að fylla að hafnargörðunum í meðalárferði.”

    (ath að leturbreytingar eru alfarið mínar og er efni tekið úr umræddri skýrslu).  Ég hef nú ekki sjálfur verið mikið að stunda veiðar á þessu svæði en það hafa aðrir gert og halda því fram að botninn á þessu svæði sé svo síbreytilegur, vegna sandburðar, að sé verið á vissri togslóð sé ekki hægt að “treysta” á það að botninn sé óbreyttur þegar togað er til baka.  Þá er því einnig haldið fram, í skýrslunni, að “lega” tilvonandi sjóvarnargarða komi í veg fyrir það að sandur berist í tilvonandi höfn,   Þar er vísað til rannsókna, sem Siglingastofnun gerði og eiga þær rannsóknir að vera fullkomlega “öruggar”.  Rannsóknir, sem voru gerðar varðandi sjóvarnargarð í Grímsey, sem “hvarf” í óveðri, fyrir nokkrum árum, áttu líka að vera alveg “öruggar”.  Þá vildu “sérfræðingarnir” hjá Siglingastofnun ekki hlusta á staðkunnuga menn og það gera þeir ekki heldur núna.  Skyldi vera eitthvað samhengi þarna á milli?  Það sem mér þykir fyrst og fremst vafasamt við gerð fyrirhugaðra sjóvarnargarða, er að þá á að reisa þá beint ofan á sandinn (ekki er almennilega vitað hve djúpt er niður á fast þarna).  Vitað er að sandurinn er á “fleygiferð” og ekki þarf mikið ímyndunarafl til þess að gera sér í hugarlund að nokkrar “steinvölur” verði nú ekki mikil fyrirstaða, ef og þegar brimið við suðurströndina nær sér á  strik.  Einhvern veginn sé ég það ekki fyrir mér að stjórnvöld hér á landi séu tilbúin til þess að setja stórar fjárhæðir í samgöngur milli Lands og Eyja, ef þessi rándýri “tölvuleikur” gengur ekki upp í raunveruleikanum.  Tapið verður fyrst og fremst Vestmannaeyinga, því miður og eins og ég sagði í upphafi þessarar greinar, þá er engan vegin vitað hver verður ábyrgur fari allt á versta veg.

     

    Ekki væri mikið mál að fara svona yfir fleiri liði þessarar skýrslu, svo mikið er af staðreyndavillum í henni og þegar einum lið er hrundið, þá bregðast forsendur sem eru fyrir öðrum og svo koll af kolli.  En ef ég gerði þetta yrði þessi grein svo löng að það myndi enginn nenna að lesa hana, nú þegar hef ég áhyggjur af því að hún sé orðin of löng.

    Fyrir það fyrsta þá er “náttúruöflunum” sýnd alveg dæmalaus óvirðing með þessum áætluðu framkvæmdum, því mér er ekki kunnugt um það að mannfólkinu hafi tekist að beisla náttúruöflin.  Menn hafa staðið öldum saman í Bakkafjöru og horft til Vestmannaeyja.  Ef menn hefðu séð þess nokkurn kost, væri löngu búið að byggja þarna almennilega ferjuhöfn.  Förum varlega! 
 Heimildir: Skýrsla starfshóps um höfn í Bakkafjöru, viðtöl við fyrrverandi og núverandi sjómenn, ýmis viðtöl við menn, sem hafa tjáð um málið

Hvað er sameiginlegt með hundum og nærbuxum?

Samkvæmt þessari frétt er það nú frekar fátt nema að fólk er fljótt að skipta hundunum út þegar þeir stækka.  En mér þykir það ansi skítt þegar gefið er í skyn að fólk sé nokkra mánuði í sömu nærbuxunum því ég get ekki ímyndað mér það að fólk sem fær sér hvolp um jól sé búið að fá leið á honum fyrir áramót.
mbl.is Hundar eins og nærbuxur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bestur!!!!

Hann sýndi og sannaði úr hverju hann er gerður það getur enginn borið á móti því að aksturinn var stórkostlegur og eini maðurinn sem gat veitt honum nokkra keppni var Massa liðsfélagi hans.  Hann var virkilega vel að þessum titli kominn og ég verð nú að segja að þó ég sé nú Ferrarí maður alveg í gegn, þá fann ég til með Hamilton í þessari keppni.  Fyrir utan  mistökin sem hann gerði í ræsingunni, var alveg grátlegt að verða fyrir þessari bilun í gírkassa, en það er hægt að segja að þessi bilun hafi gert titilvonir hans að engu, en engu að síður þá var þetta tímabil alveg frábært fyrir hann.  TIL HAMINGJU RAIKKONEN!!!
mbl.is Þrautseigja fleytti Räikkönen fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Finido"

Ef Alonso getur eitthvað unnið úr þessari stöðu er hann mun betri en ég bjóst við, annars hefur hann sýnt það að það er aldrei hægt að "afskrifa" hann, það verður ekki tekið af honum að hann er mjög góður ökumaður, Alonso er eins og Michael Schumacher, að því leyti að hann gefst aldrei upp og vinnur vel úr þeirri stöðu sem hann hefur hverju sinni.  Það kæmi ekki á óvart að hann tilkynnti það eftir mótið í Brasilíu að hann færi "heim" til Renault, til að sleikja sárin eftir sitt mesta flopp.  En í kappakstrinum reikna ég með að Massa "vinni" en hann hjálpi liðsfélaganum og "hleypi" honum framúr og Hamilton verði í 3 sæti.
mbl.is Alonso svekktur en hyggst reyna hið ómögulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

ÞESSI ER ALVÖRU....

 

 

Flugvél flaug í gegnum talsvert óveður. Ókyrrðin var mikil og ekki skánaði ástandið þegar eldingu laust niður í annan vænginn.

Ein kona tapaði sér alveg. Hún stóð upp fremst í vélinni og öskraði "Ég er of ung til að deyja!!".

 Síðan kallaði hún "ef ég á að deyja núna þá vil ég að síðustu mínútur mínar í þessu jarðlífi verði minnisverðar.

Er einhver hér í flugvélinni sem getur látið mér líða eins og sannri konu?"

 

Það sló á þögn í vélinni og fólkið starði á örvæntingarfullu konuna fremst í vélinni. Þá stóð karlmaður frá Texas upp aftarlega í vélinni.

Hann var myndarlegur, hávaxinn, vel vaxinn. Hann gekk rólega fram ganginn og byrjaði að hneppa frá sér skyrtunni, einni tölu í einu. Enginn annar hreyfði sig.

Hann fór úr skyrtunni og hnyklaði brjóstvöðvana. Hún tók andköf...

 

Þá, sagði hann...

 

"Straujaðu þessa og færðu mér bjór".

Er þetta ekki "týpískt" fyrir "frændur" okkar Norðmenn??

Að kenna Íslendingum um allt sem aflaga fer hjá þeim sjálfum.  Nú eru þeir komnir með einhvern "drullusýkil" í neysluvatnið hjá sér og vilja meina að Íslendingar hafi staðið í veginum fyrir því að reglur ESB yrðu teknar upp af EFTA ríkjunum, í sambandi við gæði neysluvatns.  Þarna eru þeir að segja það að þeir ætluðu sér ekki að gera endurbætur á vatninu hjá sér nema þeir neyddust til þess vegna utanaðkomandi þrýstings.  Þegar ég var í Noregi, fyrir átján árum,  gortuðu Norðmenn mikið af því að í Noregi væri fegursta og hreinasta náttúra í heimi þar átti líka að vera hreinasta og besta vatn í heimi og fleira var þarna sem átti að vera það besta í heimi.  En þá kom sjokkið, það var gerð könnun og niðurstaða þessarar könnunar rataði í blöðin: Vatnsbólin voru könnuð og niðurstaðan var sú AÐ EINUNGIS SEX AF ÖLLUM VATNSBÓLUM Í NOREGI STÓÐUST KRÖFUR ESB, UM ÖRYGGI OG GÆÐI.  Ekki veit ég hvað var aðhafst í kjölfar þessarar könnunar, þarna fyrir 18 árum, en miðað við fréttir þaðan í dag virðist ekki hafa verið mikið gert.  Þeir kenna bara Íslendingum um vandann.  Er þá ekki velgengni Norska kvennalandsliðsins í fótbolta Íslendingum að þakka?

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband