Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar á fiskveiðiheimildum aldrei annað en ljótur blekkingaleikur.

Alveg var það sorglegt að sjá hvað Sjávarútvegsráðherra gat lagst lágt við að verja kvótakerfið og blekkinguna sem þessar "mótvægisaðgerðir" eru, í Kastljósinu í gærkvöldi.  Það kom margsinnis fram í þættinum í gærkvöldi að þessar svokölluðu "mótvægisaðgerðir" gögnuðust EKKI þeim sem væru að missa vinnuna í dag og næstu vikur en samt sat hann fastur á því að þessar aðgerðir væru góðar.  Honum var bent á að í sumar af þessum aðgerðum hefði verið farið í að framkvæma þótt ekki hefði komið til þessa niðurskurðar, það samþykkti hann með semingi þó.

Við skulum svona fara yfir helstu "mótvægisaðgerðirnar" og hvernig þær gagnast:

  • Efla hafrannsóknir.  - Eiga hafrannsóknir að halda áfram á sömu braut og þær hafa verið?   - Á kannski að koma upp veiðarfæralager fyrir HAFRÓ, svo ekki þurfi að fara á “ruslahaugana” til þess að fá veiðarfærin í hið svokallaða “togararall”, sem farið er í á hverju ári og HAFRÓ byggir niðurstöður sínar á?  - Er allt í einu til fjármagn til að sóa í “gæluverkefni”, sem bitur reynsla er fyrir að skili engu?  HAFRÓ hefur stundað hið svokallaða “togararall” í rúm tuttugu ár alltaf hefur verið veitt á sömu “slóðum”, með samskonar veiðarfærum (til þess að endurnýja þessi veiðarfæri þarf að fara á ruslahaugana).  Á þeim bæ er ekki verið að taka tillit til breytinga á hitastigi í hafinu og breyttum straumum.  Það er ekki að furða að HAFRÓ “týni” heilu árgöngunum af fiski og fisum í hafinu fækki að þeirra mati.
  • Samgöngubætur og háhraðatengingar.  – Samgöngubætur eru ekki hristar fram úr erminni og gagnast mjög svo takmarkað.  – En mér finnst einhvern veginn að ég hafi heyrt þetta  áður í öðru samhengi.  – Hvers vegna ættu menn að halda að meira verði um efndir núna?  - Nýjasta dæmið um samgöngubætur eru nýlegar tilraunir til samninga um aukaferðir Herjólfs til Vestmannaeyja.  – Eða eru samgöngubæturnar hugsaðar til að auðvelda fólki að flytja úr sjávarplássunum  Þegar eignir þess eru orðnar verðlausar?  Ef íbúum sjávarplássanna verða tryggðar háhraðatengingar mjög fljótlega, geta þeir fylgst með fiskverðunum á “mörkuðunum” og lesið Moggann á “netinu” áður en þeir verða að flytja í burtu á nýju vegunum.
  • Auka menntun.  Það verður náttúrulega að kenna þessu fólki,sem missir lífsviðurværi sitt og eignir, eitthvað annað en að vinna fisk, þetta fólk getur auðvitað farið að selja verðbréf.  Það er fjármálageirinn sem býr til tekjur þjóðarinnar í dag.
  • Fella niður veiðileyfagjald.  Þetta var eina tillagan sem var fullmótuð og kemur strax til framkvæmda.  –Er það vegna þess að LÍÚ hefur lengi verið á móti þessu gjaldi og er bara verið að koma til móts við kröfur þeirra?  - Hvað verður næst?
  • Bæta sveitarfélögum, sem verða illa úti, skerðinguna.  – Hvað er illa?  Ég hef ekki heyrt neina skilgreiningu á þessu enda sagði fjármálaráðherra að enginn “verðmiði” væri kominn á þessar mótvægisaðgerðir.

    Svo hélt ríkisstjórnin því fram að þegar var ákveðið að lækka skuldir Byggðastofnunar um 1.200 milljónir, væri um að ræða “mótvægisaðgerð” en sannleikurinn er sá að Byggðastofnun var orðið ókleyft að sinna lögboðnu hlutverki sínu, vegna þess að eiginfjárstaða stofnunarinnar var orðið lægra en lög kveða á um og því var nauðsynlegt að gera þessar ráðstafanir til þess að Byggðastofnun gæti sinn hlutverki sínu samkvæmt þeim lögum, sem um hana gilda.  Önnur blekking var þegar Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins tók formlega til starfa á Ísafirði síðastliðið sumar, Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins varð til, á Alþingi Íslendinga í vetur, en í vetur voru samþykkt lög um sameiningu Iðntæknistofnunar Íslands og RB og samkvæmt þessum lögum er unnið (ég veit ekki til þess að nokkrum manni hafi verið ljós þessi kvótaniðurskurður í vetur þegar þessi lög voru samþykkt).

    Halda mætti áframað telja en eftir þennan lestur ætti flestum að vera orðið ljóst að þessar "mótvægisaðgerðir" ríkisstjórnarinnar voru í besta falli bara blekking og til þess ætlaðar að slá ryki í augu KJÓSENDA.


Sterk staða??????????

Er það sterkt, að heilbrigðisþjónusta í landinu er alltaf að verða lakari vegna fjárskorts, menntunarstig þjóðarinnar er að versna, velferðarkerfið er stagbætt og að falli komið vegna þess að fjármagn er af skornum skammti, sjávarútvegurinn og fiskvinnsla í landinu eru einungis svipur hjá sjón miðað við það sem þetta var fyrir fimmtán árum svo ekki sé minnst á hvernig sjávarútvegurinn var fyrir daga kvótakerfisins, svona mætti lengi telja en það hefur litla þýðingu þegar sjálfur Forsætisráðherrann er sleginn svona mikilli blindu eða er svona óforskammaður að segja vísvitandi ósatt úr ræðustól Alþingis?
mbl.is Segir álit Moody's jákvætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það fer lítið fyrir náttúruverndinni!

Þessir "Náttúruverndar-Ayjatollar" þykjast vera að "vernda" hvali en um leið losa þeir þvílíkt magn af "Gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið og til að bæta gráu ofan á svart nota þeir jarðolíu ekki kæmi það mér á óvart þótt þeir notuðu svartolíu, en brennsla hennar eykur enn á útblástur gróðurhúsalofttegunda, en aftur á móti er svartolían ódýrari í innkaupum (minna unnin).
mbl.is Náttúruverndarsinnar orðnir olíulausir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphitun!!!

Það er alveg öruggt að Kovalainen er mikill happafengur fyrir McLaren og hann er bara rétt að byrja.  En það vekur athygli að Hamilton var "aðeins" í 5 sæti.  Ég stend við það sem ég hef sagt hér á blogginu, að ég veit ekki hvor hefði orðið stigahærri í lok vertíðar í fyrra, Kovalainen eða Hamilton, ef þeir hefðu verið á sambærilegum bílum?
mbl.is Litlu munaði á Finnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Hann Skari, sem hafði siglt um öll heimsins höf og komið við í þeim höfnum sem vert er að nefna, var farinn að reskjast og eitthvað hafði nú líferni hans á árunum áður tekið sinn toll en hann varð að fara á hjartadeild LSH, þar átti hann að fara í hjartaþræðingu.Þegar hann var kominn á spítalann fékk hann vægt hjartaáfall og því varð dvölin á spítalanum aðeins lengri en í fyrstu var áætlað.  Þar kom að því að karlinn átti að fara í sturtu, og fékk einn sjúkraliðinn, hún Sigríður (kona á sextugsaldri og alls ekki svo ólöguleg) það verkefni að fylgja karlinum í sturtuna og aðstoða hann ef með þyrfti.Að þessu loknu sagði hún frá því, á kaffistofunni, að hann Skari hefði látið tattóvera orðið ADAM á “jafnaldrann”.Þessu var nýi hjúkrunarfræðineminn hún Ólöf (ekki nema rétt rúmlega tvítug og draumur hvers karlmanns) ekki tilbúin til þess að trúa og ákvað að sannreyna þetta.Hún kom til baka alveg kafrjóð og sagði: Þetta er nú ekki alveg rétt hjá  þér Sigríður, hann hefur ekki látið tattóvera orðið ADAM á “jafnaldrann” heldur AMSTERDAM.

Menn eru ekki í lagi.

Ef þeir halda að það sé hægt að rífa einn þátt út úr rekstri fyrirtækis (í þessu tilfelli aflaheimildir) semsagt í þessu tilfelli átti að fara með aflaheimildirnar (EIGNIR fyrirtækisins) sem séreign en svo átti að taka SKULDIRNAR og skipta þeim við skilnað. Óforskammaðri geta menn varla orðið.  En þessar aðfarir eru svosem lýsandi fyrir þetta "besta fisveiðistjórnunarkerfi í heimi".
mbl.is Aflaeimildir ekki einkaeign manna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrátt fyrir meinta aðför viðskiptabankanna og frjálshyggjuaflanna!

Þetta kemur ekki á óvart.  Það kemur ekki fram í þessari frétt hvert hlutfallið var á milli Stór-Hafnarfjarðarsvæðisins og Landsbyggðar en mig rennir nú grun í að þeir fyrrnefndu hafi nú verið í miklum meirihluta en ef Landsbyggðafólk hefði verið í meirihluta hefði niðurstaðan verið hærri íbúðalánasjóði í hag.
mbl.is Um 80% ánægð með Íbúðalánasjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líttu þér nær!!!!!!

Í hádegisfréttum á RÚV, hafði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á orði, að sér þætti "dapurlegt" að sjá hvað menn væru tilbúnir að leggjast lágt fyrir völd.  Og þetta segir manneskjan, sem var tilbúin til þess, að éta ofan í sig flest sem hún hafði sagt um stefnu Sjálfstæðisflokkinn og mörg stefnumál Samfylkingarinnar fyrir sæti í ríkisstjórn.  Og það sem meira er ætli það sé eitthvað til í því að ISG finnist ekki nóg að vera "bara" Utanríkisráðherra" og ætli sér eftir "hæfilegan" tíma (þegar hún hefur náð sér í, að sínu mati, næga reynslu sem ráðherra) að "sprengja" ríkisstjórnina og ganga til samstarfs við stjórnarandstöðuna og þar verði hún Forsætisráðherra?  Kæmi mér ekki á óvart.  Orð dr.  Gunnars Helga Kristinssonar prófessors í stjórnmálafræði renna enn styrkari stoðum undir þessa kenningu, en að sagði að öld "undirferlisstjórnmálanna" virtist vera runnin upp.

Föstudagsgrín

Stutt gamansaga í tilefni þess að það er föstudagur:

 Í heimsókn sinni á geðveikrahælið spurði einn gesturinn deildarstjórann hvaða aðferð læknarnir beittu til að ákvarða hvort leggja ætti sjúkling inn á hælið eður ei.

,,Sko," sagði deildarstjórinn, ,,við fyllum baðkar af vatni.  Svo bjóðum við sjúklingnum teskeið, tebolla eða fötu til að tæma baðkarið."

 ,,Aaa...., ég skil," sagði gesturinn, ,,heilbrigð manneskja mundi þá velja fötuna, þar sem hún er stærri en teskeiðin og tebollinn og auðveldast að tæma baðkarið þannig!"

 ,,Nei," sagði deildarstjórinn, ,,heilbrigð manneskja mundi taka tappann úr.

 Má bjóða þér herbergi með eða án glugga?"


Það gengur betur næst!

Vonandi verður gengi Honda betra á næsta tímabili og vonandi kemur liðið sér þangað sem það á að vera þ.e.a.s við toppinn....
mbl.is Hondan fær nýtt útlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband