Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

TVEGGJA MÍNÚTNA ÞÖGN OG HUGLEIÐSLA!!!!!!!!!!!!!

Mæli með því að landsmenn sameinist um tveggja mínútna þögn og verði kyrrðarstund klukkan 12 á hádegi í dag og menn minnist þá sjálfstæðis Íslands.  Kjósendur Landráðfylkingarinnar og VG geta þá um leið minnst með stolti þess sem þeir fengu áorkað 25 apríl síðastliðinn.

Ég óska öllum Íslendingum árs og friðar þessi síðustu áramót áður en við verðum nýlenda Breta og Hollendinga.


ALÞINGI HEFUR TALAÐ - EN FÆR ÞJÓÐIN AÐ EIGA SÍÐASTA ORÐIÐ?????????

Í kvöld varð þjóðin vitni að "dýpstu og breiðustu gjá" sem hefur myndast milli þings og þjóðar.  Skyldi FORSETINN gera einhverja tilraun til að brúa þá gjá???? Í það minnsta er hann ekki alveg "óvanur" slíkri brúargerð.  En jú alveg rétt þá áttu í hlut pólitískir andstæðingar forsetans en núna þegar er á ferðinni mun mikilvægara mál fyrir þjóðina, eru það pólitískir félagarforsetans sem eiga í hlut, svo ekki er ég neitt sérstaklega bjartsýnn á það að hann neiti að staðfesta Ices(L)ave-klyfjarnar.  Ég fór nú að hugsa til þess að kannski væri þetta ekki alvitlaust með heilabilunina, þegar Þráinn Bertelsson steig í pontu Alþingis og fór að segja þjóðsögur.  Hver var eiginlega tilgangurinn???? Hann kom ekki með neina tilvitnun í það sem var í gangi og það kom engin "punchline".  Heldur maðurinn að ræðupúlt Alþingis sé rétti staðurinn til að segja sögur?  Hann var búinn að finna ágætis vettvang fyrir það þar sem kvikmyndirnar voru, en mér finnst eins og hann hafi eitthvað villst af leið. SVO VAR HANN EINI STJÓRNARANDSTÆÐINGURINN SEM GREIDDI ATKVÆÐI MEÐ NÝLENDUFRUMVARPINU (ICES(L)AVEÁsmundur Einar Daðason lýsti því yfir að hann væri á móti frumvarpinu en samt greiddi hann því atkvæði sitt?  Svo heldur hann að hann bæti fyrir þessi SVIK sín með því að skrifa undir áskorun til forsetans um að skrifa ekki undir frumvarpið.  Svo kjósa félagar í Heimsýn þennan QUISLING sem formann sinn.  Ég segi fyrir mig, þó ég sé mikill andstæðingur inngöngu Íslands í ESB mun ég ALDREI ganga í þessi samtök meðan þessi QUISLINGUR er þar innanborðs.  Ég nokkuð viss um að málin, sem þingmennirnir sem þennan gjörning samþykktu, verði ekki mikið fleiri því þeir þurfi fljótlega að fara að leita sér að annari vinnu.
mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÁÐA MENN ÞVÍ SJÁLFIR HVORT ÞEIR MÆTA EÐA EKKI, ÞEGAR NEFNDIR ALÞINGIS KALLA ÞÁ FYRIR???????

Hann er þarna, að mínu áliti, að sýna Alþingi Íslendinga þá mestu lítilsvirðingu sem hægt erEru engin takmörk fyrir hrokanum og "skítlega" eðlinu hjá þessum manni??????
mbl.is Svavar neitaði að mæta á fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"HEILAÞVOTTASTÖÐ" LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Það var alveg greinilegt, þegar maður horfði á Valgerði Bjarnadóttur í Kastljósinu í kvöld, að henni hafði verið rennt í gegnum "heilaþvottavélina" á þeim bæ.  

 

 

 

 


NÝ GÖGN SKIPTA ENGU MÁLI!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Það er búið að "SANNFÆRA" óþæga þingmenn sem þurfa á því að halda að vera "TUKTAÐIR" til.  Þannig að ný gögn gera ekkert annað en að "TEFJA" afgreiðslu málsins.
mbl.is Meginefnið liggur skýrt fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VEIT MAÐURINN BARA EKKERT HVAÐ ER Í GANGI ???????????

Það er nokkuð vel þekkt "trikk" hjá mönnum að þykjast ekki vita um hlutina þegar eittvað vafasamt er í gangi.  En Steingrímur Joð áttar sig ekki á að þetta er orðið svo "gömul og þreytt" tugga að fólk sér orðið í gegnum þetta þannig að þetta bragð er ekki lengur nothæft.  Hann verður að fara að finna sér einhvern "nýjan huliðshjálm".
mbl.is Steingrímur furðar sig á skipan í bankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER LANDIÐ GENGIÐ Í ESB???????????

Er það INNLEND frétt að Spánverjar vilja bæta samskipti ESB og ríkja Rómönsku Ameríku á meðan þeir fara með forystu innan ESB??????
mbl.is Vilja bæta samband ESB við Kúbu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ENGINN SEM GETUR STÖÐVAÐ VITLEYSUNA SEM ÞESSI MAÐUR LÆTUR FRÁ SÉR FARA????

Hverskonar "talnaleikfimi" er þetta eiginlega sem maðurinn er að reyna að setja fram???  Ef við gefum okkur að skuldin vegna Ices(L)ave sé 750 milljarðar (sem er mjög varlega áætlað, nær væri að gera ráð fyrir 1.000-1.100 milljörðum) þá vill hann meina að heildarskuldir hins opinbera séu um 6.818 milljörðum?  Hvar í ósköpunum hann fær þessar tölur er mér og fleirum hulin ráðgáta því samkvæmt yfirliti frá Seðlabankanum voru erlendar skuldir ríflega 14.000 milljarðar um síðustu áramót og ekki þykir mér líklegt að þær hafi lækkað?  Þarna sýnir hann enn á ný hversu "frjálslega" hann kýs að umgangast sannleikann.  Enn vinnur hann hörðum höndum að því að gera landið að nýlendu Breta og Hollendinga Skyldi hann fá vel borgað fyrir svikin????
mbl.is Vægi Icesave úr öllu samhengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EINA VITIÐ !!!!!!!!!!!!!!

Því fari þessi vitleysa lengra en orðið er verður SKÖMM Alþingis enn meiri en þegar er orðið.  Að fólk, sem talið er þokkalega vitiborið ætli sér að samþykkja þennan klafa á þjóðina, veldur því að maður fer að STÓREFAST um andlegt heilbrigði þeirraÞað þarf engan snilling til að sjá það að Íslendingar ráða EKKI við Ices(L)ave- skuldbindingarnarÞað þarf ekki annað en að skoða þjóðhagsreikninga síðustu ára:  ÞAÐ HEFUR ALDREI VERIÐ SÁ AFGANGUR Á FJÁRLÖGUM LANDSINS AÐ DUGI EINU SINNI FYRIR HELMINGI VAXTAKOSTNAÐAR AF ICES(L)AVE, HVAÐ ÞÁ ÖÐRUM SKULDUM. Og enn lemur Steingrímur Joð hausnum í steininn og telur þjóðina geta þetta, er nema furða að maðurinn sé orðinn svo til hárlaus hausnum á (þá tel ég ekki með það sem er framan í andlitinu á honum).


mbl.is Vilja vísa Icesave frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GERA STEINGRÍMUR JOÐ OG HEILÖG JÓHANNA ÍSLAND AÐ NÝLENDU BRETA OG HOLLENDINGA???????

Nú eru aðeins örfáar klukkustundir eftir þar til verður ljóst hvort Ísland verði gert að "nýlendu" breta og hollendinga.  Nöfn þeirra þingmanna er samþykkja Ices(L)ave-klafann verða vandlega skráð og séð verður til þess að almenningur gleymi ekki landráðum þeirra manna og kvenna er þar verða að verki.  Hætt er við að það fólk sem samþykkir Ices(L)ave eigi ekki afturkvæmt á þing að afstöðnum næstu kosningum, sem ekki virðast svo langt undan, því fáum dettur í hug að "rikisstjórn fólksins" tóri í heilt kjörtímabil.  Nú er aðallega horft til TVEGGJA þingmanna með að FELLA þennan ófögnuð sem ISES(L)AVE er en þar skal fyrstan telja Þráinn Bertelsson, en undanfarið hefur sést til hans í föruneyti Steingríms Joð, þar sem þeir hafa verið að snæðingi saman, þannig að allt útlit er fyrir að Þráinn Bertelsson hafi selt sál sína fyrir nokkrar kjötbollur og því þurfi hann ekki að hafa áhyggjur af því að han fái sigg á ra...... af langri setu á Alþingi.  Hinn þingmaðurinn er formaður Heimssýnar og jafnframt yngsti þingmaðurinn.  Hann er mikið til óskrifað blað, menn vita af því að hann er mótfallinn Ices(L)ave en hitt er svo annað mál hvort hann þorir að fara gegn Steingrími Joð.  Verði það ólán að Ice(L)ave verði samþykkt í þinginu held ég að allar vonir okkar séu brostnar, menn hafa verið svo bjartsýnir að halda að forsetinn okkar hafi manndóm í sér til að neita að skrifa undir lögin, en ég held að hann fari nú ekki að ganga í berhögg við vilja "gömlu" kommafélaganna.
mbl.is Icesave á Alþingi á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband