Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Föstudagsgrín

Siggi og Stína skruppu í viku frí til Texas á sextugsafmælinu.

Dag einn er Siggi að rölta í bænum þegar hann sér í verslunarglugga einum,þessi líka glæsilegu kúrekastígvél á niðursettu verði. Siggi hafði alltaf þráð að eiga kúrekastígvél og sér þarna tækifærið. Hann kaupir stígvélin, skellir sér strax í þau og spígsporar hróðugur heim á hótel, þar sem Stína situr við að klippa táneglurnar. Stoltur stillir hann sér upp fyrir framan Stínu og segir "Hvernig líst þér á, Stína?" Stína gýtur augunum í átt til hans "Á hvað?"

"Sérðu ekkert sérstakt?" segir Siggi spenntur. Stína mænir á hann "Neibb"

Sár og reiður strunsar Siggi inn á baðherbergi, rífur sig úr fötunum og rýkur síðan aftur fram til Stínu, allsnakinn fyrir utan nýju stígvélin. "Tekurðu þá eftir einhverju NÚNA?" segir hann og er fastmæltur. Stína lítur upp "Hvað hefur svo sem breyst, Siggi minn? Hann lafir niður í dag, hann lafði niður í gær og hann mun lafa niður á morgun, ef ég reynist sannspá"

Og Siggi stappar niður fæti í bræði sinni "Veistu AF HVERJU hann lafir niður, ha? Það er vegna þess, Stína að hann er að dást að nýju kúrekastígvélunum mínum!!

Það rennur upp ljós fyrir Stínu en síðan hristir hún höfuðið og segir full samúðar "Þú hefðir miklu frekar átt að kaupa þér hatt, Siggi minn".


Hefur efnahagsástandið þessi áhrif?????

....eða er þetta verksmiðjugalli í nýjum og dýrum bílum?  Nú á síðustu tímum hefur hver glæsikerran af annarri "brunnið" og eru bílar sem kosta meira en 5 millur í sérstökum "áhættuflokki" og þá virðist "Game Over" eiga þarna vinninginn.
mbl.is Benz brann til kaldra kola á bifreiðastæði í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru mennloksins að VIÐURKENNA að peningamálastefna Seðlabankans hafi ekki verið á vetur setjandi?

Það er alltaf verið að tala um það að það sé svo mikið af vel menntuðu og hæfu fólki í Seðlabankanum. Hvar er allt þetta fólk eiginlega?  Það er talað um að fólk komi út úr skápnum er þá ekki mál til komið að fólkið  í Seðlabankanum komi upp úr skúffunum og fari jafnvel að vinna fyrir laununum sínum í stað þess að vera áskrifendur að þeim?  Og enn einu sinni árétta ég það að það þarf að segja ÖLLUM ÞREM bankastjórum Seðlabankans upp störfum og ráða inn EINN mann með ÞEKKINGU á efnahagsmálum inn í þeirra stað.  Núverandi Seðlabankastjórum yrði að sjálfsögðu frjálst að sækja um stöðuna, þegar hún YRÐI auglýst, en það verður að ráða í þessa stöðu á faglegum forsendum.
mbl.is Peningamálastefnan verði endurskoðuð strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað gat Davíð ekki svarað því hvernig þessi STÝRIVAXTAPRÓSENTA væri fengin!

Enda ekki von því þegar hann opnaði glyrnurnar æi morgun hefur hann sagt:  "Hei það er vaxtaákvörðunardagur í dag, best að hafa vextina bara 18%, það er fín tala.  Nonni frændi átti afmæli 18 júlí"  Svo til að fría sig ábyrgð segir hann að þetta hafi verið ein af kröfum Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins.
mbl.is Vaxtahækkun viðkvæmasta aðgerðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá verður nú flest farið!!!!!!!

Ef við getum nú ekki einu sinni fengið okkur Prins Póló með kókinu, annars var salan á þessum vinsæla súkkulaði alveg dottin niður eftir að "umbúðaklúðrið" hérna fyrir nokkrum árum.  Ég er alveg fullviss um það að við Íslendingar náum alveg að vinna okkur út úr því þó við fáum ekki Prins Póló í einhvern tíma.
mbl.is Prins Polo á þrotum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja Bretarnir ekki LÍKA fá sér í pípu með Osama Bin Laden?????

Það er náttúrulega alveg furðulegt að þeir sjái um "loftrýmisgæslu" (hver an..... er LOFTRÝMISGÆSLA?) fyrir hryðjuverkamenn.
mbl.is Móðgun ef Bretarnir koma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfti eitthvað svona til svo við sæum að við EIGUM að FULLVINNA fiskinn hér á landi?

Það sem við höfum verið að gera undanfarin ár er að veiða fiskinn, á frystitogurunum er fiskurinn flakaður og sttur í pakkningar fyrir Bretana, sem síðan FULLVINNA hann í neytendapakkningar og margfalda þannig verðmæti vörunnar.  Með þessu móti höfum við verið að hleypa Bretum "bakdyramegin" inn í fiskveiðilögsöguna þeir losna bara við rándýran útgerðarkostnað og vitleysingarnir í LÍÚ borga kvótann og nú á að bæta gráu ofan á svart með því að borga ekki fyrir hráefnið, sem er þó á "brandaraprís".  Nei er ekki kominn tími til í þessum efnahagsþrengingum ig atvinnuleysi, sem nú dynja yfir, að við förum að vinna þetta sjálf?  Þeir Bakkavararbræður eru umsvifamiklir í þessu á Bretlandi, þeir bera nú einnig stóra ábyrgð á stöðu mála hér á landi, væri nokkuð til mikils ætlast að þeir myndu flytja þessa starfsemi hingað til land og þar með að greiða eitthvað til baka.
mbl.is Einhverjir hættir að selja fisk til Bretlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

 

Tveir gamlir kallar voru að labba um í Rauða hverfinu í Amsterdam, þegar annar þeirra segir við hinn..."Jæja, hvernig væri nú að skella  sér á hóru, úr því að við erum komnir hingað?"..."Ha já", segir hinn, "það er soldið sniðug hugmynd og mig hefur alltaf langað að prófa"...

Þeir labba inn á næsta stað, þar sem verið er að auglýsa konur "til  sölu" og þar mæta þeir eldri konu, sennilega "pimpinn" og hún spyr þá hvað þeir vilji, "Já okkur langar að prófa að vera með hóru" ..."Jæja og hvað eruð þið gamlir?..."Við erum áttræðir"..."Jæja ok komiði inn"...þeim er vísað til sætis og konan kallar á eina unga og fallega stúlku og hvíslar að henni, "Láttu þá bara fá uppblásnu dúkkurnar, þeir eru svo gamlir og taka ekki eftir neinu"...

Svo fara þeir upp og inní sitthvort herbergið....

Svo hittast þeir fyrir utan skömmu síðar og segja fátt, þangað til annar segir, "Jæja hvernig fannst þér þetta svo?"..."Ja sko, ég held að mín hafi verið dáin, hún hreyfði sig ekkert og lá bara þarna"!!! ...en hvernig fannst þér?..."Ég held að mín hafi verið norn"..segir hinn þá..."Nú af hverju"?

"Af því að í hita leiksins, þá beit ég aðeins í geirvörturnar á henni, og þá rak hún svona heiftarlega við, og flaug svo bara útum gluggann og hvarf"!!!!!!!


Þrjár blindar mýs!!!!

Þetta á við Sjávarútvegsráðherra, HAFRÓ og Fiskistofu.  Sjávarútvegsráðherra segir " að Íslendingar njótum verðskuldaðs álits sem fiskveiðiþjóð".  Geta menn bara slengt svona löguðu fram án þess að rökstyðja nokkuð sem þeir bulla.  Fyrir hvað í sjávarútvegi njótum við mikils álits?  Ég hef nokkuð víða farið og ekki hef ég orðið var við þetta mikla álit.  Þarf ekki Sjávarútvegsráðherra að vera trúverðugur?
mbl.is Aukinn þorskkvóti ekki útilokaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað á að fara fram RÆKILEG tiltekt á Alþingi!!!!!!!

Þeir stjórnmálamenn sem voru í framlínunni hafa sýnt það svo ekki verður um villst að þeir hafa brugðist skyldum sínum algjörlega.  Ég get ekki séð neina réttlætingu fyrir því að þeir verði kosnir aftur.  Ég tel stjórnmálamennina hafa hrunið jafnvel meira en gengið.  Kosningar sem allra fyrst!!
mbl.is Stjórnmálin biðu hnekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband