ERU "UMHVERFIS - AYJATOLLARNIR" FARNIR AÐ BEITA HARÐARI AÐFERÐUM Í VONLAUSRI BARÁTTU SINNI?????

Gegn hvalveiðum ´fólk er orðið það vel upplýst í dag að það eru mjög fáir sem "falla" fyrir því að hvalir séu í útrýmingarhættu og því eigi ekki að veiða þá.  Þetta hefur verið helsta "vopn" hvalverndunarsinna en nú er allt útlit fyrir að þeir verði að finna upp á einhverri annarri lygi og allt útlit er fyrir að áróðurstríð þeirra GEGN hvalveiðum sé TAPAÐ.  Sagan er nú þannig að Greenpeace-mönnum þótti Paul Watson of "róttækur" og varð það úr að hann var rekinn úr samtökunum, en þegar hann segir frá þá var það hann sem yfirgaf Greenpeace vegna þess að þeir væru ekki nógu og róttækir, þetta varð til að hann stofnaði sín eigin samtök, Sea Sheppard, þessi samtök þóttu lengi vel vera þau sem beitt "hörðustu" aðferðunum en nú er allt útlit fyrir að önnur "umhverfissamtök" séu að taka upp aðferðir þeirra.  Við þurfum nú ekki að horfa lengra en til atviksins í Rotterdam og svo kemur þetta.


mbl.is Reyndu að sökkva norsku hvalveiðiskipi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta fólk er umhverfi og náttúru til skammar, það hefur ekki hundsvit á hvað það er að berjast gegn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2010 kl. 16:08

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Ekki útilokað að tengsl séu þarna á milli, öfgahóparnir eru orðnir mjög "Globaliseraðir"

Kristján Hilmarsson, 3.4.2010 kl. 18:57

3 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Þeir sem þarna eru á ferð, eru að reyna að ná aftur athygli fólks, samtökin vantar meiri peninga. Í Canada eru álitin glæpasamtök, af fólki á Nýfundnalandi og íbúum austurstrandar, Paul Watson leiðtogi þeirra er á svörtum lista sjórnvalda, og getur ekki látið sjá sig í sínu heimalandi, því þar bíður hans fangavist. Það hafa marg sannast á þessi "náttúruverndarsamtök" Watsons falsanir á myndböndum sem eiga að sýna ómannúðlegar aðfarir veiðimanna við selveiðar, og veiðar á hvölum. "Keyptu þorpsrónann í Petty Harbour til að berja á selkóp, fyrir myndatöku, fyrir tvær Wiský flöskur og 300 dollara", þannig hjóðaði upphaf frásagnar sem ég las í blaði á Nýfundndlandi árið 1997, um myndskeið sem Sea Shepard, hafði sýnt í sjónvarpi þar, og átti að sýna atferli selveiðimanna á ísnum. Þetta reyndist sviðsett, og hlutu aðstandendur þunga dóma fyrir. Selahvótinn þarna er 375 þús. fullorðin dýr á ári, Stofninn er talinn vera vel yfir 10 milj. selir, og að þeir þurfi 3 milj. tonna í æti á ári. Tekið skal fram, að veiðar á kópum í mjólkurhárum, babyseals, ( hvítu kóparnir) eru löngu bannaðar af alríkisstjórn Canada. Liggur þung refsing við brotum á því veiðibanni. Setti þetta hér svona til gamans, hef haft kynni af selveiðimönnum þarna, eftir dvöl þarna, við sjósókn.

Stefán Lárus Pálsson, 3.4.2010 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband