OG ÞEIM Á EFTIR AÐ FJÖLGA "RUGLUDÖLLUNUM", SEM VILJA Í ÞETTA EMBÆTTI

En vonandi ber þjóðinni gæfu til að "sigta" þá út sem ekkert erindi eiga inn á Bessastaði.  En er ekki kominn tími til að breyta reglunum í sambandi við kjör forseta Íslands? Það er í hæsta máta óeðlilegt að ef verða 10 manns í framboði að maður/kona með kannski 12 - 15% atkvæði á bak við sig geti orðið forseti.   Betra væri að kjósa á milli tveggja efstu, ef enginn fær yfir 50% atkvæða í fyrstu umferð....


mbl.is Ástþór ætlar í forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er eiginlega eina skynsamlega leiðin að kjósa milli tveggja eftstu.  Getur ekki kostað mikla vinnu að breyta þeim lögum fyrir kosningarnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.1.2016 kl. 13:34

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Því er ég líka hjartanlega sammála.

Helga Kristjánsdóttir, 3.1.2016 kl. 14:56

3 identicon

Ég er ekki sammála. Nú eru allar líkur á að svona 10 manns úr vinstra liðinu bjóði sig fram enda finnst því liði að forsetinn eigi að koma úr því gengi. Þau fá hvert um sig kanski svona 8% atkvæða eða um 80% alls. Það mun koma fram einn hægri maður á síðustu stundu og verða kosinn með svona 15% atkvæða. Það þykir mér hið besta mál! Þetta er lýðræði=lýðurinn ræður.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 3.1.2016 kl. 17:24

4 identicon

Því miður er þetta núgildandi fyrirkomulag bundið í stjórnarskrá.  Þessu verður ekki breytt fyrir þessar forsetakosningar.

Hilmar Þór (IP-tala skráð) 3.1.2016 kl. 19:53

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er ekki kominn tími til að Ástþór fái að flytja á Bessastaði, hann er búinn að sækja svo oft um og ekki getur hann verið neitt verri en Jón Gunnar Kristinsson, eða hvað?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 3.1.2016 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband