Hefur verðbólgumarkmiðið skilað svo miklum árangri hingað til?

...og hver eru eiginlega rökin fyrir því að halda dauðahaldi í það fyrirbæri sem hefur sennilega valdið meiri hörmungum á landinu, í efnahagslegu tilliti, en nokkuð annað?  Verðbólgumarkmiðið var tekið upp 2001, var þá allt í kalda kolum í efnahagsstjórn landsins fram að þeim tíma?  Það má ráða af orðum Arnórs Sighvatssonar, aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands.  Það má kannski minna á það að verðbólgumarkmið hafa AFAR SJALDAN staðist, síðan þau voru tekin upp og virðist vera að AÐGERÐIR"hryðjuverkamannanna" í  Seðlabankanum, til að hemja vöxt verðbólgunnar, hafi bara orðið til þess að auka hana en ekki öfugt eins og til stóð.  Stýrivextirnir sem "hryðjuverkamennirnir"  héldu að væri voða gott "verkfæri" í baráttunni við verðbólguna reyndist ekki vera það og hvað á þá að gera í staðinn?  Það að Arnór nefniorðið hugsun virkar svolítið öfugsnúið, því hugsun er ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann, þegar aðgerðir Seðlabankans í efnahagsmálum eru skoðaðar.
mbl.is Glapræði að leggja verðbólgumarkmiðið á hilluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sammála þessu hjá þér Jóhann,allt sem gert hefur verið er verðbólguhvetjandi/snúum þessu við og lækkum stórlega vexti/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.5.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband